"Rignir oftar en 17. júní."

Jónas Guðmundsson stýrimaður skrifaði skemmtilegan pistil eitt sinn um þá áráttu Íslendinga að sækjast eftir útihátíðum í því landi Evrópu þar sem sumarið er langkaldast og þar að auki vætusamt.

Þetta þótti Jónasi vitna um fádæma bjartsýni þjóðarinnar. "Það er eins og menn haldi að það rigni aldrei nema 17. júní."

Dagurinn hefur oft verið annasamur hjá mér síðustu hálfa öld. Síðan 2002 hefur það bæst við hjá mér að taka þátt í skrúðakstri Fornbílaklúbbsins í viðbót við skemmtidagskrá einhvers staðar. Meðal þess sem ég hyggst gera á Arnarhóli í dag er að frumflytja lag sem heitir "Þjóðhátíðardagur" þar sem allir geta tekið undir viðlagið á auðlærðan hátt.

Textinn er svona í augnablikinu:

ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR.

Blöðrur og fánar. "Öxar við ána" /
allir syngja hátt. /
Á götunum í kvöld er dansað dátt. /
Fólkið safnast saman. Grínarar með gaman. /
Gítarspil og dans, /
rellur, kandífloss og milljón manns. /

Því nú er þjóðhátíðardagur, þjóðhátíðardagur, /
þjóðhátíðardagur, þjóðhátíðardagur, /
þjóðhátíð og allir skemmta sér. /

Því nú er þjóðhátíðardagur, þjóðhátíðardagur, /
þjóðhátíðardagur, þjóðhátíðardagur /
þjóðhátíð og stuð hjá mér og þér. /

Blómsveigur að stalli. Þá brosir styttukallinn /
og blikkar auganu /
og Fjallkonan er fín í tauinu. /
Nú mun aukast spikið því að mjög svo mikið /
er magn munaðarins: /
nammi, kökur, pylsa, kók og Prins. /

Því nú er þjóðhátíðardagur, þjóðhátíðardagur, /
þjóðhátíðardagur, þjóðhátíðardagur. /
Jonni Sig. á afmæli í dag. /
ÞJóðhátíðardagur, þjóðhátíðardagur, /
þjóðhátíðardagur, þjóðhátíðardagur /
Þess vegna við syngjum þetta lag. /

Já, er til nokkuð sérstakara og þjóðlegara á Íslandi síðustu hálfa öld en "kók og Prins"?
Gleðilega hátíð !


mbl.is Rigningu eða skúrum spáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega hátíð  og góða skemmtun félagi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sumar á Íslandi er kalt en ekki vætusamt alls staðar. Viða í dölum fyrir norðan er þurrviðrasamt. En þar sem er vætusamast eru þó helmingur eða sums staðar eitthvað minna allra daga þurrir. Það er gaman að svona afdráttarlausum yfirlýsingum skemmtilegra manna eins og Jónasar Guðmundssonar en það má ekki taka þau alvarlega af því að þau eru hreinlega ekki rétt. Eins og allir þekkja er oft ágætis veður á sumrin og vel hægt að hafa útiksmemmtanir en stundum ekki. Þannig er það líka í öllum löndum Norður-Evrópu. Hver man ekki efir Óðinsvéahátíðinni þegar allt var eitt drullusvað vegna rigninga. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2009 kl. 11:55

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hróarskeldu átti þetta að vera.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband