23.7.2009 | 08:08
Hin mikilvæga upplýsingagjöf.
Þorskastríðin hefðu aldrei unnist á sínum tíma ef ekki hefði tekist að koma upplýsingum um málstað Íslendinga á framfæri hjá öðrum þjóðum.
Þess vegna er svo mikilvægt að halda vel á íslenskum málstað núna hvar sem því verður við komið til þess að aðrar þjóðir skilji, að íslenskur almenningur fékk ekki að vita hvernig í málum lá varðandi Icesave fyrr en það var um seinan og það er ósanngjarnt að gengið sé með offorsi að hinum almenna íslenska borgara vegna afleiðinga galla á regluverki Evrópusambandsins.
Íslendingar færast ekki undan því að taka á sig þá ábyrgð sem þeim ber siðferðilega og að sanngjörnum lögum. En það verður að gera á þann hátt að ekki sé hallað á þann sem er minnimáttar í samskiptum við stórar og voldugar þjóðir.
Það þarf líka að láta vita af því að þjóðin sé reiðubúin til að að greiða eins mikið og hún getur með sæmilegu móti en að það sé engum til góðs að gengið sé svo hart að henni að hún verði blóðmjólkuð og kippt fótunum undan því að hún geti lifað eðlilegu lífi í landinu eða staðið við skuldbindingar sínar.
Rétt upplýsingagjöf er líka mikilvæg og það er ekki rétt að Íslendingar hafi misst hlutfallslega fleiri menn í heimsstyrjöldinni en Bretar.
Bretar misstu 350 þúsund manns sem var að minnsta kosti fimmfalt fleiri miðað við fólksfjölda heldur en Íslendingar misstu.
Fjallað um reiði Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hlutfallslega fjórum sinnum fleiri "breskir hermenn", um 383 þúsund, féllu í Seinni heimsstyrjöldinni (military deaths) en Íslendingar, eða 0,8% á móti 0,2%, miðað við mannfjölda í byrjun styrjaldarinnar.
Um 225 Íslendingar fórust með skipum sem sökkt var í styrjöldinni en þeir voru ekki allir sjómenn og íslensku sjómennirnir sem fórust voru ekki allir að flytja fisk til Bretlands.
"Alls var um 18 íslenskum skipum sökkt í seinni heimstyrjöldinni, fiski- og flutningaskipum. Þar af var 8 sökkt af þýskum kafbátum og vitað er með vissu að einu íslensku skipi var sökkt með tundurdufli. Með þeim skipum sem fórust, fórust um 225 manns. En talið er að alls 229 íslendingar hafi látist af stríðsvöldum."
Mannfall í Seinni heimsstyrjöldinni eftir þjóðum- Tafla
Vísindavefurinn - Hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í Seinni heimsstyrjöldinni?
Hugi - Sagnfræði
Þorsteinn Briem, 23.7.2009 kl. 12:46
Bara Goðafoss, Dettifoss og Pétursey þýddu 59 mannslíf.
Tölurnar yfir mannfall Íslendinga á sjó vegna hernaðarátaka í seinna stríði miðast að öllum líkindum við það sem óyggjandi er. En margra var saknað án þess að skýring væri á hvarfinu.
Menn hafa giskað á 350-500 manns í heildina, sem setur okkur í sömu mannfallsprósentu og Bandaríkjamenn.
Jón Logi (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 13:41
Er hjartanlega sammála.
Bryndís Böðvarsdóttir, 23.7.2009 kl. 15:00
Hlutfallslega fleiri Íslendingar féllu í Seinni heimsstyrjöldinni en óbreyttir breskir borgarar (civilian deaths), eða 0,17% á móti 0,14%, samkvæmt ofangreindri töflu.
Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur og hernámu Ísland í Seinni heimsstyrjöldinni. En Ísland var opinberlega hlutlaust í styrjöldinni, enda höfðu Íslendingar lýst yfir "ævarandi hlutleysi" í Sambandslagasamningnum við Dani árið 1918. Og Þjóðverjar litu á Ísland sem hlutlaust í styrjöldinni allt til stríðsloka.
Hins vegar lögðu íslenskir sjómenn sig í mikla hættu í styrjöldinni við ábatasaman íslenskan fiskútflutning til Bretlands en Bretar fóru síðar í þorskastríð við Íslendinga.
Bretar voru í öll skiptin að hugsa um eigin hagsmuni, rétt eins og við Íslendingar hugsum fyrst og fremst um okkar eigin hagsmuni í utanríkismálum og viðskiptum við aðrar þjóðir.
Vísindavefurinn - Hve margir Íslendingar dóu í Seinni heimsstyrjöldinni?
Mannfall í Seinni heimsstyrjöldinni eftir þjóðum- Tafla
Sögufélagið
Þorsteinn Briem, 23.7.2009 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.