5.7.2009 | 21:06
Stærsta og lúmskasta ógnin.
Núverandi birgðir kjarnorkuvopna er meiri og lúmskari ógn við lífið á jörðinni en aðrar ógnir. Hún er það vegna þess að umráð yfir kjarnorkuvopnum gefur þeim sam hafa yfirráð yfir þeim falska öryggiskennd og svokölluð fæling, sem talin er að vopnin tryggi, byggir á þeirri forsendu, að tryggt sé að kjarnorkuveldin grípi til þessara vopna ef þeim sýnist það nauðsynlegt.
Það jafngildir upphafi keðjuverkunar beitingar vopnanna sem enginn getur séð fyrir hvar endar.
Í Kalda stríðinu var þessi gagnkvæma fæling kölluð Mutual Assured Destruction, skammstaða MAD, sem þýðir brjálun.
Tilvist þessara vopna er mesta og hættulegasta brjálun okkar tíma, hættulegri en brjálun sjálfs Adolfs Hitlers, sem réði sem betur fór ekki yfir slíkum vopnum. Sá brjálæðingur hikaði þó við að nota efnavopn.
Á Íslensku gæti skammstöfunin falist í GAGA, skammstöfun á orðunum gagnkvæm afdráttarlaus gereyðing alls.
Gorbachev er að mínu mati vanmetinn vegna þess að honum skjátlaðist hrapallega varðandi það að hægt væri að lappa upp á sovétkommúnismann. Að því leyt var hann tapari, "lúser" eins og margir orða það.
En árangur hans varðandi afvopnun og hlutur hans í því að sovétkerfið féll án þess að það kostaði stórstyrjöld mun tryggja honum betri eftirmæli síðar.
Barátta hans fyrir útrýmingu gereyðingarvopna er lofsverð.
Sumir svonefndir taparar lifa það ekki að verða metir að verðleikum. Einn þeirra var Ludvig Erhard, sem var kanslari Þýskalands í þrjú ár og hrökklaðist frá völdum.
Það stakk í stúf við 14 ára glæsiferil fyrirrennara hans, Konrads Adenauers, sem var einn þeirra þriggja þjóðarleiðtoga sem lagði grunn að núverandi Evrópusambandi og friði í stríðshrjáðri Evrópu.
Nú telja margir að sá efnahagsgrundvöllur, sem Erhard stóð að í Vestur-Þýskalandi eftir stríð og fékk nafnið Vestur-Þýska efnahagsundrið hafi verið mikilvægari en sjálf Marshall-aðstoðin.
Dæmi um þetta eru mörg. Frægasta tapararinn var líklegast sjálfur Kristur. Fyrstu aldirnar eftir krossfestingardauða hans töldu Rómverjar og umheimurinn að hann hefði verið tapari eins og þer gerast mestir.
Gorbachev talar enn fyrir eyðingu kjarnorkuvopna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.