Sýnir hvað hægt væri að gera 17. júní.

Enn og aftur sýna samkynhneigðir okkur hvað hægt er að gera með samtakamætti og lífsgleði.

Ég hef árum saman verið þeirrar skoðunar að í Reykjavík væri hægt að koma á fót stórkostlegri skrúðgöngu 17. júní þar sem allar stofnanir, fyrirtæki og hópar á hinum ýmsu sviðum gætu verið með sinn vagn og myndað stærstu og lengstu skrúðgönguna hvert ár.

Þetta gera þeir í Ameríku og kunna betur en nokkrir aðrir, þeirra á meðal Íslendingarnir í Gimli, eins og ég hef nýlega lýst hér á blogginu.

Dugnaður, áhugi og lífsgleði þeirra sem standa að Gleðigöngunni og Hinsegin dögum er aðdáunarverður og kannski er það þrátt ekkert verra að fram til þessa hafi ekki verið staðið að skrúðgöngu á þjóðhátíðardaginn sem stendur undir nafni.

Fyrir bragðið hafa samkynhneigðir öðlast aðdáun okkar allra og geta borið höfuðið hátt.

Það er gefandi að geta verið þátttakandi í svona ánægjulegum og mannbætandi viðburði.


mbl.is „Stærsta gangan til þessa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband