Undarlega lífseig hugmynd.

Hugmyndin um hollustueið við stefnu flokks kom fyrst fram í ársbyrjun á fundi, sem haldinn var við Lækjargötu um hugsanlegt sameiginlegt framboð grasrótahreyfinga utan þings.

Íslandshreyfingin og ýmsir fleiri utanþingshópar féllu undir þessa skilgreiningu og því sótti ég þessa fyrstu fundi fyrir hönd hennar á meðan framboðsmál höfðu ekki verið útkljáð og ekki enn komið fram hve mikið rými umhverfismál, höfuðmál Íslandshreyfingarinnar, fengju í hugsanlegu framboði. 

Mér fannst þessi hugmynd á þessum fundi um hollustueið ekki góð og mælti gegn henni.

Í fyrsta lagi taldi ég óeðlilegt að hreyfing sem ætlaði að berjast gegn flokksræði vildi einmitt negla þingmenn við þetta flokksræði með eiði.

Í öðru lagi benti ég á að verðandi þingmenn þyrftu að sverja annan eið þegar þeir settust á þing, - eið að stjórnarskránni, en innifalið í því er að hver þingmaður skuli einungis bundinn af samvisku sinni og sannfæringu.   

Með því að stilla verðandi þingmönnum í þá stöðu að þurfa að sverja tvo eiða, sem gætu stangast á, væri verið að setja þá í óþolandi aðstöðu.

Í þriðja lagi benti ég á að síðast þegar svona hollustueiður var síðast unninn við forystu flokks, því er ég best vissi, var það eiður við þýskan stjórnmálaforingja með yfirskegg fyrir sjö áratugum og hefði það ekki gefist vel.   

Hugmyndin um hina órjúfandi flokkshollustu og eið þar að lútandi hvarf eftir þennan fund og ég hélt satt að segja að henni myndi ekki skjóta upp aftur.

En það gerðist samt. Nú hefur hún vonandi verið sett endanlega til hliðar. En hún hefur verið undarlega lífseig, það verð ég að segja.  


mbl.is Skrifi undir heit en ekki eið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er búið að vera hreinasta hörmung að fylgjast með fyrstu mánuðum Borgarahreyfingarinnar, bæði inni á þingi og svo þessi makalausi félagsfundur.

Fyrst fremja þrír af fjórum þingmönnum pólitískt harakírí með því að svíkja - vísvitandi - kosningaloforð. Viðurkenndu reyndar svikin, sem er plús, en eigi að síður við kjósendur mjög stuttu eftir kosningar.

Þessi fráleita hugmynd núna, að þvinga þingmenn hreyfingarinnar til að lúta flokksræðinu er fullkomlega galin. Þú nefnir fín rök því til stuðnings. 

Hvað yrði sagt ef t.d. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti svona ályktun? Þar er reyndar innmúraður flokksagi og því kannski engin þörf á svona samþykkt, en ég held að eitthvað yrði sagt ef einhver hinna rótgrónu stjórnmálaflokka vogaði sér að tefla þessu fram.

Að "Þjóðin á þing" skuli láta svona frá sér, tja... það er bara svo ótrúlegt að mann skortir lýsingarorð.

Enn eitt pólitíska sjálfsmarkið. Og voru þau mörg fyrir.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:15

2 identicon

Vantaði þarna eitt orð hjá mér í öðru paragrafi, sem á að vera svona:

Fyrst fremja þrír af fjórum þingmönnum pólitískt harakírí með því að svíkja - vísvitandi - kosningaloforð. Viðurkenndu reyndar svikin, sem er plús, en eigi að síður svik við kjósendur mjög stuttu eftir kosningar.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:19

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alþingiseiðurinn hlýtur að vera öðrum æðri

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.9.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála, Gunnar, og þess vegna yrði hollustueiður við flokkinn einskis virði gagnvart Alþingiseiðnum og þar af leiðandi bæði óþarfur og til leiðinda fyrir þá sem þyrftu að svíkja hann.

Ómar Ragnarsson, 14.9.2009 kl. 23:41

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Enn sem komið er -og sem betur fer- er alþingiseiðurinn ofar flokkseiðum, hverjir sem þeir kunna að vera.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.9.2009 kl. 01:54

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill hjá þér, Ómar!

En alltaf vorkenni ég þér að vera í þessari Samfylkingu. Verri flokk get ég ekki ímyndað mér fyrir land og þjóð eftir sumarverkin hans hvort öðru óskaplegra.

Jón Valur Jensson, 15.9.2009 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband