9.9.2009 | 17:50
"Take the money and run" - heilkennið.
Ofangreint heilkenni hefur verið meginstefið í orkustefnu Íslendinga. Forskrift Guðmundar Pálmasonar um að gæta skyldi öryggis og framsýni við nýtingu jarðhitasvæða var kastað fyrir róða fyrir 30 árum og síðan hefur æðibunugangurinn ráðið ríkjum.
Sé tekið mið af rannsóknum, kenningum og athugunum helstu fræðimanna okkar á þessu sviði, Guðmundar, Braga Árasonar, Sveinbjörns Björnssonar, Stefáns Arnórssonar og fleiri hentar jarðvarmavinnsla best markvissri og öruggri aukningu raforkuframleiðslunnar þar sem þess er gætt að ekki sé fram úr þolmörkum svæðisins, þannig að orkuvinnslan sé sannanlega endurnýjanleg til framtíðar.
Þess vegna hentar best að fá hæfilega stór fyrirtæki sem orkukaupendur og fjölga þeim smám saman, ef þess er kostur.
Í staðinn hefur verið tekin sú stefna að risaálver eigi að kaupa orkuna, en það þýðir að þvílík býsn þurfa að vera tryggð í upphafi, að orka heilu andshlutanna sé í boði og þar með engin leið til að fara eftir forskrift okkar bestu manna í þessu efni.
Úr því að Alcoa þarf þessi býsn af orku fyrir álver á Bakka er það eðlilegt að sýslað sé við alla orkuna sem þarf á einu bretti svo að hægt sé að hafa yfirsýn yfir verkið.
Kröfur um að ákveða strax álver, helst í gær, og að vaða jafnframt sem hraðast inn á öll möguleg virkjanasvæði til að taka þau í nefið án heildaryfirsýnar eða vinnubragða, sem viðurkennd eru við vinnslu úr jörðu á alþjóðavísu, eru skýr dæmi um þá græðgi og ábyrgðarleysi sem veður uppi í þessum málum.
Engar tilraunaboranir eftir allt saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Meintirðu kannski að Álrisarnir taka peninginn en við flýjum?
p.s takk fyrir að standa vaktina. Munurinn á óánægjunöldrinu og alvöru mótmælum er úthaldið
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.9.2009 kl. 18:19
Sæll Ómar,
Þar sem þú ert nú kunnari þessum málum en ég langar mig að spyrja þig hvort það sé ekki hagkvæmara að reisa gróðurhús í staðinn fyrir álver, þ.e. m.t.t. til starfsfólk per orkueiningu segjum eininguna -starfsmenn/kílówatt ?
Ég hef heyrt að það myndi margborga sig að reisa 100 gróðurhús í stað eins álvers auk þess sem fleiri gætu fengið vinnu. Það gæti einnig eytt innflutningi á grænmeti og ávöxtum og sparað umtalsverðan gjaldeyri, auk þess sem gróðurhus menga ekki. Og þegar maður kemur með þessa hugmynd og furðar sig á því afhverju hún er ekki skoðuð niður í þaula, þá er maður talin "úr tengslum við allan raunveruleika" o.s.frv.
Skv. minni þekkingu ætti það að vera svo langt um hagkvæmara auk þess að þá gætum við haldið utan um náttúruauðlindir okkar og nýtt þær skynsamlega, t.d. það þyrfti ekki að reisa 200 metra háar stíflur tvist og bast um hálendið.
Með kveðju,
Jóhann Grétar
3. árs BS. nemi í efnafræði
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 23:21
"...að gæta öryggis og framsýni við nýtingu jarðhitasvæða".
Já, mikið er þetta eitthvað fyrir 30 árum síðan.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 00:20
Alveg sammála þér Jóhann Grétar, eða ykkur báðum. Mér finnst þetta svo steinliggja að Húsvíkingar stofni samlag í kringum matvælaræktun í hátæknigróðurhúsi. Ég stofnaði hóp á Facebook um þetta fyrir nokkru, sem telur núna nærri þúsund manns.
http://www.facebook.com/group.php?gid=108368176566&ref=ts
Fyrir þá sem ekki eru skráðir á Facebook leyfi ég mér að setja inngangstexta hópsins hér:
Ég hef hins vegar ekki þekkingu á tæknilegri framkvæmd eða útreikningum, og vildi því gjarnan koma boltanum áfram.
Dagný Reykjalín (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 00:21
Góðan daginn,
Dagný, mér líst mjög vel á þessa hugmynd. Þú getur fengið hjálp við þróun á þessari hugmynd og tæknilegri útfærslu (og útreikninga) hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, www.nmi.is . Ég væri mjög til í að sjá hátæknigróðurhús (í fleirtölu) rísa á bakka í staðinn fyrir erlenda stóriðju sem gæti farið hvert sem er ef ódýrari orka væri í boði, t.d. í Kína.
Með kveðju,
Jóhann Grétar
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.