13.8.2009 | 20:54
Þetta er eina leiðin.
Strax í haust var ljóst að eitt meginverkefni ráðamanna Íslendinga og þjóðarinnar sem heildar var að útskýra hinar einstæðu aðstæður sem myndast höfðu í málefnum landsins og áttu sér ekki hliðstæðu að neinu leyti.
Greinar eftir þáverandi og núverandi forsætisráðherra hefðu átt að birtast í erlendum blöðum og full þörf hefði verið og er enn á fundum leiðtoga Íslendinga og nágrannalandanna.
Það hefur gengið allt of hægt að koma þessu af stað og framundan er margra ára öflug barátta í þessum efnum, barátta sem verður að vera í forgangi.
Jóhanna á vef Financial Times | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála því að ríkisstjórnin eigi að eyða öllu púðrinu í að sannfæra útlendinga eftir öllum þekktum leiðum um stöðu Íslands í stað þess að sannfæra Íslendinga um það sem þeir þegar vita. Það er ekki spurning um peninga, það er nauðsyn.
Rúnar Már Bragason, 13.8.2009 kl. 21:07
Útlendingum er nokk sama! Það eru fyrst og fremst Íslendingar sem lesa svanasöng vikapilta Jóhönnu á vef Financial Times. Hin boðaða fórnarveisla mun auðvitað vera eitthvað sem útgeldingar spyrja sig hvað sé.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.8.2009 kl. 23:23
Setti þetta inn á bloggið hjá Samfylkingarmanni
mín von er, að þessir sem vilja undir erlent vald verði refsað grimmilega í næstu kosningum, sem ég tel ekki langt undan.
Það er þjóðarböl, hversu mjög haefur safnast að Alþingi snefilmenni og veifaskjattar, þeirra eftirmæli í ritaðri sögu framtíðar verður staða þjóðníðinga.
Gamalmennið hún Jóhanna ljær nafn sitt við samsuðu jafnvel ekki henni bjóðandi.
Vonandi vaxa hreðjar á framtíðar íslendinga og við náum að hreinsa stóla Alþingis af viðlíka liði og áður vildu ljá Noregskonungum eyjar fyrir Norðurlandi.
Sama ræður gerðum manna nú og þá.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 14.8.2009 kl. 00:41
Bjarni Kjartansson, 14.8.2009 kl. 00:59
Ómar það er einn stjórnmálaflokkur á Alþingi sem hefur verið einhuga um að samþykkja þennan ,, glæsilega Icesavesamning". Nú hefur lekið út að meira að segja innan ,,sértrúarhópsins" séu að koma efasemdir.
Hvers konar sannfæring er það annars að segja hér við landsmenn að við verðum að samþykkja ósköpin og skrifa síðan baráttugreinar í fjölmiðla annarra þjóða? Hvar er sannfæringin?
Sigurður Þorsteinsson, 14.8.2009 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.