29.5.2009 | 20:06
"Glöð við förum á fjöll öll."
Í tilefni af skemmtilegu bloggi um eitt vinsælasta ástralska lag allra tíma, "Tie Me Kanguruu Down, Sport" kemur mér í hug sú stemning sem ríkir í fjalla- og jöklaferðum á Íslandi og Magnús Eiríksson og KK túlka svo vel í laginu "Óbyggðirnar kalla".
Þetta ástralska lag hefur kveikt í mér til að gera texta og lag um dæmigerða jeppaferð á fjöll undir heitinu "Glöð við förum á fjöll öll." Ég er einmitt nú að leggja af stað með skemmtilegu fólki í árlega rannsóknarferð Jöklarannsóknafélags Íslands upp á Vatnajökul.
Grímsvötn eru ævintýraland og Íslendingar hafa ekki enn áttað sig á hve einstakt það er. Ég ætla að gera tilraun í þessari ferð til að blogga ofan af jöklinum en veit ekki hvernig það muni takast.
Í skálanum verður kannski rennt í gegnum lagið "Glöð við förum á fjöll öll" og hver veit nema ég birti textann síðar.
Athugasemdir
Þú ert öfundsverður. Góða ferð og gaman verður að sjá hvort bloggið virkar á jöklinum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.5.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.