16.6.2009 | 21:40
Búa til útskrift af því sem máli skiptir.
Snerran milli þingforseta og þingmanns í dag er áhugaverð. En spurningunni um það hvort þingmaðurinn fór út fyrir umræðuefnið eða ekki og hvort þingforseti fór út fyrir valdsvið sitt eða ekki er erfitt að svara nema að hafa bæði tölu hans fyrir sér á blaði og nógu mikið af ræðum annarra þingmanna til þess að átta sig á þessu.
Kannski fer einhver blaðamaður ofan í saumana á þessu. Það væri fróðlegt að geta fengið nógu miklar upplýsingar til þess að geta myndað sér skoðun um þetta.
Einleikur forseta á bjöllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar var þessi bjalla þegar Árni Johnsen vitleysingur var að syngja í pontu? Þá var ástæða til að stoppa fíflaganginn.
Sigurgeir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:01
Hlusta
Þorsteinn Briem, 16.6.2009 kl. 22:52
Verð að viðurkenna að ég er nú ekki oft sammála samfylkingunni en það kemur þó fyrir og í þessu máli var ég algjörlega sammála forseta þingsins. Mér er í raun alveg sama þó að fyrri forsetar þingsins hafi leyft þinmönnum að komast upp með allskonar vitleysu undir liðnum fundarsköp forseta þá er bara kominn tími til að stoppa það og fara að einbeita sér að því sem máli skiptir. Skil reyndar ekki ennþá hvernig framsóknarflokknum tókst að lifa af síðustu kosningar en það er nú annað mál.
Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 07:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.