"Íslenska efnahagsundrið" tætt í sundur í Kastljósi.

Bankabólan hrikalega var kölluð "íslenska efnahagsundrið" þegar hún þandist hvað mest út. Í fróðlegu viðtali við stjórnanda aðgerða gagnvart norskri bankakreppu seint á níunda áratugnum í Kastljósi í kvöld tætti Norðmaðurinn "íslenska efnahagsundrið" í sundur. 

Nokkur atriði, sem komu fram: 

1.

Í Noregi var bannað að nokkur einn aðili eða hópur gæti átt meira en 10% í bankanum.

2.

Krosseignatengsl voru bönnuð. Bankarnir máttu ekki eiga hver í öðrum. 

3.

Í endurreisninni var öllum yfirstjórnendum bankanna og endurskoðendum skipt út og nýtt fólk sett í     staðinn. 

4.

Mjðg ströng skilyrði voru sett um aðhald og sparnað í bönkunum, ný hugsun innleidd.

5.

Með því að lýsa því yfir að allar innistæður væru tryggðar, eins og gert var hér strax, var fólki mismunað   eftir þjóðernum, til dæmis  ef hið sama gilti ekki í Kópavogsútibúinu og í útibúi Bretlandi. Aldrei hefði átt að leyfa þessari erlendu starfsemi að þróast á þann veg sem hún gerði.   

6.

Íslendingar munu ekki öðlast traust að nýju ef hér verður ekki rækilega farið ofan í saumana á því sem gerðist og þeir dregnir til ábyrgðar sem hana bera.  

Í atriðum 1-4 stingur í augun mismunurinn á því sem gerðist í Noregi og því sem hefur gerst hér. Að vísu er líklega erfitt að skipta jafn mikið út fólki í okkar litla landi og í Noregi, en nýlegar fréttir um það hvernig menn eru enn á ofurlauna- og bónusaflippi hér eru sláandi.

Í atriðum 4, 5 og 6 stendur upp á okkur að taka ærlega til hjá okkur ef við ætlum okkur að komast upp úr skítnum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar kom að því!

Sæll Ómar, mátti til með að pósta athugasemd þar sem þetta er líklega í fyrsta skiptið sem ég alveg 100% sammála þér

Jafnframt vildi ég bæta við að fólki var ekki aðeins mismunað eftir þjóðerni, líka eftir sparnaðarleiðum, innanlands sem utan. Fleiri hundruð milljörðum af beinhörðum peningum almennings þessa lands var hent í fjármagnseigendur sem áttu fé á "réttu" sparíbókunum.

sr (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 21:22

2 identicon

Sammála þér í einu og öllu. Ekki fylltist ég stolti yfir þjóðerni mínu þegar ég hlustaði á viðtalið við Norðmanninn.

Annað:

Það er mér og mörgum öðrum nú ljóst að Samfylkingin er ekki að taka til og bæta ástandið að neinu leiti. Hún hefur verið í stjórn nú síðan árið 2007 og stendur fast með spillingardraslinu. Lítið af því sem gert hefur í rannsókn á hruninu hefur verið að frumkvæði Samfó. Það góða sem hefur verið gert, t.d. fengið Evu Joly til aðstoðar, hefur VG komið í gegn.

Augljóst er nú öllum tengsl ýmissa áhrifamanna í Samfylkingunni við vissa útrásavíkinga og sjást þau augljóslega í störfum þeirra, t.d. andstaða Björgvins Sigurðssonar við að breyta lögum um bankaleynd. Skömm Samfylkingarinnar er mikil!!

Hvað ertu að gera með þessu liði?

Guðgeir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:47

3 identicon

Rétt hjá þér Ómar , þetta var tætt í sundur !

Hvers vegna heldur þú að engin,   já, engin hafi enn þá verið fangelsaður varðandi öll þau mál sem hér hafa hrunið yfir okkur  ?

Hvers vegna , eftir átta mánuði hefur ekkert gerst ?

Jú, allir lögmenn , endurskoðendur , pólitíkusar og ,,klíkur" (frímúrarar, oddfellow og hinir klúbbarnir) , allt er þetta gerspillt og engin ætlar að gera klíkufélaganum neitt !

Ómar.

Við þurfum erlenda aðila til að rannsaka málin !

Mannstu ekki eftir viðtalinu við rannsóknardómaran ?

Hvað ertu búin að tala við marga , 10 ?

Neeeeei !

Eru þeir 9 ?

Neeei !

Eru þeir 8 ?

Neeeeeei ?

Eru þeir 7 ?

NeeeeeeeeeeeeeeI !

Eru þeir 6 ?

Neeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeei !

Eru þeir 5 ?

Neeeeeeeeeeei !

Eru þeir 4 ?

Neeeeeeeeeeeeeeeeeei !

Eru þeir 3 ?

Neeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeei !

Eru Þeir 2 ?

Neeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeei !

Ekki einn ?

Neeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee!

Ertu ekki búin að fá neinn í yfirheyrslu ?

Nei, Nei !

Þessi er í ,,einum klúbbnum" !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

JR (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:41

4 identicon

EF við fáum ekki hreina Banka er þetta bara feik

'Arni Hó

Árni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:43

5 identicon

Varðandi: "Íslendingar munu ekki öðlast traust að nýju ef hér verður ekki rækilega farið ofan í saumana á því sem gerðist og þeir dregnir til ábyrgðar sem hana bera"

 Já það er rétt að halda því til haga að við komumst ekki framhjá því að gera þetta upp. Við erum ekki eyland hér og þetta er ein forsenda þess að halda áfram.

Línan sem verður dregin, að mínu mati liggur við lögbrotin.

Ég er ekki alveg viss um að nokkur verði dreginn til ábyrgðar vegna þessa. Gráu svæðin eru of stór, vina- og frændsemin gerir sitt og smæð þjóðfélagsins restina. Útsjónasamir og iðnir lögmenn sjá síðan um sína útfrá þessum grunni.

Og þá vitum við hvað skeður.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:50

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk Ómar, vel sagt.

Hörður Þórðarson, 28.8.2009 kl. 00:40

7 identicon

Já, nákvæmlega!

Ég kallaði reyndar þetta fyrirbrigði á sínum tíma "Íslenska efnahagsviðundrið" og fannst svo skrýtið að fólk skyldi ekki sjá í gegnum þetta. Flutti til útlanda í tvö ár á meðan það versta gekk yfir... tapaði líklega fullt af peningum á því, en hafði mig þó ekki að fífli á meðan, svo líðanin er ágæt í dag.

Hvað um það, ég er sammála öllum þessum atriðum, en vil þó ekki taka undir þessa almennu skoðun (sem er auðvitað bara skoðun bankamanna) að ekki sé hægt að skipta út stjórnendum á einu bretti. Í þessu samhengi er mikilvægt að íhuga tvennt:

1. Viðkomandi stjórnendur fengu sinn séns, en þeir brugðust. Hvers vegna skyldu þeir vera betur til þess fallnir en aðrir að halda áfram í viðkomandi stjórnunarstöðum? Nei, þvert á móti ætti einmitt að skipta þeim út.

2. Viðkomandi stjórnendur hafa alla tíð þegið ofurlaun sem almennir Íslendingar þekkja ekki nema af vondri afspurn. Þessi ofurlaun voru varin í opinberri umræðu á þann veg að um þvílíka snillinga væri að ræða, að allur almenningur myndi græða. Annað hefur komið á daginn. Alenningur tapaði öllum sínum eignum. 

Það ætti því ekki að vera spurning hvort skipta ætti stjórnendum út. Það er bókstaflega nauðsynlegt að henda þeim öllum út. Brennuvargar eiga ekki heima í slökkviliðinu.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 06:09

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var ekki allt alvont á þessum árum. Hér á landi ólst upp stór hópur fólks sem kunni til verka og hefði getað leyst þá af sem voru flæktir í þetta.

Í öðru lagi, og það er aðalatriðið: Rétt eins og við fengum erlendan mann til að gegna stöðu Seðlabankastjóra hefðum við getað og getum reyndar enn ráðið hingað kunnáttufólk erlendis frá sem ekki eiga hagsmunatengsla að gæta.

Þegar alkinn fer í meðferð fær hann sérstakan tilsjónarmann UTAN fjölskyldunnar til þess að hafa úrslitavald um framhald meðferðarinnar. Það er ekki hægt að gera þetta án utanaðkomandi hjálpar.

Eva Joly ein er hvergi nærri nóg, - við þurfum fleiri sem leiða okkur á rétta braut sem við síðan getum sjálf fetað þegar búið er að hreinsa til.

Ómar Ragnarsson, 28.8.2009 kl. 10:47

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ómar, svo lengi sem tilsjónin felur ekki í sér að við göngum in í ESB, þá get ég alveg tekið undir með þér. Það er bæði gaman og hlutirnir gerast á meðan maður klárar yfirdráttinn...

Haraldur Baldursson, 28.8.2009 kl. 16:06

10 identicon

Ágæti Ómar,

Að mínu mati þá verður lítið lagfært af sjálfu sér hjá okkar ástkæru yfirstétt - frekar en fyrridaginnl

Nú, þegar eitthvert allra stærsta mál í sögu lýðveldisins hefur verið afgreitt á Alþingi Íslendinga - ICEASAFE-málið - með 34 atkv með og 28+1 á móti, þá spyr ég mig;

HVENÆR Á ÞESSI BLESSAÐA ÞJÓÐ AÐ FÁ AÐ SEGJA NOKKURN SKAPAÐAN HLUT UM AFSTÖÐU SÍNA TIL MÁLA SEM SKIPTA HANA FYRST OG FREMST MÁLI?

HVENÆR ÆTLUM VIÐ AÐ TAKA OKKUR SJÁLF ALVARLEGA OG KREFJAST ÞESS AÐ FÁ AÐ SEGJA OKKAR SKOÐUN Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU UM MENN & MÁLEFNI?

Nú stöndum við berskjölduð á nærbuxunum rænd um miðjan dag af bjöggum þessa lands - nágrönnum okkar flokksbræðrum og frændum - og við ætlum barasta eins og fyrri daginn að láta okkur hafa það... og hósta aðeins og kyngja djúpt kögglinum sem er í hálsinum á okkur (og bíður snörunnar...?).

HVAÐ ER AÐ MARKA EMBÆTTI FORSETA ÍSLANDS OG STJÓRNARSKRÁNA EF ÞJÓÐIN ER A L D R E I SPURÐ AÐ NEINU?

Fyrir hvern er þá þessi stjórnarskrá og þessi forseti?

Ég tel að eina færa leiðin út úr gamla spillta Íslandi sé að virkja lýðræðið. Það á að bera undir okkur flest mál - stór og smá. Fulltrúalýðræðið átti við þegar þjóðfélagið var í fornöld með allar sínar torfærur.

Nú er öldin önnur. Til eru tölvur og símar og gemsar og gvöð má vita hvað.

EN EITT ER VÍST - að mínu mati - OG ÞAÐ ER AÐ HÉR VERÐUR ENGIN BREYTING Á HINNI SIÐSPILLTU YFIRSTÉTT NEMA FÓLKIÐ TAKI RÁÐIN Í SÍNAR HENDUR!!!

HELDUR ANNARS EINHVER AÐ YFIRSTÉTTIN SPILLTA FARA AÐ LAGA TIL HEIMA HJÁ SÉR BARA AF ÞVÍ HANA LANGAR SVO MIKIÐ TIL AÐ VERA EINS OG ALMÚGINN? KOMMON!!

Not a chance in hell !!!

Þess vegna er nauðsynlegt að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um ICESAFE-lögin.. Ekki vegna þess að ég t.d. vilji endilega fella þau og greiða atkvæði á móti (sem er til í dæminu) - heldur vegna þess að ef það verður ekki gert þá blasir við sama deilan og klauf þessa þjóð í herðar niður í amk. hálfa öld - þ.e.a.s. stofnaðild okkar að Atlantshafsbandalaginu (NATÓ).

Þegar LýðræðisFLOKKARNIR voru að taka afstöðu til þess hvort spyrja ætti þjóðina að því hvort við ættum að verða stofnaðilar að NATÓ - nú þá gerðu lýðræðisflokkarnir viðhorfskönnun (í leyni...) um afstöðu kjósenda til málsins í ársbyrjun 1949 . Niðurstaðan varð sú að mikill meirihluti þjóðarinnar vildi EKKI að Ísland tæki þátt í hernaðarbandalaginu. Þar með var hið nýja lýðveldi Ísland, sem var þá að verða 5 ára, drepið drottni sínum í fæðingu og fært Flokkarnir áttu eftirleiðis allt geimið.

VIÐ HÖFUM ALDREI VERIÐ SPURÐ UM AFSTÖÐU OKKAR TIL EINS EÐA NEINS! ÞETTA SVOKALLAÐA LÝÐVELDI MEÐ SÍNU LÝÐRÆÐI ER BARA PLAT OG HEFUR VERIÐ ÞAÐ FRÁ UPPHAFI (sbr USSR eða DDR) - EÐA FRÁ ÞVÍ AÐ ÞJÓÐIN VAR AÐEINS EINU SINNI SPURÐ - ÁRIÐ 1944 - UM ÞAÐ HVORT HÚN VILDI VERÐA SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ OG STOFNA LÝÐVELDIÐ ÍSLAND. Þá sagði þjóðin Já Takk - og svo ekki söguna meir...

Eftir þá þjóðaratkvæðagreiðslu máttum við einu gilda. Völdin voru endanlega og fullkomlega formlega og löglega komin í hendurnar á Fokksklíkunum, sem sáu um að reka LÝÐVELDIÐ & LÝÐRÆÐIÐ í okkar nafni!

,,Fólk er fífl" - eins og allir vita sem völdin hafa.

En...en... en... það er þó einn öryggisventill á þessu siðspillta kerfi. Og það er embætti FORSETA LÝÐVELDISINS.

Forseti Íslands er eini maðurinn (eða konan) sem fær umboð beint frá þjóðinni í lýðræðislegum kosningum. Allir Íslendingar á kosningaaldri geta kosið og öll akvæði eru jafnrétthá.

Sem sé, eina embættið sem hefur raunverulegt umboð frá þjóðinni er embætti forseta lýðveldisins.

EN ALDREI HEFUR ÞESSI UMBOÐSMAÐUR ÞJÓÐARINNAR SAMT VÍSAÐ LÖGUM FRÁ HINU SPILLTA ALÞINGI TIL ÞJÓÐARINNAR - utan fjölmiðlalaganna sællar minningar - sem Davíð Oddsson sá samt um að drepa með sinni blossandi lýðræðisás - OG FORSETINN VAR AF BAKI DOTTINN OG GERÐI EKKI RASSGAT Í ÞVÍ ÞÓ STJÓRNARSKRÁIN VÆRI BROTIN (ekki bara axlabrotin -heldur mölbrotin...).

TIL HVERS ER ÞESSI FORSETI EF HANN GERIR EKKER ANNAÐ EN AÐ MÆRA ÚTRÁSARVÍKINGA & SKÁLA Í SÓDAVATNI VIÐ RÍKA & FRÆGA FÓLKIÐ Í HEIMINUM? HVAÐ ER MAÐURINN AÐ GERA ÞARNA Á BESSASTÖÐUM? ER HANN ÞARNA FYRIR ÍSLENDINGA - ÞJÓÐINA OG HENNAR HLUTSKIPTI & ÖRLÖG - EÐA ER HANN ÞARNA BARA PAPA DOC AÐ BAKI DOTTINN TIL AÐ HALDA TRYGGJA AÐ ÞESSI SIÐSPILLTA YFIRSTÉTT HALDI ÁFRAM AÐ NAUÐGA ÞJÓÐINNI?

ÉG S P Y R : ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ SPYRJA OKKUR ÍSLENDINGA, SEM ERUM ÞJÓÐIN, HVAÐ VIÐ VILJUM???????

AÐ MÍNU MATI ER EINA FÆRA LEIÐIN ÚT ÚR ÞESSUM ÓGÖNGUM SPILLTRAR YFIRSTÉTTAR AÐ LEITA TIL ÞJÓÐARINNAR BEINT. ÞAÐ Á AÐ LEGGJA ÖLL MEIRIHÁTTAR MÁL Í ÞJÓÐARATKVÆÐI. EF ÞAÐ VERÐUR EKKI GERT NÚNA - S T R A X - ÞÁ ER VOÐINN VÍS FYRIR OKKUR ÖLL.

Ef þjóðin verður ekki með í þessu ICESAFE-máli þá er vel hugsanlegt að við séum að ganga inn í Sturlungaöld-hina-síðari með öllu þeim hræðilegu afleiðingum sem borgarastyrjöld hefur í för með sér.

... ég bara spyr?

HKÁ

Hans Kristján Árnason (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 09:34

11 identicon

Ég vil taka undir með Hans K. Árnasyni um LÝÐRÆÐIÐ sem er EKKERT.  Og nei, við skulum ekki bara þegja.  Við skulum standa upp og krefjast LÝÐRÆÐIS.  Og þess að flokkavaldi verði eytt í LÝÐVELDINU okkar.  Við getum líka skrifað forsetandum núna um Icesave: forseti@forseti.is

ElleE (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 14:19

12 identicon

Forsetanum 

ElleE (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband