14.6.2009 | 02:45
Endurreist eins Þjóðleikhús á nýjum stað.
Þjóðleikhúsið, það er að hrynja. /
Þar molnar steypan og listvinir stynja. /
En það er ein leið út úr þessari ósvinnu /
og það er að reisa það aftur - úr tinnu.
Þessi vísa varð til þegar þetta mál kom fyrst upp og þegar farið er með hana heyrist ekki hvort síðasta orðið i henni er ritað með litlum eða stórum upphafsstaf.
Ég hef áður bloggað um það að einn helsti kunnáttumaður okkar um viðhald og endurbyggingu húsa telur að það borgi sig ekki að púkka upp á Þjóðleikhúsið á þeim stað þar sem það stendur ónýtt núna, heldur eigi að endurreisa það á nýjum og betri stað þar sem þetta mesta stolt Guðjóns Samúelssonar fær loks að njóta sín.
Vegna þess að húsið stóð lokað en óupphitað í tólf ár fór það svo illa að því verður ekki bjargað.
Húsinu var holað niður í þrengslum á milli annarra húsa í stað þess að velja því stað þar sem það nýtur sín jafnvel og til dæmis Hallgrímskirkja, Perlan eða komandi tónlistarhús.
Meðan nýja Þjóðleikhúsið rís má halda áfram starfsemi í því gamla eins og unnt er til að stytta þann tíma sem leihúsið er ekki starfandi.
Þegar hið endurreista hús er síðan fullgert, ætti að rífa núverendi hús og nota lóðina á skynsamlegan hátt.
Þessa leið hefði átt að fara strax í upphafi þegar þetta vandamál kom upp og enn er ekki of seint að hafa þennan hátt á og horfa langt fram í stað skammtímalausna.
Athugasemdir
Þetta er frábær hugmynd eins og Ómars er von og vísa. Til viðbótar þarf að tryggja að framkvæmdatími verði sem styttstur til að halda kostnaði í lágmarki.
Sverrir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 05:36
Hið nýja og endurgerða hús þyrfti að vera með tilskildum breytingum og viðbyggingu til að standst nútíma kröfur sem gerðar eru til leikhúsa.
Ég trúi ekki öðru en að slíkt sé hægt. Bendi til dæmis á gömul leikhús og óperuhús um alla Evrópu sem eru starfrækt þrátt fyrir háan aldur.
Endurreisn Þjóðleikhússins gæti haldist í hendur við endurgerð Ártúnshverfisins sem er ójákvæmileg með tilliti til þess að í nútíð og framtíð er þetta hverfi við stærstu krossgötur landsins, sem eru allt svæðið í kringum Elliðaárdal.
Þjóðleikhúsið gæti staðið á brekkubrún Artúnsbrekkunnar, en þar norður af er malarvinnslusvæði sem hlýtur að þurfa að þoka fyrir nýjum mannvirkjum sem hæfa nýju glæsilegu hverfi mikiilvægra þónustubygginga.
Ómar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 12:28
Mér finnst mér alltof mikið látið með 101 og þar í kring.Reykjavíkursvæðið flokkast frekar undir "krossfisk"(" Kóngulóarvefir"eru t.d London eða Moskva)Mikilvægustu skólum og menningarstofnunum er fundin staður á vesturarmi krossfisksins.Hvað með miðju krossfisksins eins og Geirsnef og Súðavog og fleiri staði sem eru nær miðju "krossfisksins".Geirsnef og Súðavogur eru í raun með flottustu og best staðsettu lóðum Reykjavíkursvæðisins.
Hörður Halldórsson, 14.6.2009 kl. 13:39
Mér skilst að það sé búið að komast fyrir helstu galla í burðarverki Þjóðleikhússins það kom fram hjá þjóðleikhússtjóra í gær á vísi.is.
Annars væri flottast að fá leikhús við voginn einsg Hörður Halldórsson stingur upp á.
María Kristjánsdóttir, 14.6.2009 kl. 14:46
Nei, það á að loka Þjóðleikhúsinu og hætta að moka peningum í þetta listapakk. Síðar meir, ef einhver hefur áhuga, getur hann keypt Þjóðleikhúsið og gert úr því leikhús, einkarekið og án ríkisstyrkja.
