Gæti lækkað aftur nema krónan...

Fregnir berast af lækkandi heimsmarkaðsverði á olíu vegna minni eftirspurnar. Vonandi skilar það sér til Íslands. Hins vegar verður það til lítils ef krónuvesalingurinn okkar lækkar.

Einhverjir myndu orða það svo að við verðum hvað bensínverðið varðar að biðja til Guðs og krónunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Er krónan einhver vesalingur?

Hún er bara gjaldmiðill og gerir það sem hún á að gera, fái hún að vera í friði.

Glæframenn blésu hana út og hún þarf að fá að hjaðna niður í eðlilega stærð. Sömu glæframenn blésu fasteignaverð út og það þarf að fá að hjaðna niður í eðlilegt horf.

Það kemur sér hins vegar vel fyrir pólitíkusa sem klúðra efnahagsstjórn að benda á krónuna sem sökudólg. Og það er líka gott fyrir bankadólga sem setja samfélagið á hliðina að benda á krónuna sem sökudólg. Hún var ekki verkfæri til að byggja alþjóða fjármálamiðstöð en þeir reyndu það samt og kenna svo krónunni um klúðrið.

Haraldur Hansson, 6.8.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

krónan er vesalingur Haraldur og hefur verið frá stríðslokum.. mísslæm en alltaf slæm samt.

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Óskar, krónan á eftir að veikjast enn meira. Kæmi mér ekki á óvart að €vran færi yfir 220 krónur áður en alvöru bati sést. Tíminn leiðir það í ljós.

Þegar kemur að því að greiða IceSave og aðrar erlendar skuldir mun aukin eftirspurn eftir gjaldeyri hækka á honum verðið, þ.e. krónan veikist. Hvort er það krónunni að kenna eða glæpsamlegri skuldsetningu?

Haraldur Hansson, 6.8.2009 kl. 16:53

4 identicon

Ég held það skipti engu máli hvaða gjaldeyri við höfum. Hann verður alltaf ónýtur á meðan við eyðum um efni fram og kyndum þannig undir verðbólgunni. Og það er verðbólgan sem veldur verðtryggingunni, sem er hinn stóri bölvaldur. Íslendingar verða að ná tökum á neyslunni, hætta að kaupa rusl á rusl ofan, láta sér nægja að eiga meðalstóra íbúð, meðal stóran bíl, etc. etc.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér andskotans sama hverju er um að kenna.. alla mína æfi hefur þessi krónudrusla skemmt fyrir mér og mínum.. tapaðir vexir, 2 núll tekin af .. vextir sem enginn í veröldinni mundi láta bjóða sér nema einhverjir aumingjar norður í Ballarhafi.

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband