16.6.2009 | 23:13
Kanarnir klikka ekki.
Roosevelt, Eisenhover og Kennedy voru Bandaríkjaforsetar sem voru ótrúir konum sínum. Ef það hefði verið á almanna vitorði meðan á því stóð hefði allt orðið vitlaust vestra. En þetta komst ekki upp fyrr en eftir á og að sjálfsögðu hefur þetta ekki haft nein áhrif á mat fólks á þessum forsetum.
En kanarnir klikka ekki í skinhelginni eins og sést af máli öldungardeildarþingmannsins í Nevada. Sams konar mál myndu ekki valda miklu fjaðrafoki í Evrópulöndum þar sem beðmálum er ekki blandað saman við störf manna.
Ég hef áður minnst á blaðamannafund Mitterands forseta Frakklands þar sem nýliði í blaðamannastétt hélt að hann væri með þrumuspurningu þegar hann spurði forsetann: "Er það rétt að þú eigir hjákonu? " "Já," svaraði forsetinn, leit yfir salinn og sagði: "næsta spurning."
Annar blaðamaður kom með næstu spurningu og málið var dautt.
Bandarískur þingmaður viðurkennir framhjáhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar,
þú ert of dómharður á vini okkar, Ameríkanana. Ameríkanar gera kröfur til að forystumenn sínir og konur séu "truthful og trusworthy." Ameríkanar hafa fattað, að sá maður sem svíkur sína eiginkonu er líklegur til að svíkja aðra. Ef hann lýgur um það þá lýgur hann sennilega um flest annað. Þingmaður sem er uppvís af slíku á í vök að verjast. Hann verður að biðja sér griða eða hann verður settur af. Sem ég virði Kannann verulega fyrir.
Einu sinni áttu þeir forseta sem braut lög. Þeir sendu hann heim með skömm. Við Íslendingar getum svo sem sett okkur á háan hest. En við megum líka læra af þessu.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 01:52
Mig grunar nú að Ómar sé mikil reynslubolti þegar kemur að skemmtanahaldi Íslendinga og líklega orðið vitni að mörgu furðulegu framhjáhaldinu og uppáferðum á ferð sinni um landið. Svo líklega þekkir hann hegðun landans betur að þessu leiti en flestir.
Spurning um að gefa út Stikluþátt um þetta áhugaverða málefni!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.6.2009 kl. 09:20
Aðalmálið er náttúrulega víðfræg hræsni amerískra stjórnmálamanna og þá sérstaklega republíkana. Umræddur þingmaður þyktist tam vera endurfæddur sem kristinn maður, skoraði á Clinton að segja af sér vegna Lewinsky hneykslisins, er í fararbroddi þeirra sem vilja standa vörð um fjölskylduna og "amerísk gildi" (hvur fjandinn sem það nú eiginlega er, sennilega engin þjóð sem er eins langt frá því að eiga nokkur raunveruleg gildi) og fleira. Honum finnst hann hinsvegar ekki þurfa að segja af sér vegna málsins þó svo hann hafi skorað á Clinton að gera það....
Nostradamus, 17.6.2009 kl. 12:10
Fjöldi þeirra atvika í einkalífinu þar sem farið er út af sporinu er einfaldlega svo mikill og fyrirbærið svo algengt að löggjafinn hefur sem betur fer ekki sett um það lög eða reglur sem gera það refsivert að halda framhjá.
Það er einfaldlega óskynsamlegt að blanda því saman við það hvernig menn stunda opinber störf.
Ég sé einfaldlega ekki hvað það kom öðrum við en Hillary Clinton hvað þau Bill og Monika voru að bralla.
Á hinn bóginn má auka kröfurnar varðandi sannsögli íslenskra stjórnmálamanna um það sem þeir eru fást við fyrir hönd þjóðarinnar og setja siðareglur sem geta minnkað landlæga spillingu í hinu íslenska þjóðfélagi fámennis, kunningja- og ættartengsla.
Ómar Ragnarsson, 17.6.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.