Dásamlegt fyrirbæri, Landsmótið.

Starfsemi Ungmennafélaganna hefur verið skilið eftir margar góðar minningar í gegnum tíðina.

Ungmennafélagið í sveitinni minni, Langadalnum, sem bar nafnið Vorboðinn, stóð fyrir íþróttamótum á bökkum Blöndu fyrir neðan Hvamm, þar sem ég var í sveit.

Þar létu systkinin á næsta bæ, Móbergi, Guðlaug Steingrímsdóttir og Valdimar Steingrímsson fyrst að sér kveða í spretthlaupum.

Guðlaug varð Landsmótsdrottning 1962 og Valdimar var lipur spretthlaupari, rann 100 metrana á 11,3 sekúndum ef ég man rétt.

Ég keppti 1964 á héraðsmóti á Laugum í 100 og 400 metra hlaupum og atti hörðu kappi við og kynntist skemmtilegum hlaupurum þar, þeim Sigurði Friðrikssyni og Jóni Benónýssyni.

Eftir 100 metra hlaupið varð maður að skjótast inn í samkomuhúsið og skemmta þar og snarast síðan út aftur til að hlaupa 400 metrana. Svona voru nú hérðsmótin og landsmótin á þessum árum.   

Eftir mótið lá leiðin til Akureyrar og ekki er minningin síðri þaðan þar sem ég náði mínum besta tíma í 100 metrunum. 

Sigurði Geirdal kynntist ég á héraðsmóti á Blönduósi og fór með Ólafi Unnsteinssyni og ÍR-ingum í minnisstæða keppnisferð til Svíþjóðar. Ólafur setti mark sitt á landsmótin á meðan hann var upp á sitt besta.

Líkast til eru margir keppendur og landsmótsgestir núna á Landsmótunum foreldrabetrungar hvað snertir reglusemi, að minnsta kosti ef miðað er við landsmótið í Hveragerði 1949, þar sem lögregla varð að grípa til þess umdeilda ráðs til að ná tökum á vínberserkjum að troða þeim ofan í poka og reima fyrir!

 


mbl.is Góð keppni í góðu veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband