Austurland skaffar fólksfækkun.

Þegar sérfræðingar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fóru að skoða íslenska "gróðærið" sem sprakk, voru þeir fljótir að reka augun í upphaf "gróðærisins" haustið 2002 þegar þenslan, sem síðan fór stigvaxandi hófst með því að landsmenn tóku sér yfirdráttarlán í milljarðatali út á fyrirhugaðar framkvæmdir á Austurlandi.

Sérfræðingur i Seðlabankanum fann út að 80% þenslunnar kom með yfirdráttarlánum án þess að byrjaðar væru nokkrar framkvæmdir eystra.

Vorið 2003 bætti Framsóknarflokkurinn síðan húsnæðislánasprengingu ofan á þetta sem einkavinavæðing sama flokks í bankakerfinu tryggði að færi eins og sinueldur um allt lánakerfið. 

Í forsendum fyrir framkvæmdum á Austurlandi var aldrei gert ráð fyrir því að tímabundin hækkun húsnæðisverðs þar myndi gera fólki í hundruðatali kleift að flytja í burtu.

Á fundi Íslandshreyfingarinnar á Húsavík fyrir kosningarnar 2007 skóku margir fundarmenn framan í okkur hnefa og hrópuðu: "Með því að leggjast gegn álveri á Bakka viljið þið koma í veg fyrir að við getum selt fasteignirnar okkar!"

Með öðrum orðum: Álver er forsenda fyrir því að við getum flutt suður.  

Nú blasir við að langhæsta prósentutala fyrstu fólksfækkunar á Íslandi í 120 ár, 8,2%,  er á Austurlandi !  


mbl.is Íbúum á Íslandi hefur fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta sýnir okkur að það er ólíft í höfuðborginni og fjöldi glæpamanna er fluttur á brott frá Reykjavík. Um 650 Hafnfirðingar hafa komið fram úr fylgsnum sínum og fengið sér nafnnúmer eftir að hafa búið á loftum og í kjöllurum í tugi ára. Fjölgunina í Kópavogi er aðeins hægt að skýra með hórlífi eða með lélegu bókhaldi Gunnars Birgissonar. Mér finnst sem betur fer að ég taki ekki eftir fleiri Kópavogsbúum en venjulega. Það verður þröngt í Kópavogsvagninum. Sem sagt nokkuð góð fækkun. Menn verða að vera tilbúnir þegar þeir komast inn í ESB sæluna. Þar fækkar fólk sér skipulega, nema þeir sem munu erfa Evrópu í nafni Allah hins almáttuga.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þessi stutta greining hjá þér Ómar - segir sanna sögu... Öflugt upphaf hrunsins...

Sævar Helgason, 19.8.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er ótrúlegur misskilningur í þér Ómar en ég vil þó byrja á að segja að ég er sammála þér að húsnæðislánasprengja Framsóknarflokksins var afar óheppileg á viðkvæmum tíma.

Framkvæmdirnar á Austurlandi er ekki ástæða þess að "gróðærið sprakk" , jafnvel þó einstaka "fræðingar" haldi því fram. Þú segir:

"Í forsendum fyrir framkvæmdum á Austurlandi var aldrei gert ráð fyrir því að tímabundin hækkun húsnæðisverðs þar myndi gera fólki í hundruðatali kleift að flytja í burtu."

Þetta er alrangt hjá þér. Í mati á umhverfisáhrifum álversins er einnig farið gaumgæfilega í félagsleg áhrif álversins og meðal margs annars, er gert ráð fyrir verulega hækkandi húsnæðisverði á svæðinu. Þetta þykir jákvætt því það er ekkert nema neikvætt að binda fólk átthagafjötrum. Fólk vill flytjast búferlum af ýmsum ástæðum, t.d. eldra fólk sem vill flytja á höfuðborgarsvæðið, því þar hafa börn þeirra fest rætur eftir nám.

Mjög algengt er á landsbyggðinni að fólk fái ekki vinnu við hæfi á heimaslóðum eftir að háskólanámi lýkur. Nú hefur það breyst til batnaðar í Fjarðabyggð, eftir að álverið hóf starfsemi sína. Íbúum Fjarðabyggðar hefur fjölgað töluvert, eins og gert var ráð fyrir í umhverfismatinu. Það, að einhverjir hafi getað losað sig við æviklafann, rándýrt húsnæði sitt sem það byggði sjálft, en var verðlaust áður en til framkæmda kom hér eystra, er bara yndislegt. Þetta fólk fær þó sæmilega blokkaríbúð fyrir ævibaslið.

Svo segirðu:

"Nú blasir við að langhæsta prósentutala fyrstu fólksfækkunar á Íslandi í 120 ár, 8,2%,  er á Austurlandi ! "

Ég á bátt með að trúa að þú áttir þig ekki á þessu, Ómar, en einlæg trú þín á að álver séu rót alls ills, er e.t.v. að villa þér sýn þarna. Ég ætla að sjá hvort einhver slæðist ekki hér inn, sem getur útskýrt hvers vegna þetta er afar villandi staðhæfing og að mínu áliti þeim til minnkunnar sem reynir að nota svona þvælu máli sínu til framdráttar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.8.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aldrei sagt að "álver séu rót alls ills." 8,2% fækkun, er það "svona þvæla"?

Ómar Ragnarsson, 19.8.2009 kl. 12:14

5 identicon

Þessi fækkun er út af minnkandi umsvifum við Kárahnjúka og er mjög eðlileg ekki satt? Austfirðingum fjölgaði um svona 15-20% minnir mig f. nokkrum árum út af virkjanaframkvæmdunum.

Ari (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 12:51

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Auðvitað höfðu hin miklu en skammvinnu áhrif framkvæmdanna í för með sér gífurlega fjölgun íbúa í stórum en fámennum landshluta. Þessi fólksfækkun segir allt sem segja þarf um það og ósmekklegt að setja dæmið upp eins og Ómar gerir.

Talið frekar um hin jákvæðu áhrif sem álverið hefur haft á íbúaþróun á áhrifasvæði sínu, sem vel að merkja er ekki ALLT Austurland.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.8.2009 kl. 13:18

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Framkvæmdum við Kárahnjúka, gerð ganga og stíflna lauk á útmánuðum 2007 og áhrif þess komu fram það ár og voru gengin yfir 1. júlí 2008. Allt tal um að þessi fækkun nú sé afleiðing af "gífurlegri fjölgun íbúa" sem enn hafi verið til staðar 1. júlí 2008 er því út í bláinn.

2008 og það sem af er 2009 hefur staðið yfir vinna við Hraunaveitu og um þessar mundir hefur bæst við vinna við aukastíflu norðan við Kárahnjúkastíflu og mótvægisaðgerðir við Hálslón auk gerðar Kelduárstíflu og frágangs á Hraununum.

"Ekki ALLT Austurland" segirðu. Þar kemurðu að kjarna málsins. Fulltrúar allra sveitarstjórna á Austurlandi tóku vel í Kárahnjúkavirkjun af því að þeir héldu að það yrði fjölgun og uppsveifla á ÖLLU Austurlandi en ekki einungis í tveimur sveitarfélögum.

Ef brot af 160 milljarðunum, sem fóru í Kárahnjúkavirkjun, hefðu verið nota til að setja Kárahnjúkasvæðið á heimsminjaskrá UNESCO og gera þar Brúarjökulsþjóðgarð, gera svæðið aðgengilegt með heimkynnum jólasveinsins á Fljótsdalsheiði, auglýsa svæðið og töfra þess erlendis, lengja Egilsstaðaflugvöll, gera göng undir Hellisheiði og greiðar samgöngur um Austurland, byggja upp aðstöðu til að taka á móti stórauknum fjölda ferðamanna, sem dreifðist um ALLT Austurland, - ef þetta hefði verið gert, þá liti dæmið öðruvísi út í dag.

Í staðinn voru stofnsett langdýrustu störf Íslandssögunnar á einum bletti og ruðningsáhrif virkjanaframkvæmda látin tryggja samdrátt utan virkjanasvæðisins.

Ómar Ragnarsson, 19.8.2009 kl. 13:52

8 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Segja má að álversumræðan hafi byrjað af krafti árið 1998 þegar mestu átökin voru um Eyjabakkavirkjun.  Það ár var ég í sveitarstjórn á Héraði og var úthrópaður sem óvinur Austurlands fyrir það eitt að vilja sjá þá framkvæmd fara í umhverfismat.  Mannfjöldi á Austurlandi er nú svipaður og hann var það ár, þrátt fyrir að enn séu nokkrar framkvæmdir í gangi sem tengjast virkjana og stóriðjuframkvæmdum.

Það er óumdeilanlegt að framkvæmdirnar eiga umtalsverðan þátt í þeirri óstjórn efnahagsmála sem hafði í för með sér það efnahagshrun sem við stöndum nú frammi fyrir.  Nú má hverjum manni vera það ljóst hversu mikið feigðarflan þessar framkvæmdir voru. 

Vissulega eiga þeir sem hvað harðast börðust fyrir þessum framkvæmdum erfitt með að viðurkenna það fyrir öðrum og þó sérstaklega sjálfum sér, hversu stór mistök þetta voru.  Ég hef ákveðna samúð með því fólki og í sjálfu sér er það mjög skiljanlegt að erfitt sé að horfa á staðreyndirnar sem nú blasa við.

Þrátt fyrir að öll plön hefðu gengið upp um efnahagslegan ábata og áhrif á byggðaþróun, þá var það óásættanlegt að fórna þessum náttúruverðmætum.  En það er þyngra en tárum taki að öllu þessu skuli vera fórnað fyrir ímyndaðan skyndigróða.  Ekki síst í ljósi þess að strax fyrir áratug hefði flestum mátt vera ljóst að þetta gat aldrei gengið upp.

Jón Kristófer Arnarson, 19.8.2009 kl. 14:45

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mikið af útlendingum sem skráðir eru með lögheimili á Austurlandi, eru enn að flytja af landi brott. Þeir starfsmenn sem enn eru að vinna við framkvæmdirnar uppi á Kárahnjúkum (og mér skilst að það sé dágóður slatti) eru mest allt Íslendingar með sín lögheimili víða um land.

Ómar, bentu mér á stafkrók um það í áætlunum þeirra sem töluðu fyrir álveri í Reyðarfirði, að áhrifasvæði verksmiðjunnar yrði utan Fjarðabyggðar. Þó má geta þess að áhrif álversins á Egilsstaði eru töluverð.

Og svo þessi lífsegi misskilningur "Að nota peningana í annað".

Hvaða peninga ertu að tala um Ómar? Peningarnir sem fóru í virkjunina voru EKKI teknir af öðru framkvæmdafé hins opinbera. Og verði þeim þingmanni Austurlands að góðu, sem reynir að kjördæmapota tugum eða hundruðum miljarða í heimahagana. Þið gerið ykkur e.t.v. ekki grein fyrir því, en Austurland er lang fámennasti hluti landsins per. ferkílómetra.

Það er mikilvægt að svona stórt kjördæmi hafi kjölfestu og það er viðleitni til þess með álveri í Reyðarfirði. En því miður var það ljóst frá upphafi að t.d. yrði Seyðisfjörður útundan að mestu hvað þetta varðar, en það gæti hugsanlega breyst ef áætlunin "Samgöng" nær fram að ganga. Eins eru byggðirnar sunnan Fáskrúðsfjarðar dálítið afskiftar, a.m.k. sunan Stöðvarfjarðar.

Fækkun hefur verið töluverð í jaðarbyggðum Austurlands, í norðri og suðri.  Að halda að álver í Reyðarfirði hafi eitthvað haft fyrir Vopnafjörð að segja, er álíka gáfulegt og að halda að álverið í Straumsvík gerir eitthvað fyrir Hellissand.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.8.2009 kl. 15:21

10 identicon

Góður pistill hjá þér Ómar eins og venjulega. 

Sérstaklega:  "Ef brot af 160 milljarðunum, sem fóru í Kárahnjúkavirkjun, hefðu verið nota til að setja Kárahnjúkasvæðið á heimsminjaskrá UNESCO og gera þar Brúarjökulsþjóðgarð, gera svæðið aðgengilegt með heimkynnum jólasveinsins á Fljótsdalsheiði, auglýsa svæðið og töfra þess erlendis, lengja Egilsstaðaflugvöll, gera göng undir Hellisheiði og greiðar samgöngur um Austurland, byggja upp aðstöðu til að taka á móti stórauknum fjölda ferðamanna, sem dreifðist um ALLT Austurland, - ef þetta hefði verið gert, þá liti dæmið öðruvísi út í dag."

Hræðileg mistök sem voru gerð með þessari virkjun og mun fylgja Íslandi um alla framtíð.

Andrea (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:33

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki í okkar valdi að "Setja Kárahnjúkasvæðið á heimsmynjaskrá UNESCO"

Og nýting á Kárahnjúkasvæðinu til ferðamennsku er óraunhæf, nema nokkra tugi daga á ári.

Voðalegir einfeldningar eruð þið!

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.8.2009 kl. 17:39

12 identicon

Ómar þú mátt ekki gleyma kvótabrasksprengingunni sú fyrsta var að springa í Vestmannaeyjum hún var nokkuð stór. Þær eiga eftir að vera fleirri kvótabrasksprengjurnar vítt og breitt um landið og sumar eiga eftir að vera stærri en okkur grunar í dag.

Þegar þessar sprengjur hafa sprungið allar saman þá munu erlendu kröfuhafarnir á hendur íslensku bönkunum sem fjármögnuðu braskið fyrir hrun(rán)gera kröfu um að þeir geti selt kvótabraskkerfið það íslenska hæstbjóðenda á Evrópusambandssvæðinu!! Þá verður Össur ánægður og co.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:17

13 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góður pistill hjá þér Ómar. Það er mikið gleðiefni að fólk skuli hafa bolmagn til að flytja þangað sem það langar að vera. Ef fólk vill ekki búa í einhverjum landshluta er ekkert eðlilegra en að þar eigi sér stað fólksfækkun.

Hörður Þórðarson, 19.8.2009 kl. 19:25

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er í okkar valdi að vekja athygli á þeim stöðum landsins sem gætu komist á heimsminjaskrána. Ef við hefðum ekki gert það varðandi Þingvelli væru þeir enn utan þessarar skrár.

Nú er ég búinn að vera á ferli á þessu svæði á öllum árstímum í 14 ár og sem dæmi um fordómana gagnvart aðgenginu hef ég öll árin getað lent á Sauðárflugvelli Agnars Koefoed-Hansens frá 10. júní fram í byrjun nóvember eða í sex mánuði. Það gera 25 vikur.

Það er vegna þess að þetta er úrkomuminnsta svæði landsins.

Ómar Ragnarsson, 19.8.2009 kl. 19:45

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Útsendarar Íslands voru búnir að vera á hnjánum í tugir ára til þess að koma Þingvöllum á heimsmynjaskrá. Það tókst að lokum með harðfylgi, en sérstaða Þingvalla var m.a. vegna þess að þar var fyrsta löglega þingið í veröldinni sett.

Þið skuluð ekki láta ykkur dreyma um að Kárahnjúkasvæðið hefði norntíma verið sett á heimsmynjaskrá UNESCO. Til þess er það ekki nógu merkilegt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.8.2009 kl. 19:57

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Nokkurntíma" á þarna að standa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.8.2009 kl. 19:58

17 Smámynd: Benedikt V. Warén

Er Þingvallavatn ekki uppistöðulón?? 

Benedikt V. Warén, 19.8.2009 kl. 21:47

18 identicon

„...en sérstaða Þingvalla var m.a. vegna þess að þar var fyrsta löglega þingið í veröldinni sett.“

Dálítið merkileg söguskoðun!  Hér hefur verið gerð tímamótauppgötvun!  Öll eldri þing í veröldinni hafa sem sagt verið ólögleg?  Gunnar, hefurðu komið þessum sannindum á framfæri við sagnfræðinga?

Eða ertu bara að bulla?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:48

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og Kárahnjúkasvæðið er nú útleikið verður það að sjálfsögðu ekki sett á heimsminjaskrá.

Fyrir rúmum áratug, ekki "tugum ára" og ekki "á hnjánum", datt mönnum hér á landi í hug að mæla með Þingvöllum og Mývatni sem kandidötum á heimsminjaskrá.

Umsóknarmöguleiki Mývatns var hlegin út af borðinu, - með Kísilverksmiðju við bakkann og kísilnám í vatninu sem nú hefur líkast til stórskaðað lífríki vatnsins.

Einn helsti umsagnaraðili um kröfur til staða á heimsminjaskrá sem komið hefur hingað til lands hefur talið einstæðustu hluta hins eldvirka Íslands eiga meiri möguleika á að komast á skrána en margir þeir staðir erlendis sem þegar eru komnir á hana.

Þingvallavatn er náttúrugert stöðuvatn, en með stíflu Steingrímsstöðvar er möguleg svo lítilfjörleg vatnsborðssveifla að hennar verður varla vart. Ætli sú sveifla sé meira en 2% af sveiflu Hálslóns og hugsanlegar fjörur vegna hennar langt innan við 1%.

Þar að auki er Þingvallavatn kristaltært en Hálslón mettað af tíu milljón tonnum af drullu sem árnar bera í það á hverju sumri og valda því að allt að 40 ferkílómetrum af fjörum lónsins í sumarbyrjun eru þakin rokgjörnum leir og fíngerðum sandi.

Ómar Ragnarsson, 20.8.2009 kl. 01:34

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er merkilegt ef Mývatn hefur verið "hlegið af borðinu" fyrir mannvirki á svæðinu, í ljósi þess að t.d. Auschwitz er á heimsmynjaskrá UNESCO. Eða varð Auschwitz kannski til af náttúrulegum ástæðum.

Elsta löggjafarþing í heimi þorvaldur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.8.2009 kl. 04:29

21 Smámynd: Alli

 "Að setja Kárahnjúkasvæðið á heimsminjaskrá UNESCO og gera þar Brúarjökulsþjóðgarð" kemur austurlandi ekkert við.

Að minnsta kosti ekki ef notuð er aðferð Þórunnar Sveinbjarnardóttur við skipun framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur í Reykjavík.

Alli, 20.8.2009 kl. 08:35

22 identicon

Mikið er ég feginn að sjá að það er kominn fram annar Don Kíkóti til þess að koma að öðru sjónarhorni hér á bloggið hans Ómars...takk fyrir það Gunnar Th. Gunnarsson. Ég er hinsvegar ekkert orðinn þreyttur á vindmillunum og ætla að skjóta inn nokkrum athugasemdum.

Það er merkilegt að Kárahnjúkasvæðið (hið eldra) verður alltaf merkilegra og merkilegra með hverju árinu sem líður. Nú er það orðið kandidat á heimsmynjaskrá. Minnir soldið á laxinn sem slapp....hann stækkar í hvert skipti sem sagan er sögð. Ekki síst í ljósi þess að umhverfisverndarnestorinn Hjörleifur Guttormsson, hafði það eitt um þetta svæði að segja að ,,þar væri fátt að sjá".

Að nota framkvæmdaféð í ,,eitthvað annað". Féð var fengið að láni hjá erlendum lánastofnunum sem lánuðu til arðbærra virkjanaframkvæmda....en hefðu aldrei verið tilbúnar til að lána til ,,einhvers annars". Það hefur alltaf (fyrir utan árin 2003 til 2006) verið erfitt að útvega lánsfé til Íslands og algerlega ómögulegt í ,,eitthvað annað".

Kárahnjúkasvæðið jók verðmæti sitt sem ferðamannasvæði í kjölfar uppbyggingarinnar. Andstæðingar virkjunarinnar vilja hinsvegar meina að ef þeir hefðu bara haft fullar hendur fjár og gert ,,eitthvað annað" við peninginn í þágu svæðisins þá hefði verðmætið aukist enn meira og jafnvel meira heldur en sem nemur samanlagðri verðmætaaukningu svæðisins sem ferðmanna- og orkunýtingarsvæðis. Mér þætti gaman að sjá Excel skjölin sem þessir útreikningar voru gerðir í.

Varðandi fólksfjöldabreytingar á svæðinu. Þær voru alltaf fyrirséðar. Ef það er staðreynd að í dag búa jafnmargir á svæðinu einsog 1998 líkt og Jón Kristófer bendir á þá get ég ekki betur séð en það sé stórkostlegur sigur. Austurland er þá líklega eina landsbyggðarsvæðið utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar þar sem fólksfjöldi hefur staðið í stað. Það væri áhugavert að sjá hver íbúafjöldi á austurlandi væri ef ekki hefði komið til álversuppbyggingar. Það mætti áætla það t.d. með því að framreikna fólksfækkunarkúrfuna frá 1988 til 1998 fram til ársins 2009 og ætli það kæmi þá ekki í ljós að hugsanlega búa allt að 2000 fleiri manns á austurlandi í dag en hefði verið að óbreyttu.

Just my two cents.....

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 09:49

23 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hjörleifur Guttormsson vann þrekvirki þegar hann ferðaðist um hálendi og fjöll og skrifaði um það bækur. Hann vissi hins vegar ekki á þeim tíma, frekar en ég allt fram til tíu dögum fyrir drekkingu, að Jökla hefði á innan við öld búið til marglitt gljúfrið, Stapana og Rauðuflúð og sett þar upp einstakt sjónarspil afkasta hins mikla Brúarjökuls.

Það var ekki hægt að ætlast til að Hjörleifur gæti rannsakað þetta svæði jafnvel og síðar var gert með mun meiri mannskap.

Færustu vísindamenn á undan Kópernikusi og Galileo töldu að jörðin væri flöt og sólin snerist í kringum hana. Bestu vísindi þeirra tíma vissu ekki annað.

Eigum við þá að segja að jörðin sé flöt af því að þessir vísindamenn héldu því fram?

Eða lifum við á öld upplýsingar þar sem hafa skal það er sannara reynist og taka mark á þeim upplýsingum sem nýjastar eru og bestar?

Á árunum 1988 til 1998 snerist öll umræða á Austurlandi um þann eina möguleika sem fælist í stórvirkjun þar. Öllu öðru var vikið til hliðar, - menn vildu ekki sjá neitt annað.

Það er gaman að sjá að Magnús Birgisson er ekki ánægður með þá fullyrðingu álverssinna að fólki myndi fjölga um 1500 manns á Austurlandi með tilkomu álversins, - nei 2000 manns skulu það vera.

Það er fólkið sem fyllir tómu blokkirnar á Egilsstöðum.

Ómar Ragnarsson, 20.8.2009 kl. 10:46

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tómt íbúðarhúsnæði segir ekki neitt nema að byggt hafi verið of mikið. Það var gert í miklum mæli á höfuðborgarsvæðinu, hvað segir það þér , Ómar?

Á Eyjabakkasvæðinu átti að vera óþrjótandi möguleikar til ferðamennsku og útivistar ef því yrði hlíft. Svæðið átti að gefa af sér margfalt meira en virkjun og álver myndi gera.

Venjulegu fólki finnst svona öfgaáróður, bull og ýkjur, skaða uppbyggilega umræðu um náttúruvernd. Talsmönnum náttúruverndar finnst þetta einhverra hluta vegna allt í lagi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.8.2009 kl. 11:19

25 Smámynd: Benedikt V. Warén

Árið 1990 voru Austfirðingar 13.216 en fækkaði jafnt og þétt að meðaltali um 112 á ári til 2002 eða um 1.458 manns niður í 11.758 íbúa.  Það má leiða líkum að því að ef ekkert hefði verið aðhafst væri íbúatalan nú um 11.000 manns, eða 1.649 íbúum færra en nú er raunin.

Frá 2002 til þessa dags, sem um er rætt, hefur dæmið snúist við og fjölgunin hefur verið 891 eða um 127 manns á ári og telja nú skv. bráðabirgðatölum Hagstofunnar 12.649 manns.

Við Austfirðingar erum að ná sama fjölda og 1996 þegar íbúatalan var 12.680.  Með sama framhaldi gæti íbúatalan á Austurlandi verið komin í 13.000 að þremur árum liðnum og gætum þá jafnað íbúatölu frá árinu 1993.

Ég tel þetta mikinn sigur í baráttunni við fólksflóttann.

Ég get hins vegar ekki annað en verið undrandi á jafn klárum manni og Ómari Ragnarssyni, að nýta sér tölur, sem eru ekki samanburðarhæfar.  Það vita allir sem það vilja það sjá, að á meðan á framkvæmdum stendur, á sér stað mikill flutningur starfsmanna á milli svæða, sem skekkja allan samanburð í íbúatölum.

Mér dettur hins vegar ekki augnablik í huga að andmæla því að fjölgunin er minni en væntingar stóðu til.  Það er hins vegar tilefni til frekari rannsókna og ekki fráleitt að spyrða það saman við það, að nokkrir Reykvíkingar eru búnir að draga land og þjóð þannig ofan í svaðið að mörg ár tekur að hreinasa upp eftir þá.  Það veldur ef til vill því, menn eru að upplifa það í Reykjavík, að lenda í átthagafjötrum, þegar fasteignamarkaðurinn er botnfrosinn og ekki hægt að selja eignir á sanngjörnu verði.

Þökk sé nú, að eitthvað er til staðar, eins og álver og virkjun í Fljótsdal, að afla gjaldeyris á meðan verið er að komast út úr þessu manngerða fjármálafárviðri og skaffa byrtu og il í svartasta skammdeginu, sem er framundan í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.

Benedikt V. Warén, 20.8.2009 kl. 11:34

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér súnist einmitt að þetta sé að síga inní eða að heildarþróuninni.

Frá 1990- 2002 sígandi fækkun.  Um hálft annað þúsund.

Jú, náttúrulega kemur uppsveifla meðan á framkvæmdum stendur.

Þó ekki sé algjörlega hægt að sjá fyrir þróun á næstu árum - virðast nefnilega tölurnar benda til að allt ætli að síga ótrúlega fljótt að þróuninni fyrir framkvæmdir.  Að hinum þunga nið etc.

Málið nefnilega var, a þetta var ofmetið.  Álverið.  Það átti bara allt að blómstra sagði áróðursdeildin.

Í vesta falli gæti þetta haft þveröfug áhrif til langs tíma litið miðað við hvað áróðurinn sagði.

Að setja svona stórt apparat inní fámennt jaðarsvæði (4% af heildarmannfjölda landsins)  gæti alveg haft lamandi áhrif á aðra starfsemi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.8.2009 kl. 13:42

27 identicon

Ekki má heldur gleyma því að vegna kvótskerðingar fækkaði störfum í fiskvinnslu mjög mikið á Austurlandi. 

Mörg stór og smá fiskvinnslufyrirtæki hafa lagt upp laupan á Austurlandi síðan árið 2000 sem hefur óneitanlega haft það í för með sér að fólk sem þar starfaði og ekki fann önnur störf á Austurlandi, flutti hreinlega í burtu þaðan.

Tökum sem dæmi Eskifjörð.  Árið 2000 voru starfandi þar eitt stór sjávarútvegsfyrirtæki, Eskja, þar sem störfuðu að jafnaði um 220 manns.  Þar að auki var þar starfandi eitt meðastórt fiskvinnslufyrirtæki, Friðþjófur, með 60 manns í vinnu, auk 5-6 önnur fiskvinnslufyrirtæki með milli 20-40 manns í vinnu.

Öll hafa þessi fyrirtæki lagt upp laupana, nema eitt, Eskja, en þar starfa nú 65 manns.  Allt er þetta vegna kvótaskerðinga.

Ekki veit ég hvernig hefði farið fyrir Eskifirði eða þá hinum stöðunum í kring sem orðið hafa fyrir skerðingu kvóta, ef ALCOA hefði ekki komið til sögunnar.  Sennilega væru íbúar Austulands ekki nema milli 10.000 - 11.000 í dag ef ALCOA hefði ekki notið við.

Þannig hefði þetta fólk sem flutti í burtu orðið að fara frá eignum sínum án þess að geta selt þær, og koma sér fyrir annars staðar með miklum fjárhagslegum erfiðsmunum, ellegar að gerast fangar í eigin heimabyggð og draga þar fram lífið lepjandi dauðann úr skel.

Hefði hin leiðin verið betri, að gera Austurland að einum allsherjar þjóðgarði og útivistarsvæði með yfirstjórn í Reykjavík, og sem einungis væri opinn 3-4 mánuði á ári.

Austurland er því miður svo langt frá alfararleið, að það er mjög dýrt fyrir ferðamann að koma þangað.  Himinn hátt eldsneytisverð hér á landi hefur að auki dregið mjög úr áhuga fólks á að ferðast langar leiðir til annarra staða. 

Hafsteinn Björgvinsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 13:49

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er órökstutt bull í þér, Ómar Bjarki. Afhverju trúir þú hinni áróðursdeildinni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.8.2009 kl. 13:51

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Rólegur.  Maður sér þetta bara ef litið er á tölurnar.  Sígur í átt að 2002.

Eg gef þessu líka ákveðna óvissu.  Erfitt að spá um framtíðina.

En sem sumir sögðu, þó eigi færi hátt, að í heildarmyndinni, heildarmyndinni sko til langs tíma litið, þá mundi risaálver líklega ekki verða vendipunktur í íbúaþróun á svæðinu, það virðist nefnilega stefna í að það sé raunin.  Því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.8.2009 kl. 15:34

30 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar Bjarki.

Árið 2002, fyrir upphaf framkvæmda, voru íbúar á Austurlandi 11.758 skv. gögnum Hagstofunnar og hafði þá fækkað síðan 1990 um 1458 einstaklinga, eða um 121 íbúa á ári. (Smá innsláttarvilla hjá mér hér að ofan þar sem skrifaði 112 á ári).

Frá árinu 2002 til 1. júlí sl er fjölgun um 891 einstakling, eða úr 11.758 í 12.649.  Spá Hagstofunnar 1.des nk er 12.849 eða á umræddu tímabili um 1091 einstakling.

Samkvæmt þessari fjölgun og spá Hagstofunnar fjölgar um 155 á ári að meðaltali.  Hefði ekkert verið gert hér, væru íbúar trúlega innan við 11.000 á þessu ári, svo árssveiflan er 276 (121+155) einstaklingar í plús.

Ef þessi fjölgun stendur, sem ætla má vegna þess að verkefnum er að mestu lokið við uppbygginguna og jafnvægi að nást í flutningum, ættu íbúar Austurlands að ná 13.000 í lok næsta árs og 14.000 árið 2016.

Þetta er að sjálfsögðu mikill sigur, þó við hefðum að sjálfsögðu þegið meiri fjölgun.  En ef ekkert hefði verið aðgert, er hugsanlegt að íbúar Austurlands hefðu verið rétt innan við 10.000 manns árið 2016.  

Við þær aðstæður, væri mjög erfitt að halda úti einhverju vitrænu þjónustustigi í víðfermasta kördæmi Íslands.

Ég undrast þá þautseygju sem ýmsir sýna, að vera stöðugt að skrumskæla og ýfast út í þessa framkvæmdir.  Verst er þó þegar sömu einstaklingar verða ítrekað uppvísir að því að fara rangt með eða gefa annað í skin, en það sem er sannleikanum samkvæmt.

Benedikt V. Warén, 20.8.2009 kl. 17:36

31 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Pelli, skógræktarmenn hugsa oft til lengri tíma.  Vegna álversins verða þá væntanlega 27.258 íbúar á Austurlandi þegar 100 ár eru liðin frá framkvæmdunu, árið 2102.  En ef álverð hefði ekki komið til, þá hefðu þeir orðið -342.

Ef Ingólfur hefði byggt álver á Austurlandi í stað þess að setjast að á Höfuðborgarsvæðinu þá væru íbúar þar 175.925.  En í raun ættu íbúar þar núna að vera -137.335.

Jón Kristófer Arnarson, 20.8.2009 kl. 17:58

32 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón.

Kaldhæðni þín er skiljanleg, þar sem löngu er fennt í sporin þín hér, enda voru þau bæði fá og grunn í bæjarstjórnartíð þinni hér.

Benedikt V. Warén, 20.8.2009 kl. 18:04

33 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Hól frá Framsóknarmönnum er í raun hnjóð, og öfugt.  Og Framsóknarmönnum þótti vont að okkar ágæti listi varð stærsta stjórnmálaaflið á Héraði, þessu gamla vígi Framsóknarmanna.

En Pelli minn, það er bara tímaspursmál hvenær jafn ágætur og skarpur maður sem þú áttar þig á þessum mistökum sem stórframkvæmdirnar voru.  Þangað til skaltu reikna eins og best þú getur.

Jón Kristófer Arnarson, 20.8.2009 kl. 18:54

34 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ég "gerði eitthvað annað" og fór á hausinn með það.  Hvernig gekk þér á Akureyri??

Benedikt V. Warén, 20.8.2009 kl. 19:00

35 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Mér gekk ágætlega á Akureyri þakka þér fyrir.  Tók að mér þar  erfitt verkefni með góðu fólki og bjargaði því sem bjargað var.  Það er að vísu ekki til umræðu hér.  En  auðvitað er fróðlegt að sjá hvernig hatur framsóknarmanna og rógur virðist elta mann fyrir það eitt að setja spurningamerki við þessar framkvæmdir á sínum tíma.   Ómar fékk nú líka heldur betur að finna fyrir því.  Og það er kannski mesta tapið í þessu öllu fyrir Austurland hversu mjög þessar umræður eitruðu samfélagið og gera það jafnvel enn.

Enn á ég marga góða vini á Austurlandi.  Pólitíkin var auðvitað bara partur af því sem maður brallaði þar en ekki síst á því sviði átti ég góða vini og samverkamenn.  Það vakti vissulega athygli þegar við í miðju álversbrjálæðinu náðum að verða stærsta pólitíska aflið á Héraði en ég vissi satt að segja ekki að Framsóknarmenn væru enn svona sárir yfir því.

Jón Kristófer Arnarson, 20.8.2009 kl. 19:23

36 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón.  Afhverju ertu svona sár?  Ég spurði bara.  Er framsóknarflokkurinn eitthvað frekar til umræðu hér?

Benedikt V. Warén, 20.8.2009 kl. 19:31

37 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ómar skrifar:

"Færustu vísindamenn á undan Kópernikusi og Galileo töldu að jörðin væri flöt og sólin snerist í kringum hana. Bestu vísindi þeirra tíma vissu ekki annað."

Þetta er einfaldlega rangt og vona ég að þetta sé ekki kennt í skólum nú á dögum.

"The first person to present an argument for a heliocentric system, however, was Aristarchus of Samos (c. 270 BC). Like Eratosthenes, Aristarchus calculated the size of the Earth, and measured the size and distance of the Moon and Sun, in a treatise which has survived."

http://en.wikipedia.org/wiki/Heliocentrism

Hörður Þórðarson, 20.8.2009 kl. 20:22

38 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Kristófer, þú segir: "...hversu mjög þessar umræður eitruðu samfélagið og gera það jafnvel enn."

Svona hugsanir eru e.t.v. í höfðinu á V-grænum, sem eru reyndar afar fáir hér niður á fjörðum, en nokkuð stór hjörð er af þeim á Héraðinu, skilst mér. Ég hef margítrekað séð ummæli í þessum dúr höfð eftir hatursfullum andstæðingu framkvæmdanna. M.a. að Kollaleirubóndinn í Reyðarfirði hafi verið hrakinn í burtu af fólkinu, sjá HÉR

Hversu lágt getið þið lagst?

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband