17.6.2009 | 23:58
Ef þetta hefði verið nauðsynlegt atriði í kvikmynd ?
Ef atvikið á Álftanesinu hefði verið atriði í kvikmynd og kostað tugi milljóna hefði það verið metið hvort rétt hefði verið að verja þessu fé með tilliti til þess gildis sem það hefði fyrir kvikmyndina og áhrif hennar. Þetta verða kvikmyndagerðarmenn oft að meta og vega saman kostnað við atriðið og gildi áhrifa þess.
Ef áhrifin eru nógu mikilsverð og verðmæt er hægt að réttlæta kostnaðinn. Verknaðurinn á Álftanesi var í sjálfu sér refsiverður og talsverð verðmæti voru eyðilögð, verðmæti, sem maðurinn átti ekki lengur á pappírnum, þótt kannski hafi verið um afrakstur ævistarfs hans að ræða.
Um slíkt gilda lög og við þessu liggja viðurlög.
Það blasir líka við að fari allir þeir, sem eru í sömu sporum og húseigandinn örvæntingarfulli á Álftanesi, að standa fyrir samskonar eyðileggingu, verður það tjón ekki réttlætanlegt.
Ég held samt, að þegar fram líða stundir, verði myndir og umfjöllunun um þennan einstæða atburð mögnuð heimild um þessa tíma eyðileggingarinnar og tjónsins sem við lifum, - eyðileggingar og tjóns þar sem talað er um upphæðir sem eru mörg þúsund sinnum stærri en verðmæti íbúðarhúss á Álftanesi.
Mig grunar raunar, að þegar tímar líði fram verði þessi heimild margfalt verðmætari en sem nam peningalegu tjóni af verknaðinum.
Bankinn fékk ekki lyklana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála!
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.6.2009 kl. 00:11
Var ekki Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að tala um greiðluaðlögun fyrir fólk í vanda væri komin á eða var hún að meina að fólki stæði til boða að láta bera sig út úr húsinu ef það gæti ekki borgað eins og dæmið var sett fram í upphafi leiks? Þessi ríkisstjórn er að mála sig út í horn á sínu eigin bragði sýnist mér.Afhverju er ekki umræða um það að það séu til lög um nauðungarsamninga og ef það gengur ekki að fá tiltekinn fjölda kröfuhafa til að samþykkja slíkt getur verið best fyrir viðkomandi að óska sjálfur eftir gjaldþrotameðferð sem kostar kannski um 150 þúsund sem getur verið þess virði að vera laus úr dæmi sem ekki er hægt að reikna til enda sem gerið það að verkum að andlega hliðin gefur sig Það er betra að vera gjaldþrota einstaklingur í dag á Íslandi í staðin fyrir að sitja í eign á sínu nafni í vonlausri stöðu í marga áratugi. Óvissan til lengri tíma í þessari stöðu er vonlaust ástand fyrir barnafjöldskyldur sem dæmi. Maður í þessari stöðu með mikla ábyrgðarkennd er hætt við að heilsan gefi sig að lokum sem er bara eðlilegt
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 00:32
Skuldaborg heimilanna er rétta orðið, ekki skjaldborg, almenningur skal borga með blóð svita og tárum og vinna baki brotnu þangað til það drepst fyrir sukk og svínarí fjárglæframanna sem SF og VG ver með kjafti og klóm, þessir 2 flokkar eru landráðsflokkar. Ef fólki fannst það mæta hörku þegar það pipar og gasi var úðað á það eins og enginn væri morgundagurinn í mótmælum í vetur þá verður tekið ennþá harðara á þeim núna, gott dæmi er þegar nokkrir voru með borgaralega óhlýðni um daginn, því var stungið í steininn, kommar eru ekki þekktir fyrir lýðræði og láta enga koma sér frá völdum, guð blessi Ísland og fordæmi komma.
Þetta var virkilega táknrænt og dagurinn 17 júní fullkominn og er komið á spjöld sögunar sem mestu og dýrustu mótmæli einstaklings fyrr(en kannski ekki síðar því kannski eigum við eftir að sjá meira af svona) Ísland lengi lifi, húrra, húrra húrra. "Nú jæja, ætlarðu ekki að fella niður eitthvað af þessum lánum? ok þú um það, augnablik meðan ég hringi eitt símtal *hringj* já er þetta skurðgröfuþjónusta Jónasar ? já mig vantar öfluga skurðgröfu"
Fyrir rif
og eftir rif
Sævar Einarsson, 18.6.2009 kl. 01:32
Næst verður farið með skurðgröfuna á Bessastaði.
Og eftir stendur presidentinn á hlaðinu með nýsoðna ýsu og kartöflur.
Matvælaöryggið farið.
Gleymdist að splæsa fálkaorðu í dag á Jónas á skurðgröfunni.
Hann er reiður ...
Þorsteinn Briem, 18.6.2009 kl. 02:56
Góður Ómar...skemmtilega sett upp, ég hef einmitt verið að velta menningarlegu og sögulegu gildi þessa gjörnings fyrir mér.
Hér
http://gustichef.blog.is/blog/gustichef/entry/898459/
og hér
http://gustichef.blog.is/blog/gustichef/entry/898459/
Hver veit? Nú er mikilsmetinn listamaður á Akureyri sem gegnur undir nafninu Óli póstræningi, sá mæti maður selur í dag málverk um allann heim fyrir milljónir, það hefðu ekki allir séð í hendi sér fyrir mörgum árum. Rusla dagsins í dag geta verið verðmæti morgundagsins og öfugt. Hetjur verða skúrkar yfir nótt og skúrkar slökkva elda í Kardimommubænum, allt getur gerst.
Einhver Ágúst, 18.6.2009 kl. 08:27
Tjónið sem þessi maður olli þjóðfélaginu er lítið miða við hið raunverulega tjón sem örfáir aðilar hafa náð að valda þjóð sinni. Borgaraleg mótmæli þar sem velt er við nokkrum bíldruslum og kveikt er í nokkrum húskofum er oft það sem þarf til til að A4 liðið hrökkvi í gírinn og fari að hugsa sitt ráð. Slíkt tjón kann að vera smávægilegt samanborið við önnur og stærri tjón sem stjórnvöld ná að valda með sofandahætti sínum og hroka.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.6.2009 kl. 09:56
Tjónið sem þessi maður olli þjóðfélaginu er ekkert, gjörðir hans er ljósglæta í auðvaldsmyrkrinu, legg hiklaust til að aðrir sem lenda undir hamrinum geri slíkt hið sama eða svipað, þvi að mínu mati er aldrei réttlætanlegt að taka heimili fólks af þvi, ef lánastofnanir sýndu raunverulegan sveigjanleika og að þær væru tilbúnar að hjálpa fólki að leysa vanda sinn þá kæmi svona ekki til.
Það eru sömu glæpahundarnir sem eiga þessar fjármálastofnanir og settu landið á hausinn.
Virðingarleysi fjármálastofnana fyrir fólki er að mínu mati viðbjóður, og eiga þær ekkert gott skilið.
Steinar Immanúel Sörensson, 18.6.2009 kl. 12:16
Mikið er ég ósammála þessari röksemdarfærslu, þ.e. að þetta sé verðmæt heimild um þá tíma sem við lifum í dag. Það hefði mátt koma í veg fyrir þessa framkvæmd með því að kalla lögreglu til strax og koma þannig í veg fyrir að maðurinn eyðilegði verðmæti og skaðaði sjálfan sig meira en orðið var. Mér finnst að þeir aðilar sem fengnir voru til að taka myndir af verknaðinum hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi og algjört vanhæfi til að bregðast við aðstæðum. Þarna eru þeir í raun að aðstoða manninn við að skaða sjálfan sig og eyðileggja verðmæti.
Eyðilegging og tjón þess tíma sem við lifum er aldrei meiri en við látum verða. Er ekki nær að taka höndum saman og byggja upp í stað þess að rífa niður.
Vitrir menn hefðu kallað til lögreglu um leið og þeir fengu upplýsingar um hvað átti að gerast. Vitrir menn hefðu komið í veg fyrir eyðileggingu. Vitrir menn hefðu kallað til hjálp handa manninu svo hægt væri að byggja hann upp.
Hugur minn er hjá þessum ólánsama manni og fjölskyldu hans og ég vona að þau fái stuðning og styrk til að halda áfram. Ég held að það hljóti að liggja mikil örvænting og angist á bakvið verknað sem þennan. Ég hinsvegar er algerlega mótfallinn hegðun sem þessari, að eyðileggja verðmæti.
Andrea K. Jónsdótir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 12:48
Gæti þessi maður átt yfir höfði sér 6 ára fangelsisdóm? Hversu langan dóm skyldu útrásarvíkingarnir fá fyrir að koma þúsundum íslendinga í gjaldþrot????? Það þarf líklega að ná í þá fyrst og það virðist lítill áhugi vera á því hjá yfirvöldum.Já það eru margir reiðir.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 15:24
Já en sérðu ekki Andrea að Ómar "grunar" hann fer afar varlega í að fullyrða nokkuð og er bara að velta hlutunum fyrir sér, held nú að þú sért afar fljót til til að verða viðkvæm fyrir hönd mannsins og fjölskyldu hanns, eða sein ef við lítum á það þannig.
Mér skilst nú að það hafi mjög fljótlega verið hringt á lögregluna og að gjörningurinn hafi bara tekið 10-15 mínútur og það er svona líka mikið styttra en viðbragðsflýtir lögreglu yfirleitt, og að saka myndatökumennina um meðsekt er nú bara skrítið, er þá Ómar meðsekur í að við höfum brosað að Gíslá á Uppsölum og á Kárhnjúkavirkjun, þar sem hann eyddí ófáum dögum í að taka upp glæpinn?
Vanhæfi kvikmyndargerðamanna til að taka á hverju? Þeir voru boðaðir á staðinn til að taka upp og gerðu það, þeir þurftu ekkert að vera hæfir til neins annars.
Fyrir utan það eru nú engin stórkostleg menningarleg verðmæti horfin með einhverju einingarhúsi og einum BMW í holu.
Og kannksi finnst þér allt í lagi að bankarnir hirði ævistarf manna á þessum tímum, þarsem "eyðileggingin er ekki meiri en við vilju láta vera"?
Einhver Ágúst, 18.6.2009 kl. 16:27
Kannski verða þessar myndir upphaf eða endir á einhverri kvikmynd framtíðarinar.
Offari, 18.6.2009 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.