10.9.2009 | 00:21
Of lengi óeðlilegt ástand.
Ég hef áður sagt frá hinum óeðlilega ástandi sem ríkt hefur í Reykjavík lengi og varðar síendurtekin innbrot og bílþjófnaði. Dæmi eru um að meðan maður einn skrapp í Bónus að versla komu þjófar á stórum sendiferðabíl, brutust snarlega inn hjá honum, hreinsuðu innbúið út með látum og hurfu á brott.
Ástandið í umræddi hverfi var orðið sjúklegt. Vonandi láta aðgerðir lögreglunnar nú á gott vita.
Lögregluaðgerðir gegn þjófahópum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyrði eina sögu fyrir nokkrum árum síðan. Hún var víst eitthvað á þessa leið að maður sem skildi lyklana í skránni á bílnum sínum meðan hann skrapp inn. Bíllinn hverfur. Skömmu seinna er hringt í hann og það er sá sem stal bílnum. Hann segir að sökum aðstæðna hefði hann þurft að taka bílinn. Lífið hafi legið við og segir honum hvar hann er niðurkominn og þakkar honum fyrir lánið og í staðinn hafi hann keypt tvo miða á leikhúsið fyrir eigandann á einhverja sýningu í Þjóðleikhúsinu. Bíllinn er á umræddum stað ekkert að honum og tveir miðar á þjóðleikhúsið fyrir hann og konuna . Svo rennur umræddur dagur upp og hjónin fara á Þjóðleikhúsið. Þegar þau koma heim eftir sýninguna er búið að hreinsa út úr íbúðinni.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 06:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.