"Brímans bál?"

Mér skilst að Helgi Björnsson hafi ætlað að syngja í Hótel Valhöll í kvöld og næstu föstudagskvöld. Kannski átti eitta af lögum hans að vera um "Brímans bál" eða "Ring of Fire " sem Johnny Cash gerði frægt. Nú verður varla úr því nema að Helgi syngi þetta lag utan húss á meðan brennur.

Margir hafa átt góðar stundir í þessu hóteli. Mig rámer enn í það þegar foreldrar mínir fóru fyrst með mig til Þingvalla þegar ég var fjögurra ára.

Þetta eru 3-4 minningarbrot. Hið fyrsta var þegar ekið var niður Almannagjá. Það var ógleymanlegt og ég tel að það eigi að leyfa slíkt undir eftirliti og ákveðnum reglum í hálftíma á degi hverjum.

Annað var þegar ég datt í hrauninu og blóðið fossaði úr höfðinu á mér. Hið þriðja var þegar læknirinn saumaði gatið saman.

Hið þriðja var þegar við vöknuðum í miklum hita í hótelherbergi í Valhöll morguninn eftir. Hvort brímans bál lék lausum hala hjá kornngum foreldrum mínum í þessari ferð veit ég ekki.

En fyrstu minningar mínar frá Hótel Valhöll tengjast miklum hita.


mbl.is Skíðlogar í Valhöll á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Á blogginu virðast allir hafa allt í einu lesið fornsögurnar: "Reiddust goðin" er vinsælasti frasinn.

Finnur Bárðarson, 10.7.2009 kl. 17:46

2 Smámynd: Björn Emilsson

Er þetta ekki viðvörun, kæri Ómar?

Björn Emilsson, 10.7.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband