Ákveðin þróun sem fjallgöngufólk ætti að íhuga.

Í fyrradag sá ég í fyrsta sinn á jarðskjálftasíðu Veðurstofunnar skjálfta upp á 2,5 við Herðubreið. Allt frá sumrinu 2007 hafa skjálftar á þessum slóðum verið á bilinu 1 til 1,5 og því fannst mér þetta athyglisvert.

Kunningjafólk mitt ætlaði að ganga á Herðubreið morguninn eftir og ég aðvaraði þau. Hrinan virtist hafa gengið að mestu niður þegar þau gengu farsællega á fjallið.

Ekki er víst að hættulaust sé að að ganga á þetta þjóðarfjall Íslendinga ef skjálftar upp á 3,5 eða stærri verða þar. Þá kann að verða hætta á grjóthruni.  

Sumarið 2007 byrjuðu skjálftarnir fyrir sunnan fjallið Upptyppinga sem er um 15 kílómetrum fyrir sunnan Herðubreið.

Veturinn eftir færðu þeir sig norður fyrir fjallið en fóru á tímabili yfir í Álftadalsdyngju, sem er nokkrum kílómetrum fyrir norðaustan Upptyppinga.

Síðan í fyrra hafa skjálftarnir af og til færst yfir á svæðið milli Hlaupfells og Herðubreiðar sem myndin er af.

DSCF3036

Upptök skjálftanna voru á óvenjumiklu dýpi í byrjun en eru nú á miklu minna dýpi.

Engar mælingar á borð við nútíma mælingar eru til frá þeim tímum þegar síðast gaus á þessu svæði árið 1961, en það var í Öskju, hvað þá á síðari hluta nítjándu aldar, þegar bæði gaus í Öskju og Sveinagjá norður af henni.

Óróinn núna virðist á sprungu- og misgengissvæði sem er austar en Öskju- Sveinagjár - línan.

Um alllangt skeið hafa skjálftanir verið um átta kílómetrum fyrir norðan Upptyppinga við lítið fell, sem heitir Hlaupfell og er skammt norðvestur af brúnni á ánni Kreppu, sem sést á meðfylgjandi mynd, þar sem Herðubreið er í baksýn.

Fróðlegt verður að fylgjast með framþróuninni þarna því að allt eins geta þær kvikuhreyfingar sem skjálftunum valda hætt án þess að kvikan komist upp á yfirborðið.

P1010545

Í aðeins 25 kílómetra fjarlægð suðaustur af óróasvæðinu er nú kominn fjögurra brauta flugvöllur þar sem vélar allt upp í Fokker 50 geta lent. Meðan hann er opinn getur hann verið ákveðið hagræðis- og öryggisatriði ef á þarf að halda. Blogga um það síðar.     


mbl.is Skjálfti að stærð 3,5 við Herðubreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband