21.6.2009 | 21:21
"Það er gott að..." - 3ja vísa.
Nýjar fréttir berast jafnvel með nokkurra mínútna millibili frá Kópavogi. Orðið dótturfyrirtæki hefur nú öðlast nýja merkingu í íslensku máli.
Hér kemur þriðja vísan í fréttasagnabálkinum, í viðbót við þær tvær sem komu fyrr í dag og voru bloggaðar í hádeginu.
Þessi vísa varð til þegar margumrædd viðskipti bæjarins komust í hámæli og sem fyrr skal lesa síðustu hendinguna með djúpri röddu í gegnum rör:
Út af dótturmálum hópar heyja
hörkuslag, - það er sem bærinn logi.
Gunnar nú um það vill þetta segja:
"Það er gott að eiga pabba´í Kópavogi.
Framsókn leggst undir feld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikid assgoti ert thu hagmaeltur Omar :-)
Mikid er gaman af thessum visum thinum ur Kopavoginum.
Bestu kvedjur
Islendingur (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 22:37
Kópavogsins vandamál
virðis aukast núna
Ómars vekur vísnasál
og vanrkir þá frúna.
Offari, 21.6.2009 kl. 23:04
Verður nú ekki hreinlega að fara að sækja Leoncy "heim" ?
Á nokkur heitari Kópavogsbrag en hún ?
Nema ef vera skyldi þú Ómar.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.6.2009 kl. 01:34
Gunnar bara gerði eins og fjöldinn
Gekk út með sinn „kjölturakka“ á kvöldin
Ef dilla tók hann rófu
dömurnar þá hófu
að dansa við hann nett, á bak við tjöldin.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 05:21
Þótt hælbítar af hörku að mér sæki
Var helber lýgi að bæjarsjóður læki.
Fagna heldur ber
að Frjáls miðlun hún er
frekar, svona, dótturfyrirtæki
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 07:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.