5.8.2009 | 21:53
Af hverju er "anddyrið" ekki í anddyrinu?
Hvað vegakerfið snertir er anddyri norðausturhálendisins í byggð á vegamótunum þar sem farið er upp sneiðinga utan í Fljótsdalsheiði áleiðis upp að Snæfelli.
Þar hefði ég talið eðlilegt að risi gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs úr því að sagt er í frétt um hana að hún eigi að vera "anddyri og kennileiti þjóðgarðsins".
Ég veit að Völundur Jóhannesson, sem er sá maður er lengst hefur dvalið á þessu hálendi, er þessarar skoðunar hefur látið hana í ljós við mig.
Hann hefur verið nokkurs konar hálendisbóndi á sumrin í Grágæsadal um áratugaskeið og farið um þetta svæði í hálfa öld.
Sjálfan tel ég mig vera að verða nokkurs konar flugvallarbónda á Sauðárflugvelli í næsta nágrenni við Völund í Grágæsadal.
Ef gestastofan á að vera anddyri tel ég eðlilegasta staðinn vera þar sem eru vegamót vegarins í byggðinni inn með Fljótsdalsheiði og vegarins upp á heiðina.
Athugasemdir
Hvar á þessi gestastofa annars að vera?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.8.2009 kl. 22:31
Var að sjá að þetta verður á Skriðuklaustri. Er það ekki bara í góðu lagi? Klaustrið er þarna rétt hjá og fínt að hafa tvo merka staði á sama stað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.8.2009 kl. 22:39
Sæll Ómar,
Á fund Landverndar mætti nýlega Roger Croft sem lengi var yfirmaður Skosku náttúruverndarinnar, -þú kannast við kallinn.
Hann sagði Egilsstaði vera "náttúrulega hliðið" að NA horni þjóðgarðsins, Þar væri að finna "petrop, pee an food".
Hann taldi að ekki þyrfti annað en litla viðbyggingu við söluskálann til að sinna þessu hlutverki. Aðal atriðið væri að starfsfólk væri upplýst og áhugasamt. Hann sagði einfaldlega að allir sem væru á leið í þjóðgarðinn úr NA færu þarna í gegn, þetta væri í auðveldri vinnusókn fyrir starfsmenn og öll önnur opinber þjónusta væri þarna innan seilingar sem væri mikill kostur fyir ferðamenn jafnt sem starfsmenn. Hann taldi nokkur dæmi frá Skotlandi þar sem upplýsingamiðstöðvar hefðu verið byggðar inn til dala, í sjónfæri við hin friðuðu svæði eða innan þeirra, en hefðu síðar verið fluttar í byggð þar sem innan seilingar væri öll önnur þjónusta sem ferðamennirnir þurfa hvort eð er, (vistir, eldsneyti, fjölbreytt verslun, veitingaþjónusta, gisting, samgöngur og stjórnsýsla). Auk þess væri mun hagkvæmara að reka þessa starfsemi þar sem grunnþjónusta væri þegar til staðar og ekki þörf á að byggja/reka allt frá grunni.
Hér er á ferðinni hefðbundinn mónúmentalismi og UST sést yfir reynslu nágrananna og ætla nú að gera það sem aðrir hafa þegar sannreynt sem mistök. Þetta virðist sambærilegt við mengjareikning grunnskólabarna og byggingu sovétblokkanna í Breiðholtinu. Hvort tveggja hafði þegar sýnt sig að vera mistök í nágannalöndunum þegar við hófumst handa.
Ég hef þá trú að hér sé verið að kosta tugum miljóna til að friðþægja hinn ofursjálfstæða Fljótsdalshrepp.
Karl Ingólfsson, 7.8.2009 kl. 09:41
Þú ferð ekki í gegnum Egilsstaði til Kárahnjúka ef þú kemur að norðan. Þá er eðlilegast að beygja frá Fellabæ.
Breiðholtið.... mistök?? Hvar og hvernig átti að koma þessum 25 þúsund íbúum Breiðholtsins fyrir í borgarlandinu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2009 kl. 13:22
Gunnar, -hvað með þá sem aka inn í þjóðgarðinn við Hrossaborg, Möðrudal eða Sænautavatn? Þeir eru engu bættari með Skriðuklaustur!
Því sem næst allir se fara í þjóðgarðinn norðan frá fara um Reykjahlíð eða Egilsstaði.
Allir þurfa eldsneyti og vistir og ýmsa aðra þjónustu áður en farið er á fjöll. Sú þjónusta og fólkið sem við það vinnur er að finna á báðum þessum stöðum.
Þeir sem á annað borð leggja leið sína inn á hálendið þurfa ekki á því að halda að gestastofan sé nk. "drive through" viðfjölfarnasta afleggjarann...
Karl Ingólfsson, 7.8.2009 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.