17.7.2009 | 19:43
"Lebensraum" okkar tíma.
Í 42 ár hafa Ísraelsmenn markvisst unnið að því endurheimta landið sem þeir voru hraktir frá fyrir bráðum 2000 árum.
Í þessi 42 ár hafa þeir brotið gegn samþykkt Sameinuðu þjóðanna um hernumdu svæðin og nota allar hugsanlegar aðferðir til þess að komast yfir það land og eignir sem þeir telja að Guð hafi úthlutað þeim í árdaga eins og Biblían greinir frá í Gamla testamentinu.
Fyrir nokkrum árum var til dæmis fjallað um það í athyglisverðum pistli í þættinum "60 mínútur" hvernig þeir ná sífellt undir sig húsum og íbúðum í Jerúsalem, sem losna við andlát eða í tengslum við svipuð eigendaskipti.
Það er rétt að taka það fram að aldrei hefur nokkur þjóð orðið fyrir barðinu á stórfelldari villimennsku en Gyðingar urðu á tímum nasista og útrýmingarherferðar þeirra sem á sér enga hliðstæðu að umfangi.
En nasistar sóttu einnig gegn öðrum þjóðum svo sem slavnesku þjóðunum sem þeir skilgreindu sem óæðri kynþátt sem ætti að víkja fyrir útþenslu ofurmennanna sem þyrftu "lebensraum" eða lífsrými.
Þegar Ísraelsmenn nota orðin "eðlileg stækkun landnemabyggða" er það í raun sama hugtakið og "lífsrýmið" hjá nasistum.
Landnemabyggðirnar eru ólöglegar en Ísraelsmenn láta ekki aðeins það sem vind um eyru þjóta heldur heimta stækkun þeirra.
Þetta er ekki aðeins það sem Ísraelsmenn stefna opinberlega að heldur segja þeir að þessi krafa um lífsrými og eðlilega stækkun" landnemabyggða sé algert skilyrði fyrir friði.
Hitler sagði líka að uppfylling krafnanna um lífsrými fyrir hina æðri aría væri forsenda fyrir friði.
Olmert gagnrýnir Bandaríkjastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel orðað.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.7.2009 kl. 19:46
heyr heyr... og núna kemur villi í köben með gyðingahaturs yfirlýsingar sínar !
Óskar Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 20:03
nokkrar vangaveltur um seinni heimstyrjöldina. fullt í aðdraganda hennar sem fólk veit ekki um.
1) hverjir voru helstu viðskiptafélagar nasista stjórnarinnar eftir að Hitler komst til valda.
2) hvaða áhrif hafði versalasamningurinn á þýskaland sem varð á endanum þetta öfgafulla land undir stjórn hitlers.
3) af hverju létu vesturveldin auswits og fleiri útrýmingarbúðir eiga sig, þar sem skjöl sýna fram á að bandamenn vissu um þessar búðir seinni part ársins 1942. um að gera að hafa með í huga hvað gerðist eftir ww2....ísraels ríki stofnað.
4) af hverju fóru japanir í stríð við nágranna þjóðir sínar?.....ástæða þess voru efnahagsþvinganir bandaríkjanna. japan er nefnilega land mikilla þekkingar og framleiðslugetu....en landið er gjörsamlega snautt öllum auðlyndum.
5) af hverju litu araba þjóðirnar á Breta í upphafi ww2 sem óvinin. af hverju leituðu sumar stjórnir araba og persa eftir stuðningi frá þýskalandi hitlers.
ef þú lesandi góðu kemst á þá skoðun að þessi atriði hér að ofan séu "rugl" og eigi ekki rétt á sér. þá lesandi góður hefur þú ekki nægilega vitneskju um þessi dökku fimm ár sem heimstyrjöldin seinni stóð yfir, eða þá að þú kýst að hlusta á röddina sem kenndi þér sögu 102 þegar þú stundaðir skólan.
en aftur á móti ef þú kemst á þá skoðun að þessi atriði sé vert að athuga og vega og meta jafnt því sem samfélagið gefur okkur í móðurmjólkinni að hitler sé sökudólgurinn ógurlegi. þá lesandi góður hefurðu eða hefur áhuga á að kynna þér þessi mál. svo í framhaldinu kemurðu niður á þína eigin skoðun.....en þegar öllu er á botn hvolft, þá skiptir öllu að komast sjálfur að niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér málefnin, en "ekki" með því að apa eftir öðrum.
el-Toro, 17.7.2009 kl. 22:51
Oftast er reyndar talað um að Seinni Heimstyrjöldin hafi hafist 1. September 1939 og endað 2. September 1945. Svo ekki fimm ár, heldur sex. Reyni ekki að fara dýpra í þetta mál í bloggathugasemd.
Brynjar Björnsson del Toro (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 01:54
ég biðst forláts....en það er aldrei skynsamlegt að einblína á aukaatriðin. alltaf betra að einblína á heildarmyndina eða aðalatriðin.
el-Toro, 18.7.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.