"Tær viðskiptasnilld": Gróðavænleg vandræði.

Icesave-sjóðirnir voru "tær viðskiptasnilld" að sögn Sigurjóns Þ. Árnasonar í sjónvarpsviðtali. Orð sem munu lifa og fá nýtt líf aftur og aftur.

Svipað má líklegast segja um lán hans hjá séreignalífeyrissjóðnum.

Þegar Kárahnjúkavirkjun stóð tæpt vegna þess að óvíst var hvort og hvernig yrði hægt að bora í gegnum mikið misgengissvæði sem menn höfðu leynt fram að því lýstu tveir snjallir bankamenn því fyrir mér hve þessir erfiðleikar gætu orðið hagstæðir fyrir þann banka sem Landsvirkjun skipti við.

Annar þeirra sagði við mig þessa dásamlegu setningu: Því verr sem virkjunin gengur, því meira græðir sá banki sem fjármagnar hana."

Það væri vegna þess að virkjunin væri ríkistryggð og því tæki bankinn enga áhættu, gæti ekkert annað en grætt, hvernig sem allt færi.

Bankinn myndi græða mest á því að standa að því að redda Landsvirkjun um neyðarlán á háum vöxtum þegar í harðbakkan slægi.

Ég hef traustar heimildir fyrir einu dæmi um þetta. Það var neyðarfundur sem haldinn var að morgni dags þar sem bjarga þurfti sjö milljörðum króna innan klukkstundar.

Þetta var um svipað leyti og illa gekk fyrir austan.

Já, þau eru mörg dæmin um "tæra viðskiptasnilld" sem nú eru að koma í ljós. Eitt besta dæmið finnst mér það sem felst í þessu: Því verr sem lántakanum gengur, því meira græðir bankinn sem lánar honum. "Tær viðskiptasnilld." 


mbl.is Fékk 70 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar minn, þú ert búinn að skrifa Icesafe hér á blogginu í nokkra mánuði.

Icesave er það, elsku kallinn minn.

Jöklabréfin eru hins vegar "Icesafe".

Þorsteinn Briem, 15.6.2009 kl. 09:09

2 identicon

Hárrétt analýsa eins og svo oft hjá þér. Þú hefur bent á sannleikann svo lengi, svo lengi og því miður hlustaði enginn.

Hárrétt en hryllilegt. Við verðum, því miður, að halda áfram að tala og skrifa um þessa hörmung. Við megum ekki sofa á vaktinni.

Ef eitthvað er siðleysi þá er það þetta sem þú lýsir. 

Er mögulegt að þetta siðleysi fái að grassera áfram í nýjum búningi, á nýjum stöðum, jafnvel í háskólakennslu. Hvar eru þolmörkin hjá okkur. Höfum við svona lélegan kompáss fyrir siðferðið, er siðferðisvitund okkar alveg dofin?

Kæri Ómar, haltu áfram - við verðum að halda áfram að leita að sannleikanum!

Sigrún (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:38

3 identicon

Tær snilld:

 http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/896866/

Rómverji (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:41

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Steini minn. Ég breyti þessu þegar í stað og þetta kemur ekki fyrir aftur.

Bendi á að í áttblöðungnum "Íslands þúsund ár" fjallaði ég um það sem er í þessum bloggpistli en kom greinilega fram með þetta þremur árum of fljótt.

Ómar Ragnarsson, 15.6.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband