Trúr uppruna sínum.

Misjafnt er hve trútt fólk er uppruna sínum. Sumir virðast gleyma honum eða víkja honum frá sér. Pálmi Gestsson er dæmi um fólk sem er meðvitað um rætur sína og hlúir að þeim, meðal annars með því að taka að sér störf þar sem eru býsna fjarlæg því að vera einn af helstu leikurum landsins. Það finnst mér gott hjá honum.

Ég minnist þess hve mér fannst ánægjulegt að hitta Þröst Leó Gunnarsson leikara við höfnina á Bíldudal þar sem hann hvarf aftur til fortíðar og naut þess með því að róa þar á báti, ef ég man rétt.

Mér finnst líka vænt um að fólk rækti samband við átthaga forfeðra sinna. Stundum liggur ekki í augum uppi hvaða átthaga skal nefna öðrum fremur þegar ættartengslin liggja til margra átta.

Sjálfur tel ég mín mestu tengsl vera við Skaftafellssýslu vegna þess móðurafi og móðuramma mín voru fædd þar og uppalin. En Dalir og Hrútafjörður eiga líka sterk ítök þaðan sem föðuramma mín var upprunnin og vegna veru minnar í sveit í Austur-Húnavatnssýslu er sterk taugin til austurhluta Húnavatnssýslu og Skagafjarðar.

Skagfirðingar koma þarna inn í vegna þess tengsl eru á milli þeirra byggða beggja vegna sýslumarka þar sem afréttir liggja saman.

Börn okkar Helgu nefna helst Vestfirði ef leitað er eftir uppruna, en Helga er fædd og uppalin á Patreksfirði.


mbl.is Pálmi á viktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband