Hvað um símahleranir hér?

Norðmönnum hefur ekki verið sama um það sem aðhafst hefur verið þar í landi varðandi símahleranir og njósnir.
Þeir létu ekki sitja við umræður um símahleranir heldur ákváðu aðgerðir, gengu í málið og gerðu það sem hægt var til að upplýsa um þær.

Það gerðu þeir með því að ákveða fyrirfram að ekki yrði um sakamál að ræða heldur einungis gagngera rannsókn sem skilaði árangri. Þar með gátu viðkomandi gefið upplýsingar, jafnt "litli landssímamaðurinn" sem þeir er tengdust framkvæmd símhlerana.

Ég hef áður bloggað um það að ég hefði rökstuddan grun um ótrúlega víðtækar símahleranir hér á landi fyrir aðeins nokkrum árum og hef greint frá því hvað benti til þess að svo hefði verið og væri kannski enn.

En svo virðist sem fámennið hér valdi því að viðbrögðin eru önnur en í Noregi, tómlæti og þögn.

Það er sagt að þjóðir fái þau yfirvöld og ástand sem þær sjálfar vilji í raun. Mér sýnist að Íslendingar sætti sig við það að búa við þau mannréttindabrot og frelsisskerðingu sem símhleranir eru.

Þetta gerir hinn íslenski Ragnar Reykás í raun þótt hann hjali um ást sína og þjóðar sinnar á frelsi og mannréttindum.


mbl.is Hugsanlega fylgst með netnotkun norsku konungsfjölskyldunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann Bjarnason

Yfirleitt gera norðmenn gangskör í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Til dæmis voru stríðsréttarhöld þeirra þau stærstu í Evrópu, ef ekki í heimi. Afhverju nákæmlega þetta stafar skal ég ekki alveg segja, en norðmönnum fannst a.m.k. þeir þurfa að berjast fyrir sjálfstæði sínu sem þjóð og finnst kannski enn. Ég er hræddur um að íslendingar ætli enn eina ferðina að humma fram af sér hlutunum, og spurning hvort ekki einmitt sjálfstæði þjóðarinnar sé í húfi núna!?

Hermann Bjarnason, 12.6.2009 kl. 10:23

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Millilandafjarskipti við Ísland fara öll gegnum Bretland, þar sem leyniþjónusta hennar hátignar stýrir stórum hluta af ECHELON hlerunarkerfinu í samstarfi við Bandaríkin, Kanada, Ástrali og Nýja sjáland (UK-USA / AUSCANZUKUS). Kerfið á rætur sínar að rekja til kalda stríðsins og er öflugasta eftirlitskerfi á jörðinni fyrr og síðar. Í grunnatriðum þá hlusta þeir einfaldlega á hvaðeina sem þeir vilja heyra!

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2009 kl. 10:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem eru svo heimskir að tala um leyndarmál sín í síma eiga það skilið að vera hleraðir.

Þar að auki eru öll leyndarmál heimskuleg.

Þorsteinn Briem, 12.6.2009 kl. 10:31

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Besta ráðið er einfaldlega að hafa ekkert að fela!

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2009 kl. 10:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvelt fyrir alla Reykvíkinga að hittast á Mokka og kjafta þar um sín "leyndarmál", í stað  þess að blaðra um þau í símann.

Í Reykjavík var til skamms tíma stöðugur "samsláttur" í símalínum og sveitasímar voru meira og minna hleraðir af forvitnum sveitungum.

Þorsteinn Briem, 12.6.2009 kl. 10:56

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þrjár næstu athugasemdirnar hér fyrir ofan lýsa vel því hve Íslendingar eiga betur með að sætta sig við Stóra bróður en margir aðrir.

Ómar Ragnarsson, 12.6.2009 kl. 11:29

7 identicon

Ómar, hárrétt sem þú segir um komment Steina og Guðmundar. Ég hef fullan rétt á að vera "heimskur" og ég hef fullan rétt á að hafa "leyndarmál."

Það eru yfirvöld sem hafa ENGAN RÉTT til að hlera og skerða friðhelgi mína.

Við höfum ekki hugmynd hverning hleranir eru notaðar bak við tjöldin til að hafa áhrif á gang viðskipta og stjórnmála. Ef við borgararnir sjáum ekki skaðann í þessu misnoti valds þá er ekkert sem heldur því aftur.

Ef við erum kærulausir um okkar friðhelgi erum við kannski kærulausir líka um okkar, segjum, bankamál?

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 12:24

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir vita að mjög auðvelt hefur verið að hlera síma hérlendis og því heimskulegt að blaðra um leyndarmál í síma.

Þetta eru nú ekki ný sannindi og hefur ekkert með Stóra bróður að gera, strákar mínir.

Bæði hér og erlendis hafa menn sett upp litlar myndavélar á salernum og fylgst þar með fólki. Þið viljið kannski halda því fram að ég mæli því bót?!

Þorsteinn Briem, 12.6.2009 kl. 13:28

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eina konan sem ég kannast við og á sér ennþá leyndarmál er Móna Lísa.

Hinar hafa allar leyst frá skjóðunni í hinum og þessum bakgörðum á leiðinni heim frá barnum.

En Moan-a Lisa fær sér vindil og Visa og verður mín farsímaskvísa.

Þorsteinn Briem, 12.6.2009 kl. 18:18

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn vill njósna um mig.

Ég er ekki nógu merkilegur ...

Þorsteinn Briem, 12.6.2009 kl. 20:24

11 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Ómar.

Það er rétt sem þú segir að þessa hluti eigum við eftir að gera upp. Ætli doðinn sé ekki tilkominn út af því að fólk hefur ekki haft neina von um að það tækist að ná fram rannsókn um þessa hluti. Vonandi er eitthvað að breytast í þeim efnum. 

Ólafur Eiríksson, 12.6.2009 kl. 20:50

12 identicon

Kosningamaddamman sem gerði stórt í kjörklefanum Vildi láta njósna um sig. Sumum er ekkert heilagt.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 21:43

13 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Að mínu mati er símahlerunarhneykslið hér á Íslandi kolsvartur blettur. Það er nokkuð ljóst að því linnti ekki á árinu 1969. Sömuleiðis hlýtur það að vera mörkum landráðs þegar viðkomandi "njósnari/stjórnvöld" leki síðan upplýsingum til erlendra aðila um skoðanir viðkomandi. Ég er allavega handviss um að slíkt hafi viðgengist. Hvort það hafi verið yfirlýst stefna er svo annað mál.

Andrés Kristjánsson, 12.6.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband