Lítill snjór víða á hálendinu.

Þegar horft var af Bárðarbungu í vorferð Jöklarannsóknarfélagsins í vikunni mátti sjá að lítill snjór er á mestöllu norðurhálendinu. Lengi hefur verið auð jörð á leiðinni suður í Herðubreiðarlindir.

Flugvöllurinn við Herðubreiðarlindir hefur verið auður í allt vor.

Óvenjulega mikill og nýr snjór hefur hins vegar verið á Brúaröræfum en hann hopar nú hratt í hlákunni.

Eins og oft áður hefur verið minni snjór í Kringilsárrana en umhverfis hann og sannast enn einu sinni ástæða þess að hann og Hjalladalur voru mikilvægt burðarsvæði hreindýra þegar að kreppti annars staðar.


mbl.is Búið að opna í Landmannalaugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband