Löngu tímabært.

Hin dauða hönd, sem lagst hefur yfir sjávarþorpin í landinu með brotthvarfi heimilda til veiða, hefur verið skaðleg á marga lund. Það er ekki aðeins peningalega slæmt fyrir þorpin og byggðirnar að veiðar hafi stórminnkað eða lagst af.

Ég nefni þrennt annað:

1. Sálfræðilegt tjón. Dauði og doði eru ævinlega sálfræðilegt áfall, dregur úr lífshamingju, bjartsýni og ánægju. Þetta skapar fjárhagslegt tjón á fleiri sviðum en sem nemur veiðunum sjálfum. Fólkið hrekst í burtu og önnur starfsemi líður fyrir.

2. Ímyndarlegt tjón. Þetta sést vel í Noregi, til dæmis í fjörðunum á vesturströndinni. Þar er skylt að viðhalda búskap og frumstarfsemi allt árið vegna þess, að það er hluti af þjóðarímynd Norðmanna, eflir ánægju þeirra og samheldni og færir þeim peningalegan ávinning af ferðaþjónustu sem byggir á því að laða þangað ferðafólk, sem vill kynnast þjóðlegri menningu sem umvafin er af stórbrotnu umhverfi.

3. Menningarlegt tjón. Í Noregi er það stór þáttur í þjóðarvitundinni að þjóðin hefur átt stórskáld á borð við Björnson, Hamsun, Grieg og Ole Böll, og list þeirra er samofin þjóðlífi og náttúru landsins. Fjölbreytni í þjóðlífi er mikilvæg.

Það er ekki eftirsóknarvert að menningarlíf Íslendinga verði einsleit borgarmenning nauðalík samskonar menningu í öðrum löndum.

Það er heldur ekki eftirsóknarvert að tvískipta þjóðinni þannig að það verði hlutverk landsbyggðarinnar að lifa á nokkrum risastórum verksmiðjum. Á ferðum mínum um Norðurlönd og dreifbýl svæði í Ameríku hafa blasað við þau viðurkenndu sannindi að þau þjóðfélög þrífast best þar sem fjölbreytnin er mest í mannlífi og menningu, en þær byggðir eiga erfitt þar sem einsleitnin er mest.

Íslandshreyfingin gerði það mál að sínu í kosningunum 2007 að hleypa lífi í strandbyggðir landsins, en lagði á það mikla áherslu, að forðast yrði að úr yrði svipuð sprenging og varð fyrir rúmum tíu árum.

Því væri betra að fara rólega af stað og láta reynsluna ráða. Vonandi tekst vel til í þetta sinn.


mbl.is Lengi barist fyrir frelsi til að veiða á handfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Allt sem gefur athafnagleði og atorku fólks farveg er jákvætt meðan þess er gætt að ekki sé gengið á náttúruna um of.

Vilhelmina af Ugglas, 31.5.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband