Fylgir ekki línunum vinstri-hægri.

Sífellt koma fram ný og stór mál þar sem afstaða manna mótast ekki af því hvar þeir eru í litrófinu vinstri-hægri heldur af öðrum ástæðum.

Þannig hafa skoðanakannanir sýnt að umhverfismál fylgja ekki þessum línum nema að litlu leyti. Ákveðna umhverfisverndarsinna má finna jafnt yst úti á hægri vængnum sem á vinstri vængnum.

Hið stóra Icesave-mál er nýjasta birting þessa fyrirbrigðis og fundur VG um málið í Kraganum er gott dæmi um það. Skoðanir eru skiptar hjá fylgismönnum allra flokka og því erfitt að henda reiður á því hvaða áhrif þetta mál hefur á flokkakerfið og ríkisstjórnarsamstarfið.


mbl.is Fjölmenni á félagsfundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Umhverfisvernd er hinn nýji sósíalismi.  En það er rétt að umhverfisverndarfólk finnst í öllum flokkum sem betur fer, en mesta öfgafólkið er annaðhvort lengst til vinstri eða anarkistar, með örfáum undantekningum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 02:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþingi samþykkir að öllum líkindum í næstu viku ríkisábyrgð á IceSave-samningnum með ákveðnum skilyrðum, enda hefur þingið fjárveitingavaldið en ekki ríkisstjórnin, framkvæmdavaldið.

Bretar og Hollendingar fá sína peninga
, enda stendur ekki annað til. Þeir slá að sjálfsögðu ekki hendinni á móti peningum, frekar en aðrir, og mun betra fyrir þá að breyta samningnum eitthvað, heldur en að hleypa öllu í bál og brand enn einu sinni gagnvart smáþjóð lengst norður í Ballarhafi.

Þorsteinn Briem, 12.8.2009 kl. 03:21

3 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Sæll Ómar.  Rétt er það að Icesave umræðan fylgir ekki flokkslínum, reyndar benti Ögmundur á þetta í Kastljósþættinum í kvöld. 

Það væri fróðlegt að heyra hvaða skoðun þú hefur á þessu máli, frekar en lauslegri umræðu um hvað er búið að vera í fréttum.

Bestu kveðjur að Vestan!

Helgi Kr. Sigmundsson, 12.8.2009 kl. 03:47

4 identicon

Hver er lærdómurinn af þessu öllu?

Ef ég skrifa upp á víxil fyrir vin minn og víxillinn fellur á mig?

Og ég tapa kannski aleigunni. Hverjum er þá um að kenna?

Er ég sigraður eða er það kannski mér sjálfum að kenna að hafa skrifað upp á eitthvað sem ekki var nógu traust?

Að hver sé sinnar gæfu smiður / að hver uppskeri eins og hann sáði?

Ég þarf væntanlega alltaf að borga víxilinn sama hvar ég er í pólitík er það ekki?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband