Fjórða kynslóð og þriðja gerð Trabants.

Rétt eins og eftirlíking af Bjöllunni, Mini og Fiat 500 komu á markað, hlaut að koma að Trabant

Sami hönnuður hannaði Mini og Fiat 500 og báðir hafa ná miklu meiri sölu en búist var við.

Fyrsta kynslóð Trabants og önnur kynslóð voru aðeins ólíkar útlitslega, því að undirvagn, vél og drif voru sömu gerðar.

Færri vita, að þriðja kynslóð Trabants, sem aðeins var framleidd í eitt og hálft ár milli 1990 og 91, var með vél úr Volkswagen Póló og í stað þverfjaðranna höstu voru gormar allan hringinn undir bílnum.

Ekkert mengunarský fylgdi því þessum Trabant, sem var fyrsta alvarlega endurbót bílsins.

Ýmsar tröllasögur voru sagðar í gríni um Trabantinn, til dæmis, að hann hrykki í sundur í búta við árekstur. Ég hef séð mynd af árekstrarprófi Trabants og samkvæmt því er þetta rangt, - hann kemur furðu vel út úr því.


mbl.is Grænn Trabant í Frankfurt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur örugglega gaman af þessum link, en eflaust hefur þú séð hann.

Fullt af furðulegum örbílum þarna.

http://www.microcarmuseum.com/tour/trabant.html

Ragnar (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband