Persónuleg tengsl sígild.

Við lifum á tímum nets, farsíma og hvers kyns samskipta með atbeina tækninnar. Eftir sem áður falla hin gömlu lögmál um kunningsskap og persónuleg samskipti aldrei úr gildi.

Fjölmörg dæmi eru um það að þá fyrst þegar persónuleg samskipti tókust með áhrifafólki náðist árangur í ákveðnum málum. Bein mannleg samskipti eru einfaldlega þess eðlis að ekkert getur komið alveg í stað þeirra. 

Þannig náðu þeir Reagan og Gorbasjof býsna vel saman á fundum sínum, þótt þeir væru gerólíkar persónur.  

Af þessum sökum er það mikilvægt að við Íslendingar eigum fulltrúa sem hafa góð sambönd og áhrif sem víðast.

Þar að auki opnast þjóðhöfðingjum og æðstu mönnum oft dyr sem annars eru lokaðar. Framundan er tími þar sem við verðum að nota okkur þetta til hins ítrasta á tímum, þar sem endurheimta þarf glatað traust.  


mbl.is Dorrit fékk Kate Winslet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband