Aftur Rauðavatn?

Af fáum atburðum á Íslandi voru teknar ítarlegri myndir en af átökum lögreglu og mótmælenda við Rauðavatn í fyrra.
Þar bar vitnisburðum ekki saman en í stað þess að nota þessi frábæru gögn, var látið við það sitja að nota 19. aldar aðferðir í yfirheyrslu þingnefndar yfir málsaðilum sem skilaði engu.

Að sparka í höfuð er svipað og nauðgun, refsivert og forkastanlegt athæfi. Að sama skapi er ásökun um að slíkt hafi verið gert mjög alvarlegt mál.

Lögreglan vinnur eftir því fororði að rannsaka mál til hlítar og að hver sá sem ákærður er, sé álitinn sýkn saka nema sekt hans sé sönnuð.

Hver var það sem sagt er að hafi sparkað í höfuð lögreglumanns? Hvern var sparkað í ? Hvaða gögn eru fyrir hendi í þessu máli ? Hver eða hverjir eru það sem segjast hafa séð þennan verknað ? Ef sparkað var í lögreglumann, hverjir voru áverkarnir ? Eða var um tilraun til sparks að ræða ?

Spurningarnar eru ævinlega þessar: Hvar ? Hvenær ? Hverjir ? Hvernig ? Af hverju ? Hvað svo ?

Öllum þessum spurningum hefði verið hægt að svara eftir Rauðavatn með almennilegri rannsókn í ljósi frábærra gagna en það var ekki gert.

Ef sparkað var í höfuð lögreglumanns, hvers vegna var málinu ekki fylgt eftir ? Af hverju var meintum árásarmanni sleppt ?

Fer þetta eins og gerðist eftir Rauðavatnsátökin að enginn verði neinu nær ?


mbl.is Saving Iceland: Rógburður lögreglu og lygar fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það er ekki mikið gert úr málinu ef lögregla, sem segir einn mótmælenda hafa sparkað í höfuð lögreglumanns, en sleppir síðan viðkomandi . Er ekki eitthvað ekki alveg að ganga þarna upp ?

hilmar jónsson, 8.8.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Það er ljótt að segja það, en einhvern veginn datt mér í hug hugtakið fasismi.

Jónas Rafnar Ingason, 8.8.2009 kl. 13:36

3 identicon

Myndbandið sem Saving Iceland sendir frá sér er klippt til, jafnframt er það hljóðlaust. Hvers vegna skyldi það nú vera ?
Að mínu mati fellur myndbandið sem sönnunargagn um sjálft sig.

Davíð (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 14:27

4 identicon

Sæll Ómar.  Ég kýs að koma fram nafnlaust því ér er lögreglumaður.

Sannanir fyrir meintu höfuðsparki og vopnaburða Saving Iceland liða er væntanlega hægt að sjá hjá þeim sjálfum á ókliptu myndbandi þeirra.  Þeir hins vegar klippa það til svo að þeir líti betur út en lögreglan líti út fyrir að vera ofbeldisseggir.

Ástæða þess að kylfu er beitt eins og sést í myndbandinu er sú að það er verið að handtaka óstýrlátann kvenmann og fólk í kring hlíðir ekki þeim einföldu fyrirmælum að halda sig frá heldur reynir að koma í veg fyrir handtökuna.  Enda sést greynilega að þegar fólkið er komið frá er það látið í friði, lögreglumaðurinn með kylfuna er einungis tilbúinn.

Ástæða fyrir því að manni er sleppt fljótlega eftir að hafa sparkað í höfuð lögreglumanns er sú að til að halda manni í fangaklefa lengur en til að taka af honum skýrslu þarf að uppfylla viss skilyrði.  Eftir skýrslutöku þarf því að sleppa manninum eða fara fram á gæsluvarðhald, sem yrði aldrei samþykkt fyrir svona vægt brot (dómsvaldið lítur svo á að árás á lögreglu er vægt brot, nánast sama hversu alvarleg árásin er).

Ástæðan fyrir því að svo lítið er gert t.d. varðandi Rauðavatn sem þú nefnir, er sú að yfirmenn lögreglu eru ekki sammála þeim sem vinna vinnuna og láta menn komast upp með allan ands... gegn okkur.  Því komast menn upp með ýmislegt.

Kv.

Starfandi lögreglumaður.

Lögreglumaður (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 14:46

5 identicon

Mér þykir leiðinlegt að þurfa að benda jafn velgefnum manni og Ómari Ragnarssyni á að það að sparka í höfuð einhvers er ekkert svipað og nauðgun - það er ekki einu sinni sambærilegt í nokkrum einasta mögulega skilningi. Utan að það er refsivert athæfi, en þá eru morð og búðarhnupl álíka sambærilegir glæpir. Í guðs bænum ekki segja svona. Með fullri virðingu.

Arngrí­mur Vídalín (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:41

6 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Arngrímur, hversvegna getur það ekki verið sambærilegt að sparka í höfuð einhvers og að nauðga?Hvað ef sá sem sparkað er í stendur aldrei upp aftur?

Þá vil ég segja við nafnlausa lögreglumanninn að ofbeldi gegn lögreglunni á altíð að taka alvarlega og því ber að refsa, nema ef um afar sérstakar ástæður sé um að ræða. Það er algerlega ólýðandi að ofbeldi gegn lögreglu sé látið óátalið. Lögreglan á að sjálfsögðu aldrei að nota óþarfa ofbeldi gegn almenningi. 

Jónas Rafnar Ingason, 8.8.2009 kl. 18:11

7 identicon

Jónas Rafnar, ætlarðu einu sinni að reyna að bera saman þjáningarnar sem nauðgunarfórnarlamb verður fyrir og maður sem sparkað er í höfuðið á - og það þótt hann látist við höggið? Þú ættir að prófa að heimsækja Kvennaathvarfið.

Arngrí­mur Vídalín (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 18:17

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á síðustu árum höfum við dæmi um það að sparkað hafi verið í höfuð fólks með þeim afleiðingum að það varð örkumla, leið miklar þjáningar og beið þessa aldrei bætur.

Ég nefndi þetta tvennt í því sambandi að ásakanir um afbrot af þessu tagi séu alvarleger, - ekki til þess að fara að gera samanburð á alvarleika þeirra.

Ómar Ragnarsson, 8.8.2009 kl. 19:01

9 identicon

Formaður skilanefndar kveðst ekki hafa samið við eigin lögfræðistofu

Lárentsínus Kristjánsson

Lárentsínus Kristjánsson

Föstudagur 7. ágúst 2009 kl 11:37

Höfundur: (johannh@dv.is)

,,Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans, kom hvergi nærri samningsgerð við Lögfræðistofu Reykjavíkur um innheimtustörf að því er fram kemur í yfirlýsingu frá skilanefndinni.

DV greinir frá því í dag að Lárentsínus sé einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur og að hún hafi sent Existu 250 milljóna króna reikning vegna innheimtu á 27 milljarða láni sem skilanefnd Landsbankans gjaldfelldi nýverið á Exista. Yfirlýsing skilanefndar vegna fréttarinnar er birt hér í heild:

1. Þegar Skilanefnd tók við stjórn Landsbanka Íslands hf. síðastliðið haust voru mörg stór og
áríðandi mál sem þurfti ýmist að leysa eða setja í farveg án tafar til að viðhalda verðmætum
innan bankans og tryggja áframhald íslensks fjármálalífs. Eitt af málum sem fyrir Skilanefnd
kom var lánveiting bankans til Exista, sem þá þegar var komið í alvarleg vandræði. Gerði
Skilanefnd af því tilefni ítarlegan verksamning við lögmann hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur þar
sem honum var falið að innheimta kröfur bankans við Exista. Lárentsínus Kristjánsson vék
sæti í Skilanefnd við umræðu og atkvæðagreiðslu um þann samning.

2. Lögmannsstofa Reykjavíkur er ein sú stærsta á Íslandi og þar er mikil reynsla í
viðskiptamálum af þessu tagi. Lárentsínus kom hvergi nærri samningsgerð á stofunni vegna
málsins. Skilanefndin hefur gert samninga við margar aðrar lögmannsstofur um ýmis
verkefni.

3. S.l. haust var verksamningur gerður við LR vegna verkefnisins fyrir Skilanefndina sem byggir á tímagjaldi. Í samningnum er ákvæði sem mælir fyrir um að innheimtukostnaður verði aldrei
greiddur af bankanum umfram tímagjald lögmannsins. LR annast innheimtu gagnvart Exista,
eins og aðrar lögfræðistofur, á grundvelli almennrar gjaldskrár fyrir lögfræðiþjónustu.

4. Um er að ræða formbundna innheimtukröfu eins og tíðkast hjá lögmannsstofum, sem
jafnframt tekur mið af fjárhæð þeirrar kröfu sem undirliggjandi er. Í ljósi aðstæðna má búast
við, skv. innheimtusamningnum, að málið fari í þann farveg að LR fái tímagjald fyrir þjónustu
sína eða miklu lægri fjárhæð en sem nemur heildartölunni í hinni formlegu kröfugerð. Ef
krafan ásamt innheimtukostnaði innheimtist að fullu verður kostnaðurinn greiddur af
skuldara, ekki af bankanum.

5. Exista hefur verið í viðræðum við kröfuhafa um greiðslu krafna þeirra. Þær niðurstöður hafa
ekki leitt til ásættanlegrar niðurstöðu að mati Skilanefndar Landsbanka Íslands hf. og var
krafan því, sem var í vanskilum, send í lögfræðiinnheimtu eftir að Skilanefndin hafði gert
sérstakan innheimtusamning í því skyni að lágmarka kostnað bankans af innheimtunni. Fram
hefur komið í fjölmiðlum varðandi Exista, sem er í nauðasamningum við kröfuhafa, að kröfur
á félagið séu mun hærri en eignir þess. Krafan um innheimtukostnað verður að skoðast í því
samhengi.

Skilanefnd Landsbankans tekur fram vegna orðalags í upphaflegu tilkynningunni (sjá hér að ofan), að Exista sé ekki í nauðasamningum við kröfuhafa. Rétt sé að reyndir voru samningar við kröfuhafa sem ekki náðist samkomulag um.''

Leyfi mér að setja þessa frétt hér fyrir ofan inn sem ég var að lesa á dv.is rétt í þessu. Ég fann fyrir miklum hita í æðakerfinu við lesturinn. Stór partur lögfræðistéttarinar er hættulegasta klíkan í dag hér á landi og hefur reyndar verið það  í mínum huga í 25 ár. Fólk ætti frekar að hafa auga með þeim heldur en lögreglunni því þessi klíka heldur á stjórntækjum lýðræðisins hér á Fróni sem sagt mjög hættulegir heilbrigðu þjóðfélagi og mannréttindi almennings eru í mikilli hættu með þessa klíku innanborðs það get ég svarið.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 21:14

10 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Samkvæmt myndbandinu var stúlkan beitt kynferðislegu ofbeldi þegar lögrglumaður nuggaðir sér upp við bakhluta hennar um leið og hann þrýsti henni eða kramdi upp að bílnum. Ef einhver lögruglubulla hefur fengið höfuðspark, afhverju framvísar almannatengsla deildin við Hlemm ekki áverkavottorði?

Þorri Almennings Forni Loftski, 9.8.2009 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband