30.5.2009 | 22:14
Hvað hefur páfinn marga hermenn?
Þessarar spurningar spurði Stalín þegar menn sögðust hafa áhyggjur af viðbrögðum páfans við því sem Stalín var að gera.
Hvað hefur Dalai Lama marga hermenn spyrja íslenskir ráðamenn. Þetta heyrir maður í fréttunum uppi í Grímsvötnum og undrast.
Hér er tæplega þrjátíu manna leiðangur, tíu bílar, níu vélsleðar og stór snjóbíll. Grímsvötn hafa verið útnefnd sem eitt að sex merkilegustu eldfjöllum heims. Ekki á blaði þar eru: Vesuvius, Etna, Fujiama, Kilimanjaro og Hekla. Það er því þess virði að vera í rannsóknarleiðangri á þessum merkilega stað. Er að vinna í þætti um það. Meðfylgjandi er mynd úr síðustu ferð minni í Grímsvötn.
Athugasemdir
Ertu semsagt að blogga á Vatnajökli?
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.5.2009 kl. 22:19
Það er hægt að blogga í Bola sem er snjóbíll og er á Fjallinu :)
Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.5.2009 kl. 22:29
Ekki beint vísandi nafn á eldfjalli- Grímsvötn.
Sævar Helgason, 30.5.2009 kl. 23:19
Ég minnist þess að í erindi sem sungið var í sunnudagaskólanum hjá dætrum mínum var viðlag, ég er hermaður guðs, ....Þannig að þeir hljóta að vera nokkuð margir.
Hins vegar er kyrrðin aðal vopn Dalai Lama, en hana er sannarlega hægt að finna á Grímsvötnum.
Sigurður Þorsteinsson, 30.5.2009 kl. 23:30
Ekki alger kyrrð. Það hafa verið jarðskjálftar þarna um 3 á Richter undanfarinn sólarhring. Einn við Grímsvötn og annar við Bárðarbungu.
Sjá: http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/vatnajokull/
Ari (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:56
Ætlun mín var að blogga frá Grímsvötnum á sama hátt og heiman frá mér. Hafði með mér búnað til þess. En ýmsir tímafrekir tæknilegir örðugleikar ollu því að ég gat þetta ekki eins og ég ætlaði mér, - það var svo margt annað að gera.
Bjargaði blogginu í horn með aðstoð Láru, dóttur minnar.
Ómar Ragnarsson, 3.6.2009 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.