Hvernig var Laugarnesið 874, 1874 ?

Laugarnesið í Reykjavík er að verða einhver áhugaverðasti staðurinn á nesi því þar sem Ingólfur Arnarson nam land. Ég held að nú væri gott að hrinda af stað rannsókn á því hvernig Laugarnesið hafi verið við landnám og hvernig það hafi breyst af mannavöldum síðan.

Var þar kjarr í upphafi? Var þar risahvönn? Hún er þar núna. Hve víða á hún að dreifa sér?

Þetta er einn af örfáum stöðum þar sem möguleiki væri á að setja á stofn svæði, þar sem hver Reykjavíkurkynslóð hér eftir geti upplifað umhverfi fyrri kynslóða sem búið hafa í Reykjavík.

Ég fór að hugsa um þetta fyrir alvöru við gerð "Reykjavíkurljóðs" sem átti að fjalla um borgina og umhverfi hennar, líf borgarbúa og sögu Reykjavíkur.

Ég vil því sjá Laugarnesið sem sýnisbók mannlífs og náttúru í Reykjavík á sögulegum tíma og geta gengið um það þannig að á sem stærstum hluta þess sé allt í sama horfi og var við landnám, en á öðrum hlutum þess megi sjá það sem menn gerðu allar götur síðan, svo sem tún, sem þar voru á allt fram á daga hins ástsæla söngvari og hestamanns, Sigurðar Ólafssonar þegar hann bjó þar.

Ég vil líka að varðveitt verði heimkynni Hrafns Gunnlaugssonar og það gert með opnum huga.

Ég þekki hliðstætt dæmi úr sögu Reykjavíkur. Á sínum tíma var rifið vegna gerðar Breiðholtsbrautar mjög sérstakt hús, "Kastalinn", sem Óskar Magnússon reisti í Blesugróf og ýmsir sérfróðir menn telja að hafi verið magnaður arkitektúr.

P1010245

Menn áttuðu sig ekki á þessu fyrr en síðar.  

 Í Laugarnesinu eiga rómantík, saga og náttúra að vera í öndvegi svo að áfram verði hægt að láta upphaf Reykjavíkurljóðs njóta sín þar, kynslóð fram af kynslóð: 

 

Ljúf stund, - safírblá sund  /  

þegar sindrar á jöklinum glóð.  /

Tvö ein, - aldan við hlein   /

söng um ástina lofgjörðarljóð.   /

 

Þau leiddust inn í Laugarnes, -  /

lögðust þar   /  

ástfangin og rjóð, hið fyrsta Reykjavíkurpar, -

þau Ingólfur og Hallveig.

 

Enn er -  unaður hér,   /

leiðast elskendur á nýrri öld  /

um torg  -  í vorri borg, -  /

njóta yndis um sumarkvöld....  

 

Lagið er á tónlistarspilaranum hér vinstra megin. Söngur: Ragnar Bjarnason og söngkvartettinn Borgarbörn með stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar.  

 


mbl.is Risahvönn ógnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Góð færsla!

Ólafur Þórðarson, 11.9.2009 kl. 07:22

2 Smámynd: K.H.S.

Sæll.

Laugarnesið er í miklu uppáhaldi hjá mér enda fæddur og uppalinn þar.

Þarna er eina fjaran í Reykjavík sem hefur varðveist svo til óspillt og ber að vernda hana.

Þarna var Holdsveikraspítalinn stóri sem danskir Oddfellowar reistu og gáfu okkur og þarf að mynnast þess einhverveginn á nesinu.

Einnig var þarna Laugarneskampurinn með öllu sínu  fjölbreitta mannlífi  á alvöru kreppuárunum þegar menn áttu ekkert og mætti endurreysa þarna bragga og vaskahús til að sýna þ.e.a.s þegar hagur strympu vænkast aftur.

 Verndum svæðið, sammála þér.

K.H.S., 11.9.2009 kl. 08:36

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir Ómar - svo hjartanlega sammála þér - horfum vestur á Seltjarnarnes þar höfum við reint að gæta okkar - Laugarnesið gæti orðið sögusvæði / útivistarparadís margra sem útivistar vilja njóta

Jón Snæbjörnsson, 11.9.2009 kl. 08:48

4 identicon

Angelica archangelica, Hvönn, er önnur ætt en Risahvönn, Heracleum mantegazzianum. Báðar eru þessar jurtir afar duglegar við réttar aðstæður/skilyrði og fljótar að leggja undir sig svæði. Hvönnin er hættulaus en risahvönnin er varasöm. Hún inniheldur ertandi/ætandi vökva sem getur valdið svæsnum sárum sem gróa seint og illa, einkum ef sól skín á vökvann á húð.

Ég held að rétt sé að fara varlega í útbreiðslu á risahvönn, sem mun hafa borist frá Skotlandi að því er sumir telja, og hafa í huga Alaskalúpínuna og útbreiðslu hennar á undanförnum árum og áratugum. Að ekki sé minnst á skógarkerfil sem nú fer sem logi yfir akur og drepur allt undir sér.

En Kára til upplýsingar er fjaran í Laugarnesinu nú þegar friðlýst og hefur verið það í mörg herrans ár.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 09:42

5 identicon

Já, verndum Laugarnesið.  Fjaran hefur verið skemmd ískyggilega, Kári, fyllt upp í fjöruna sem var þar sem Sæbraut er nú, malbikað yfir og lagðir grjóthnullungar fyrir utan og við sjóinn.   Einu sinni var þar alvöru fjara.  Og óskiljanlegt hvað háhýsin og risabankinn eru að gera þarna og skyggja á, innan við sjóinn. 

ElleE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 09:55

6 Smámynd: Sævar Helgason

Laugarnesið - já margt hefur gerst þar- á mínu tilverustigi .

Fyrsta minningin var að sjá Holdsveikraspítalann brenna.

Næsta uppákoma var ein stærsta herskálabyggð á Reykjavík eftirstríðsáranna. Þar ólust upp og bjuggu mörg minna ágætu skólssystkinn út Lauarnesskóla-gott fólk.

Þar aðeins ofar bjó ástsælasti söngvari landsins á þeim tíma- Sigurður Ólafsson - með sinni fjölskyldu og öllum sínum hestagæðingum.

Og undan Laugarnesinum lögðumst við á olíuskipinu Hamrafelli og dældum þar upp bensíni og olíu á geyma Olíuverslunnar Íslands sem þarna voru.

Síðan hvarf þetta og Hrafn settist þarna að og til varð stærsti haugur á Íslandi.... En það má laga þarna til og koma að mestu í upprunalegt horf og friðlýsa síðan- mæli með því.

En takk fyrir pistilinn Ómar.

Sævar Helgason, 11.9.2009 kl. 10:40

7 identicon

Ég ætla bara að benda á að heimskulegar hugmyndir um Sundagöng gera ráð fyrir að ganga enn frekar á náttúrulega fjöru við Laugarnes með landfyllingum fyrir framan Kirkjusand. Þar á að setja gangamunna þessarar miklu óþörfu umferðaræðar. Ég hef ekki heyrt eða lesið nokkur mótmæli gegn þessum áformum. Íslenska aðferðin er því miður sú að andmæla þegar vinnuvélarnar mæta á svæðið.

Bjarki (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:06

8 identicon

Fjaran fyrir utan Kirkjusand hefur verið skemmd illa og ætti að laga og fjarlægja veginn þarna sem var ekki.   Leyfum þeim ekki að eyðileggja allt þarna og líka eyða skatt-peningunum okkar í stórkostlegar lands-skemmdir.   Það gerir fólk dofið þó hvað eyðileggingin er orðin mikil núna og gegn vilja fjölda fólks.

ElleE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:26

9 identicon

Ómar ! Mikið er ég sammál þér um að varðveita þennar fallega stað.  En þá þurfum við m.a. að reka Hrafn Gunnlaugsson í burtu, það er ömurlegt að sjá lóðina kringum  þennan mann, á þessum líka fallega stað. Hann hefur hræðilegan smekk , og ekkert vit á gróðri þessi kjáni.  Auðvitað eigum við Reykvíkingar þetta fallega svæði, og það var algert slys að halda því ekki alveg ósnertu, finnst mér. 

vigdís ágústsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband