15.6.2009 | 07:16
Magnús Scheving gerði þetta líka.
Það blæs ekki byrlega fyrir mitt lið, Fram, um þessar mundir í fótboltanum. Nú verða mínir menn að fara að taka sig á ef þeir eiga ekki að lenda á kunnuglegum slóðum frá því fyrir nokkrum árum í deildinni.
Innköst Steinþórs Þorsteinssonar hjá Stjörnunni eru frábær, jafnast á við spyrnu hvað snertir hæð, lengd og nákvæmni.
Hann er þó ekki sá fyrsti sem þetta gerir. Í Stjörnuliðinu mínu svonefnda tók Magnús Scheving svona innköst yfir endilangan eða þveran völlinn eftir atvikum hér á árum áður og vakti gríðarlega lukku á hinu fjölmenna árlega Shellmóti í Vestmannaeyjum.
Magnús lumaði auk þess að ýmsum öðrum stórkostlegum óhefðbundnum brögðum í knattspyrnunni.
Raunar væru uppátæki Stjörnuliðsmanna í gegnum ári efni í hluta úr bók, svo marga skemmtilegar og óvenjulegar kúnstir gerðu þeir oft á tíðum.
Frábær sigur Stjörnunnar á Fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 07:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.