11.9.2009 | 20:39
Forréttindi á æskuárum.
Ég lít á það sem happ og forréttindi að hafa verið í sveit í Langadalnum í fimm sumur frá 9-13 ára aldurs og vera treyst til þess síðasta haustið að ríða á eigin ábyrgð frá Hvammi svipaða leið og gestir fá að gera nú til Skrapatunguréttar.
Í dag flaug ég frá Reykjavík til Akureyrar og á leiðinni yfir Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði rifjuðust upp góðar minningar frá gerð þáttarins "Líf, land og söngur" með smalamönnum á þessum heiðum.
Ferðin í Skrapatungurétt var ævintýri fyrir mig á sinni tíð. Í þá tíð var mikið sungið og sumir voru nokkkuð við skál, - yfirleitt alltaf þeir sömu. Einnig voru það yfirleitt hinir sömu sem lentu í slagsmálum.
Ástandi sumra hefur séra Hjálmar Jónsson lýst vel í eftirfarandi stöku:
Eftir skyssu, arg og nauð, - /
ekki viss að tjá sig, /
búinn að missa Brún og Rauð /
og búinn að pissa á sig. /
Í lokin fór ég ásamt yngri dreng, sem var í sumarvist í Hvammi upp Laxárdal og um Skarðsskarð niður að Geitaskarði.
Við lentum í þoku en það kom sér vel hvílíka landafræðidellu ég hafði verið með í mörg ár og vissi því hvernig hægt var að feta þessa leið án þess að villast.
Stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skemmtileg lesning. Takk Ómar :)
Guðmundur St Ragnarsson, 12.9.2009 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.