Það blóðugt að horfa upp á skattpeningana hverfa ofan í afæturnar og liðleskjurnar sem kalla sig listamenn, en sem telja sig of merkilega til að vinna fyrir sér.
Við værum betra og kröftugara samfélag ef við gætum losnað við þessa áskrifendur að skattfé hið snarasta.
Liberal, 14.6.2009 kl. 14:52
Það eru nú áttatíu ár frá því grunnur var tekinn að Þjóðleikhúsinu og Ómar Ragnarsson verður að öllum líkindum kominn undir græna torfu nokkrum öldum áður en það verður rifið:
Stendur ekki til að loka Þjóðleikhúsinu
Þorsteinn Briem, 14.6.2009 kl. 16:13
Rífa þennan kofa og láta þá starfsemi sem þar er núna flytjast yfir í tónlistarhúsið.
Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 16:27
Flest í þessari skýrslu, sem er auðvitað frá háskólalærðum, er hrein lygi. Sagt er að tækjabúnaður hússins sé lélegur vegna aldurs. Ég hafði umsjón árið 1992 með uppsetningu á nýjum tækjabúnaði hússins.
Sagt er að undirstaða hússins sé léleg, hún þoldi margar dýnamitsprengingar þegar hljómsveitagryfjan var dýpkuð, húsið er grundvallað á klöpp. Sagt er að járnabindingin sé tærð og léleg, steypa hússins sækir ekki styrk sinn í járnabindingu. Mikið af gólfum var rifið með stórvirkum brothömrum, ekki ein einasta sprunga kom í loftið þrátt fyrir sprengingar og brotvélar innanhúss. Húsið var endurbyggt 1992 af síðustu iðnaðarmönnum á Íslandi margir verkfræðingar sem stóðu að endurhönnun hússins voru líka iðnaðarmenn. Húsið var líka upphaflega byggt að iðnaðarmönnum og húsameisturum.
Reka ætti allt háskólafólk sem útskrifaðist eftir 1995 í vinnubúðir, það er það fólk sem kom vesturlöndum á hausinn.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.6.2009 kl. 19:37
"Telja sig of merkilega til að vinna fyrir sér." Dæmigerður fordómafullur sleggjudómur, byggður á djúpri vanþekkingu.
Ómar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 21:59
"Steypa hússins sækir ekki styrk sinni í járnabindingu."
Það vill svo til að ég vann í þrjú ár sem járnamaður við byggingu tólf hæða blokkar í Laugarásnum og hef smá nasasjón af því hvert gildi járnabindingar er.
Í neðstu hæð hússins var járnabindingin 2-3 sinnum meiri en þegar ofar dró í húsið og vinnan við þá hæð tók tvöfalt lengri tíma en við hinar hæðirnar, meðal annars af þeim sökum.
Þjóðleikhúsið er það hátt hús að enginn þarf að segja mér að steypa hússins þurfi ekki að sækja styrk í járnabindingu.
Ómar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 22:05
"Steypa hússins sækir ekki styrk sinni í járnabindingu." Segi ég, það þýðir að veggir hússins sem eru 150 cm neðst og þykktin fer minnkandi sem ofar dregur, styrkurinn liggur í þykktinni. Loftaplata hússins og aðrar plötur eru að sjálfsögðu járnbundnar með rúnnjárni svo og stuðlabergsloftið sem er ekki með eina einustu sprungu þrátt fyrir það sem gekk á 1992 og tvo Suðurlandsskjálfta. Húsið er langt frá því að hrynja.
Má ég að lokum benda á að þetta er allt saman misskilningur nefnd skýrsla er frá árinu 2005 og síðan hefur amk. verið rækilega gert húsið að utan. Það hefur aldrei verið í betra ástandi ekki einusinni á vígsludegi.
Já, það var eins gott að blokkirnar í Sólheimunum voru rækilega járnbundnar vegna þess að íslensk steinsteypa var ekki uppá marga fiska þá. En íslensk steinsteypa er í dag með þeim bestu í heimi sem er að þakka Steinsteypufélagi Íslands og forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins. Landsvirkjun er farin að nota íslenskt sement. Ráðhús Reykjavíkur er ekki steypt úr íslensku sementi, ástæðan? Það var ekki í réttum lit!!! Trúi nú hver sem vill. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti að hratið var nógu gott í Landann.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.6.2009 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.