13.8.2009 | 15:29
Maðurinn sem fann út að eitthvað væri að.
Á fundi sem ég átti með Viðskiptaráði á útmánuðum 2007 er mér eftirminnilegt þegar fulltrúi frá Marel á fundinum kvaðst hafa farið yfir reikninga Landsvirkjunar á milli tveggja tímapunkta þar sem gengi krónunnar og annað umhverfi fyrirtækisins var svipað.
Á milli höfðu liðið nokkur ár. Niðurstaðan var sú að fyrirtækið væri rekið með tapi og spurt var: Hvernig í ósköpunum má slíkt vera hjá fyrirtæki sem er nánast í einokunaraðstöðu á þessu tímabili og nýtur margs konar hagræðis og fríðinda af því að vera með ríkisábyrgð?
Skömmu áður hafði ég hitt mann með mikla kunnáttu á þessu sviði sem auðvitað vildi ekki láta nafns síns getið, en fullyrti að ef Orkuveita Reykjavíkur væri einkarekið fyrirtæki væri búið að reka yfirmennina.
Þessi lýsing virkar kannski ekki alveg eins beitt nú og þá í ljósi hrunsins en samt er ástæða til að spyrja krefjandi spurninga.
Vonandi verður á ný spurt spurninganna frá 2007 sem aldrei komust í hámæli ein eiga áreiðanlega fullan rétt á sér.
Hörður stýrir Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Landsvirkjun er almenningsveita og er rekin með það svolítið að leiðarljósi. Á Íslandi eru dreifikerfi raforkunnar afar óhagstætt að stærð miðað við orkunotkunina. Þrátt fyrir það er raforkuverð til heimila og fyrirtækja með því lægsta sem þekkist í hinum svokallaða vestræna heimi, undanfarin ár.
Hætt er við því að einhversstaðar heyrist hljóð úr horni, ef reka á orkufyrirtækin á Íslandi samkvæmt grimmustu arðsemiskröfum erlendra jarðefnaeldsneytisraforkuvera. (Margir stafir )
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.8.2009 kl. 17:03
Einar þú ferð rangt með
Skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ fyrir iðnaðarráðuneytið telur þjóðhagslega hagkvæmt að ráðast í stóriðju á næstu árum Nýleg áfangaskýrsla fyrir fjármálaráðuneytið kemst að allt annarri niðurstöðu
HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands hefur skilað iðnaðarráðuneytinu umbeðinn skýrslu um hagrænt mat á áhrifum stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf. Í skýrslunni kemur m.a. fram að raforkuverð til álvera, samkvæmt ársreikningum Landsvirkjunar, sé á sama bili og annars staðar. Það er annað en fram hefur komið frá höfundum skýrslu Sjónarrandar ehf. fyrir fjármálaráðuneytið, að orkuverð til álvera hér á landi sé lágt og lítil þjóðhagsleg arðsemi sé af stóriðjuframkvæmdum.
Meðal helstu niðurstaðna skýrslu Hagfræðistofnunar er að flest bendi til að þjóðhagslega hagkvæmt verði að ráðast í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum. Útlit sé fyrir slaka í hagkerfinu á þessu tímabili auk þess sem slíkar framkvæmdir muni hafa jákvæð áhrif á íslenskan vinnumarkað.
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, sér ástæðu til að vekja athygli á skýrslunni og einkum þeim þætti er snýr að orkuverði til stóriðju. Á vef samtakanna segir að Samorka hafi engar frekari upplýsingar um raforkuverð til stóriðju, þar sem trúnaður ríki um orkuverð í samningum, og geti því ekki staðfest þessa niðurstöðu Hagfræðistofnunar. Hins vegar sé ástæða til að vekja athygli á niðurstöðunum þar sem því sé iðulega haldið fram að orkuverð til stóriðju sé með lægsta móti hér á landi.
Gjaldeyristekjur af stóriðju eru nú 80 milljarðar króna á ári.
Össur hf. og Marel hf. eru á meðal best þekktu iðnfyrirtækja landsins og eru bæði á hlutabréfamarkaði. Þessi félög eru í rekstri sem talinn er áhættumeiri en rekstur Landsvirkjunar. Arðsemi eigin fjár í þessum félögum ætti því að vera umtalsvert hærri en hjá Landsvirkjun. Svo er þó ekki eins og sjá má í töflunni að neðan sem unnin er úr ársreikningum Landsvirkjunar og þessara félaga. Skýrsla Sjónarrandar sýnir arðsemi orkufyrirtækja í Evrópu aðeins til 2007 og því er látið staðar numið þar.
2003
2004
2005
2006
2007
Meðaltal
Landsvirkjun
4%
14%
11%
6%
29%
13%
Marel
17%
31%
18%
0%
4%
14%
Össur
11%
31%
15%
3%
4%
13%
Orkufyrirtæki í USA*
11%
10%
9%
10%
11%
10%
Orkufyrirtæki í Evrópu*
11%
12%
12%
15%
15%
13%
* Upplýsingar úr skýrslu Sjónarrandar
Eins og sjá má er meðalarðsemi eigin fjár fyrirtækjanna svipuð á þessu tímabili og arðsemi Landsvirkjunar sambærileg við arðsemi orkufyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum.
Þess ber að geta að ef bætt er við árinu 2008 lækkar meðalarðsemi Landsvirkjunar nokkuð en snörp lækkun álverðs kom illa við afkomu fyrirtækisins á liðnu ári. Álverð hefur nú hækkað verulega á nýjan leik sem eykur aftur arðsemi fyrirtækisins.
Rauða Ljónið, 13.8.2009 kl. 21:10
Ekki hefði verið hægt að reisa stærstu orkuverin nema selja orkuna til stóriðju.Því má ekki gleyma.Kostnaðurinn við að reisa Búrfellsvirkjun hefur verið greiddur af stóriðju.Svo verður með aðrar stórvirkjanir í fyllingu tímans.Raforkuverð til almennings hefur ekki hækkað miðað við framreiknað verðlag við það að reistar hafi verið stórvirkjanir sem selja orku til stóriðju.
Sigurgeir Jónsson, 13.8.2009 kl. 21:11
Gerðu þér grein fyrir því að Draumalandið er skálsaga eins og Hans og Gréta.
Rauða Ljónið, 13.8.2009 kl. 21:28
Á sínum tíma álpaði forstjóri Alcoa því út úr sér að raforkuverðið hér væri mun lægra til álvera en í Brasilíu.
Í málaferlum, sem voru á dagskrá í einu af Vesturstrandaríkjum Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum kom vel fram hvað verðið væri miklu hærra þar en hér vegna þess að þar var farið ofan í saumana á þessu og það gert opinbert.
Það hentar álfyrirtækjunum að viðhafa leynd um þetta til þess að geta spilað á seljendurna.
Fróðlegt er að sjá þá afstöðu manna að sérstaklega sé eftirsóknarvert að reisa stórvirkjanir.
Það rímar við 50 ára söng um það hve eftirsóknarvert það sé að virkja fyrir "orkufrekan iðnað", sem sé að reynt sé að leita eftir þeim kaupanda sem bruðlar mest með orkuna.
Þetta er fráleit stefna hvað varðar jarðvarmavirkjanir þar sem hægt er að fara rólega og örugglega í stað þess að selja einum kaupanda alla orku fyrirfram á heilu bretti í heilum landshluta.
Það er í raun landsala og afsal lands.
Ómar Ragnarsson, 13.8.2009 kl. 23:06
Einar Bergmundur: "En heimili og annar rekstur greiðir svipað og í Evrópu."
Ég get ekki orða bundist. Þvílík vitleysa! Ég er í námi í Bretlandi og bjó í Edinborg síðastliðinn vetur. Þar leigði ég þriggja herbergja íbúð, ca. 65 fermetra.
Íslendingar hafa leigt þessa íbúð frá 1994, hún er með "venjulegri lofthæð", tvöföldu gleri auk sérstakrar einangrunar á háa loftinu yfir íbúðinni til að tapa út sem minnstum hita. Hún er því eins vel einangruð og íbúðir gerast best á þessu svæði.
Fyrir þessa íbúð greiddum við orkufyrirtækinu 70 pund (um 14.000 krónur) á mánuði. Vinir okkar bjuggu í stærra húsi með hárri lofthæð og einföldu gleri voru að greiða 300-400 pund á mánuði (60-80 þús. íkr.).
Okkur tókst að ná reikningnum niður í 70 pund á mánuði með því að hafa einungis kveikt á húshituninni þrjá klukkutíma á sólarhring, slökkt alla nóttina (strákurinn okkar svaf í flísnáttfötum þegar það var kalt og við með þykka sæng), vera mjög dugleg að slökkva ljósin í þeim herbergjum sem við vorum ekki í og taka lægsta mögulega taxta með því að fá ekki senda reikninga heldur sjá um allt á netinu o.s.frv.
Við eigum íbúð í Reykjavík sem er svipuð að stærð og höfum verið að greiða innan við 5.000 krónur til Orkuveitunnar vegna hita og rafmagns.
Við erum því að greiða tvisvar til þrisvar sinnum meira fyrir þessa þjónustu og fáum í staðinn ókynta íbúð stærstan hluta sólarhringsins í stað þess að vera alltaf hlýtt á Íslandi.
Ofangreind fullyrðing er því fráleit. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur á svo sannarlega við um orkumálin þegar maður flytur á brott frá Íslandi.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 13.8.2009 kl. 23:12
Sigurður, -orkuverðið sem þú nefnir í UK er sambærilegt við rafkyndingu á Íslandi. Verð á heitu vatni í Reykjavík er mun lægra en evrópubúar greiða fyrir kalt vatn. Sjálfur greiði ég meira í rafmagn en hita, þó svo að raforkunotkunin sé stærðargráðu minni en hitaorkan.
Það má skoða orkuverð og afkomu LV frá mörgum hliðum.
Lengi var því haldið fram að virkjanir væru greiddar niður á 20 árum.
Þær virkjanir sem eru eldri en 20 ára eru:
Búrfellsvirkjun 1972
Laxárvirkjanir 1970
(Blanda 1990)
Sigalda 1977
Hrauneyjar 1982
Karafla fyrri vél ca 1984
Sogsvirkjanir 1937 -195X
Laxá 1939 - 1973
Þessar virkjanir ættu því að vera afskrifaðar að fullu, en í þeim er framleiddu uþb. helmingur raforku LV. Eigendur LV nota einungis 20% raforkunnar. Samkvæmt því ættu ekki að hvíla neinar skuldir á þeim virkjunum sem framleiða raforku fyirr almennan markað og LV ætti ekki að þurfa að selja raforku hærra verði til eigenda sinna en sem nemu rekstri og afskriftum. Ég á þó fastlega von á því að fall krónunnar valdi því að LV hækki verð til almenningsveitna, þó svo að á bakvið þá framleiðslu ætti ekki að vera nokkur erlendur fjármagnskostnaður.
Það er nefnilega ótrúlega margt sem LV hefur klúðrað vegna þess að þar hafa menn farið offari. Vandamálið við LV (og einingar sem LV hefur yfirtekið) er að rekstuinn hefur verið keyrður áfram af pólitískum en ekki viðskiptalegum forsendu.
Klúðurlistinn er helv. langur......
Það var tap á Búrfelli amk fyrsta áratuginn vegna lélegs orkusölusamnings, rennslisforsendur brugðust vegna kólnandi veðurfars, inntakið var stórgallað, framleiðsla stopul og gríðarlegur kostnaður hlaust af reddingum á borð við Kvíslaveitur, Sultartangastíflu og Sigölduvirkjun sem rokið var í, til að ná að standa við gerða samninga sem ekki var hægt að standa við vegna þess að forsendur virkjunarinnar stóðust ekki. Þið getið lesið í sögu RARIK þegar R fengu reikninginn fyrir tapinu af Straumsvíkursamningnum. Fyrir 10 árum var „skrúfað upp í Búrfellsvirkjun um 60MW. Þetta var kynnt sem frábær snilld og mjög hagkvæmt. Verst að henda þurfti öllu spennivirkinu sem annaði ekki auknu álagi og enurbyggja alla rafalana. En þetta voru nú bar e-h milljarðar í ófyrirséðan kostnað (minnir á jeppakarlana sem auka við vélaraflið og verða steinhissa þegar drifbúnaður gefur sig undan auknu álagi)
Krafla! að kalla það klúður "ævintýri" er skemmtileg orð yfir efnahagslegt sjálfsmark.
Laxá 3 -þar sem krapinn beljar beint inn á vélar vegna þess að LV vill ekki viðurkenna umhverfiskröfur.
Sigalda -þar sem fjórðungur jökulvatns Tungnár liðast framhjá virkjuninni sem blátært lindarvatn.
Búrfellslína 1 -sem hrundi við Þjórsá á versta tíma stuttu eftir byggingu. Möstrin voru ofurhá til að tryggja að Þjórsáin væri SKIPGENG!
Skjálfandafljótsstífla í Vonarskarði -sem hróflað var upp í í leyfisleysi í skjóli myrkurs í lok ferðamannatímans. Stíflunni skolaði burt næsta vor.
Blönduvirkjun -Ekki var nokkur þörf á virkjuninni fyrr en mörgum árum eftir að hún var ræst.
Fljótsdalsvirkun -Franskur verktaki vildi setja inn ódýrara frávikstilboð og heilbora alla vatnsvegi í stað margra tuga Km af opnum skurðum. Verkið varið boðið út að nýju í sannkölluðum drulluhvelli mv. göng í stað skurða. Þessi vankunnátta útboðsaðila er kennslubókarefni í jarðtækni.
Það hefur verið hljótt um þessa þætti. Það er skiljanlegt að LV geymi raforkusölusamningana á þurrum og dimmum stað.......
Karl Ingólfsson, 14.8.2009 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.