25.6.2009 | 12:48
Versta staðan síðan á 18. öld?
Íslendingar bjuggu nær eingöngu í torfbæjum á átjándu öld. Ráðandi öfl stóðu í vegi fyrir þéttbýlismyndun við sjávarsíðuna og umbótum í útgerð. Munurinn á húsakosti Íslendinga og nágrannaþjóðanna var æpandi.
En með byggingu fangelsis við Arnarhól, sem síðan var breytt í stjórnarráðshús, varð staða fangelsismála eitt af því fáa hér á landi sem hægt var að segja að nálgaðist stöðu mála í öðrum löndum hvað húsakost snerti.
Þess vegna er það athyglisvert ef húsakostur í fangelsismálum er nú kominn hinum megin í litrófið, - að verða það svið þjóðlífsins sem stendur ástandi í öðrum löndum mest að baki.
Hlutverk fangelsa á að vera að menn uppskeri eins og þeir hafa sáð og taki afleiðingum gjörða sinna. Að þeir séu undir eftirliti meðan þetta fer fram og öryggi borgaranna tryggt. Skortur á fangelisrými grefur að þessu leyti undan tilganginum, réttarríkinu og öryggi borgaranna.
En þetta kerfi dóma og refsinga á líka að gefa þeim, sem brotið hafa af sér, kost á bót og betrun, sér og þjóðfélaginu til heilla.
Það eru einföld mannrétttindi þeirra, sem þetta vilja og þetta gera af heilum hug, að þeir þurfi ekki að bíða eftir því að geta hafið afplánunina, jafnvel von út viti. Það getur ekki verið réttlæti í því að seinka þeim degi þar sem viðkomandi á þess kost að stíga út í lífið að nýju, nýr og betri maður, eftir að hann hefur sannanlega afplánað þá refsingu sem honum bar.
Það er heldur ekki viðunandi fyrir öryggi almennings að afbrotamenn gangi lausir vegna húsnæðisvandræða. Ástand mannréttinda er heldur ekki í lagi þegar svona er komið málum.
Við hljótum að geta gert betur en gert var á dögum Jóns Hreggviðssonar.
Alvarleg staða í fangelsum á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hélt að fyrirsögnin þín væri um það hvernig ástandið er eftir að Samfylkingin verður búin að knýja Icesave- nauðungarsamningana í gegn um Alþingi. Í alvöru, þess vegna sló ég á tengilinn í Blogg- gáttinni (sem er sniðug). Ég hugsaði með mér, já Ómar er traustur, lætur ekki flokkslínuna vaða yfir skynsemina!
Ívar Pálsson, 25.6.2009 kl. 14:18
Það er ekki svo að það vanti húsakost. Það standa auðar byggingar um alla Reykjavík sem mætti með smábreytingum nýta sem fangelsi. T.d við Reykjavíkurhöfn er að rísa risahús sem mætti nýta, einnig er þar stór garður niðurgrafinn sem mætti nota sem fanga garð eða dýflissu. Kunnugir segja að hljómburður muni verða góður í húsinu. Það mun líka vera eitt hús á lausu á Fríkirkjuvegi 11, held ég að númerið sé. Það væri kannski tilvalið fyrir komandi hvítflibbaglæpamenn.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 15:35
Það stefnir nú allt í það að ástandið hér gæti orðið eins og á 18 öld. Við búin að afsala okkur fullveldinu og skuldsett upp fyrir haus. Baráttumál Samfylkingarinnar. Samþykkja Icesave og ganga í ESB.
Sigurður Þorsteinsson, 25.6.2009 kl. 16:23
Eru ekki langflestir þessara svokölluðu útrásarvíkinga í Sjálfstæðisflokknum?
Ekkert mál að læsa þá inni í Valhöll og henda lyklinum.
Árni Johnsen getur verið fangavörður og fóðrað þá á hvalketi.
Og málið er dautt.
Þorsteinn Briem, 25.6.2009 kl. 17:32
Við vorum að bjóðast til þess Eyjamenn að taka við þeim og hýsa í úteyjunum upp á vatn og brauð.Árni gæti sungið fyrir þá og eldað oní þá Kalkún á sunnudögum.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.