Eitt af einkennum kreppunnar?

Eftir klukkan fimm á föstudag myndaðist umferðaröngþveiti á leiðinni frá Reykjavík austur fyrir fjall. Jón, bróðir minn og Stefán Karl Stefánsson, sem ætluðu að hitta mig á Selfossflugvelli héldu á tímabili að kæmust ekki austur, - allt stóð fast.

Í kvöld snerist þetta við. Ég set fram tilgátu í nokkrum iiðum um ástæðu þessa:

1. Allir Íslendingar sem máttu sín eihvers voru svo mikið erlendis í gróðærinu. Það var "in". Púkó að húka á klakanum. Nú er öldinn önnur.

2. Allt í einu kom hrunið og þá var á svipstundu orðið "in" að ferðast innanlands.

3. Allir, sem sjá einhvern minnsta möguleika til þess að græða á þessu kreppufyrirbrigði, standa nú fyrir uppákomum og hvers kyns starfsemi út um allar koppagrundir til að græða á þessu. Hljómsveitir, sem höfðu legið í dái árum saman hafa sprottið upp til að fara hamförum um landið til að græða á ný og endurvekja forna dýrð.

4. Afleiðingin er stanslaus röð allra faratækjanna sem voru keypt í gróðærinu, út úr borginni austur og vestur í sumarbústaðina, sem þutu upp eins og gorkúlur á undanförnum árum.

Í óleysanlegri umferðarflækju viðra menn ofurjeppana, stóru húsbílana og bílana með stóru hjólhýsin í eftirdragi. Jónarnir og Gunnurnar sem verða að láta sér nægja minni bíla, eru líka á ferðinni og taka þátt þessum leik, kannski með litla tjaldvagna eða kerrur.

Þeir sem misstu allt og geta ekki tekið þátt í leiknum horfa á þetta í sjónvarpinu og dæsa.

5. Til að gæta allrar sanngirni verður að geta þess að það er ekki um hverja helgi sem slíkt góðviðri ríkir um allt land og í landi með kaldasta sumrinu í Evrópu er skiljanlegt að slíkt tækifæri reyni allir að nota.


mbl.is Mikil umferð til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sammála þessari tilgátu fra A-Ö og ekki síst þessari númer 6.  Veðrið var yndislegt og mikið var nú skemmtilegra að sjá víðáttuna í Uppsveitum Árnessýslu en auglýsingaskiltin á Time Square.  Takk Ómar, fyrir allt sem þú gerir náttúrunni okkar til verndar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.6.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sennilega átti ég bestu helgina..... ein, í góðra vina hópi á tjaldstæðinu í Trékyllisvík og síðan vorum við ein í sundi í Krossanesi, horfandi út á hafið eins og í bíómynd. 

Ekkert kaos þar. 

Anna Einarsdóttir, 29.6.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband