Óbeinn kostnaður af gervigrasinu.

Ég var að koma frá sérfræðingi í fótaaðgerðum. Við ræddum um afleiðingar slæmrar meðferðar á fótum vegna ofreynslu á hné, ökkla og mjaðmir, einkum hné.

Hann sagði mér að með tilkomu gervigrasvallanna hefði tíðni meiðsla og slits í þessum liðum farið mjög vaxandi og greinilegt væri að þarna væri samband á milli.

Fróðlegt væri ef úttekt yrði gerð á þessu. Fyrir utan þjáningar og vinnutap væri hugsanlega hægt að slá á það hvað óhæfileg notkun þessara valla kostaði þjóðfélagið í beinhörðum peningum sem fara forgörðum í heilbrigðis- og tryggingarkerfinu.

Hreyfing og íþróttir eru bráðnauðsynlegar og mikils virði fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði. En það er líklega ekki sama hvernig þær eru stundaðar. Það er mikilvægt að allar hliðar þess máls séu skoðaðar vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Knattspyrnuhallirnar eru víða, t.d. í Noregi. Er eitthvað svipað upp á teningnum þar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 16:51

2 identicon

Er ekki hugsanlegt að knattspyrnuiðkun hafi hreinlega aukist með tilkomu gervigrassins, einkum hjá miðaldra áhugamönnum, sem eru viðkvæmari fyrir hnjaski? Þarf ekki að hafa neitt með gervigrasið sjálft að gera.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 17:15

3 identicon

Hérna í Færeyjum eru nær eingöngu gervigrasvellir, bæði stórir og litlir. Allar fótboltaæfingar og leikir eru spilaðir á þessu í öllum aldurshópum, og einnig í bestu deild.

veit ekki til þess að knattiðkendur séu mikið meiddir, reyndar hef ég ekkert fyrir mér í því.

þarf fólk ekki bara að "læra" að spila á gervigrasi. Maður þarf að passa sig aðeins meira...

Birnir Hauksson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 17:36

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Athyglisvert Ómar eins og allt sem þú vekur athygli á. Við eigum alltaf að hlusta á þá sem gera nýjar uppgötvanir og þú ert einn af þeim. Á því lærum við öll svo mikið.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.6.2009 kl. 18:57

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það eru ekki svo mörg ár síðan talað var um í mikilli alvöru að leggja hita og gervigras á Laugardalsvöllinn okkar. Gagnrýnisröddum var svarað þannig að besta gervigras sem til var yrði notað og væri það jafnvel betra en alvöru gras.

Sýnir kannski hvað þeir sem eru mestu spekingar í þessum málum hér heima eru langt á eftir því sem er að gerast erlendis.

S. Lúther Gestsson, 23.6.2009 kl. 19:08

6 identicon

Spurning líka Ómar hversu "up to date" þessar upplýsingar læknisins eru. Fyrstu gervigrasvellirnir voru lítið annað en græn stofuteppi og liðameiðsli voru verulega algeng á þeim, eitthvað af þeim völlum er líklega ennþá í notkun og viðhalda meiðslatíðninni. Eins þarf að vökva gervigrasvelli rétt til að þeir verði ekki eins stamir og ég veit að sums staðar átti það til að "gleymast" í sparnaðarskyni.

Væri áhugavert að heyra frá Færeyjum hvernig staðan er þar miðað við annars staðar. 

Gulli (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 20:27

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Veit nú ekki alveg hvort gervigrasið sé svo slæmt. Sjáðu hvað Stjörnunni gegnur vel. Annars er gervigras ekki sama og gervigras. Það þarf vökvun, og það tekur misjafnlega í. Fullyrðing eins læknis kaupi ég ekki alveg.

Sigurður Þorsteinsson, 23.6.2009 kl. 20:34

8 identicon

Lúther, ef ég man rétt var verið að ræða um svokallað "GrassMaster" sem er venjulegt gras styrkt með fíberþráðum þannig að hluti grassins er gervigras. Slíkt er notað á völlum eins og Anfield, Emirates Stadium, City of Manchester, Bernabéu og White Hart Lane svo ég nefni nú bara þá sem ég man eftir í augnablikinu.

Slíkt hefði verið gríðarleg framför fyrir vallarumsjón gæti ég trúað.

Gulli (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 20:36

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Getur vel verið að samhengi sér þarna á milli en það má ekki gleyma því að gerfigrös eru mjög misjöfn.

Brynjar Jóhannsson, 23.6.2009 kl. 21:57

10 identicon

Rétt er það að kostnaðurinn vegna slita á hné og mjaðmir er gífurlegar fyrir þjóðfélagið og fer vaxandi. En orsakavaldur númmer eitt er ekki gerfigras né annað gras, heldur yfirvigt þar sem mannskepnan étur of mikið og hreyfir sig lítið.  Græða á daginn og grilla of mikið á kvöldin. Think about it.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:04

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Maður sem dregur slíkar ályktanir er að öllum líkindum gervidoktor.

Eða grasalæknir.

Þorsteinn Briem, 23.6.2009 kl. 23:52

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

gerfigrasalæknir (Jens Guð)

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.6.2009 kl. 00:15

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég spilaði fótbolta árum saman bæði á möl og grasi en hef bara einu sinni verið slæmur í hné og það var eftir mikinn akstur frá Akureyri á útihátíð um verslunarmannahelgi.

Fékk svokallað vatn á milli liða, eða vodka í kóki, vegna helgarinnar og fór því til læknis á Akureyri til aftöppunar.

En bitti nú! Er þá ekki einhver afleysingakandidat að sunnan á stofunni og vill endilega fá að vita hjá hve mörgum stelpum undirritaður hafi sofið um helgina.

"Heldurðu að það hafi reynt mikið á hnéð?" spyr ég þá si sona.

"Þú gætir verið með sýfilis," segir þá drengurinn í hvíta sloppnum spekingslega.

Og því segi ég það: Ég gæti best trúað að Ómar Ragnarsson sé með sýfilis.

Þorsteinn Briem, 24.6.2009 kl. 01:23

14 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband