Tók tíu mánuði.

Bankahrunið fyrir tíu mánuðum var dæmalaus atburður og svo stór að menn áttuðu sig ekki á því þá.

Samt hefði verið gott ef frétt af samskiptum embætta og rannsóknarmanna hefði verið að skýrast fyrir svo sem níu mánuðum í stað þess að það sé að gerast nú.

Ég var í hópi þeirra sem tald einsýnt að þegar í stað yrði að leita bestu fáanlegrar erlendrar aðstoðar við rannsókn þessa gríðarlega stóra máls, en það er til dæmis fyrst nú sem þekktir breskir aðilar bjóða slíkt fram.

Þetta hefur tekið svo alltof, alltof langan tíma og það hefur ekki verið neinum til góðs því að fyrir þá sem ekki hafa aðhafst neitt athugavert er það líka slæmt mál hve mjög þetta hefur dregist að ekki sé nú talað um hve mikinn tíma þeir hafa hugsanlega fengið sem hafa ekki hreint mjöl í pokahorninu.


mbl.is Samskiptin að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er alveg hárrétt hjá þér. 

Maður spyr sig hversvegna og grunar svo sem hvert svarið er við þeirri spurningu! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.8.2009 kl. 07:53

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ómar,

Ég er helst komin á þá skoðun að Íslendingar séu haldnir símafóbíu á hæsta stigi þegar kemur að samskiptum við útlönd.  Geir gat ekki hringt í Brown, Jóhann getur ekki hringt til Haag eða London.  Saksóknari getur ekki hringt í sína starfsbræður í 10 löndum á 10 mánuðum.  Það er þó ekki nema eitt símtal á mánuði!

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.8.2009 kl. 09:09

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Átti auðvita að vera "Jóhanna"

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.8.2009 kl. 09:09

4 identicon

Ég er löngu sannfærður um það að hægagangurinn er eingöngu tilkomin vegna þess að það er verið að verja menn... ekki síst stjórnamálamenn.
Þetta er augljóst mál... og svo bætir í þegar persónuvernd kemur inn og vill banna nafnlausar ábendingar í kjölfar leka frá kaupþingi, er það ekki alveg frábært ha

DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 09:20

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta sem DoctorE segir hefur auðvitað verið öllum ljóst frá upphafi. Báðar þessar ríkisstjórnir hafa sýnt af undarleg vinnubrögð þarna svo ekki sé nú dýpra tekið í árinni.

Árni Gunnarsson, 10.8.2009 kl. 10:06

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er alveg á hreinu að stjórnmála- og embættismenn vilja ekki neina alvöru rannsókn heldur hvítþvott. Og alveg fáránlegt að halda að íslenskir embættismenn geti rannsakað þessi mál. Til þess eru of mikil tengsl milli manna.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.8.2009 kl. 10:54

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má alveg velta því fyrir sér, hvort einstakir stjórnmálamenn, hafi hagsmuni af því, að tefja rannsóknarferlið. Enda kom í ljós, fyrir kosningar. Að, þeir 2. flokkar sem voru við völd, undir stjórn Ingibjargar og Geirs, höfðu fengið háar fjárhæðir frá helstu útrásar fyrirtækjum Íslands.

Ég man ekki betur, en að Geir hafi flogið með einkaþotu, einhvers fjármálamannsins, eitt eða 2 skipti. Man ekki hvort Ingibjörg gerði það, eða ekki.

En, þ.e. nánast eins, og það hafi verið bankamennirnir, er voru við stjórn landsmála, þegar sú ríkisstjórn sat, svo gersamlega var kóað með þeim og öll gagnrýni þögguð, um leið og hún kom fram.

Enn, er annar þeirra flokka við völd. Stefnan, sem ríkti þegar ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar, var við völd. Hefur breyst ótrúlega lítið, að því er best verður séð.

Þ.s. virðist hafa gerst, er að hinn flokkurinn hafi gefið sína stefnu eftir, að mestu leiti.

Það má því kalla þessa ríkisstjórn, ríkisstjórn Samfylkingar. Hinn flokkurinn, virðist vera búinn að sætta sig við, að þjóna sjónarmiðum hennar. 

Af hverju, er ekki gott að sjá. Því, ekki voru bankamenn, með ítök í VG. Erfitt, er að skilja þessa þjónkun. 

En, uppreisn er á meðal raða VG. Það getur boðaða breytingar. Ekki er endilega nauðsynlegt að fella stjórnina, ef Samfó kemst upp úr þessari ruglholu, sem þeirra fólk er búið að koma sér í. 

Til að stjórnin falli ekki, þarf Samfó ekkert annað, en að gefa eftir í Icesave málinu.

----------------------------------------

Ég bendi á mína nýjustu færslu:

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/926657

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.8.2009 kl. 11:51

8 identicon

Einhvers staðar var spjallað við Ingibjörgu Sólrúnu um einkaþotu-ferð og mig minnir hún segja að þetta hafi sparað mikinn tíma!

Ég held við hefðum átt að taka Icesave-samningnum, til að sýna smá auðmýkt. En Samfylkingin er búin að glata tækifæri að leiða þessa þjóð útúr ógöngum, Íslendingar hefðu sætt sig við Icesave ef rannsóknir hefðu verið trúverðugar!

Borgarahreyfingin var með bestu hugmyndirnar allan tímann:

Úr stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar:

ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.

Svo hvet ég ykkur til að lesa þetta blogg: http://bubot.blog.is/blog/bubot/entry/928063/

Rósa (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 13:52

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki þarf nú endilega að halda að tíminn sem fer í þessar rannsóknir, sé vegna þess að einhverjir stjórnmálamenn séu að tefja þær.  Rannsóknarnefnd Alþingis mun skila sinni svörtu skýrslu þann 1. nóvember n.k. og þá verður vonandi upplýst um þátt hvers og eins í bankahruninu.

Varðandi Sérstakan saksóknara og rannsóknir hans, vísast í þetta blogg frá því í morgun.

Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2009 kl. 15:03

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Bankar hrynja í jarðskjálftum en tæmast í bankaránum.

Hættum því að tala um "hrun". 

Júlíus Valsson, 10.8.2009 kl. 20:19

11 identicon

Er Icesave lykilinn svo England og Holland geti styrkt stöðu sína gangvart öðrum ríkjum sem koma til með að gera kröfu í þrotabúið Ísland hjá Parísahópnum þegar við lýsum yfir þjóðargjaldþroti formlega yfir?? Hef ekki trú að Alþjóðargjaldeyrissjóðurinn setji meiri fé í þessa botnlausa tunnu sem skuldir okkar eru í.

Baldvin Nielsen

B,N, (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband