25.8.2009 | 23:37
Hvað sagði ekki austurþýska íþróttakonan ?
Fréttin um sigurvegarann í 800 m hlaupi kvenna á HM er ein af þessum fréttum sem býður upp á hálfkæring fyrir svefninn.
Minnir mig á það sem haft var eftir austurþýsku afrekskonunni forðum daga þegar hún sagði: "Skylt er skeggið hökunni."
Semenya fagnað í S-Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hún tekur náttúrulega stera eins og allir aðrir íþróttamenn á heimsmælikvarða. sumir einstaklingar eru viðkvæmari líkamlega fyrir aukaverkunum heldur en aðrir.
el-Toro, 26.8.2009 kl. 14:20
Minnir mig á frábæra vísu Péturs Péturssonar læknis á Akureyri um það þegar Tyson beit hluta úr eyra Holyfields:
Tyson óðan telja má.
Þó tel ég fullvísst vera
að bullur þær er bíta og slá
brúki allar stera.
Ómar Ragnarsson, 26.8.2009 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.