Álvera tók ég trú.

Álvera tók ég trú. /

Traust hefur reynst mér sú. /

Fæ ég í fluor að standa /

fyrir náð heilags anda.

Amen.

(K.N., tveimur orðum breytt)


mbl.is Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

page { margin: 2cm } P { margin-bottom: 0.21cm } -->

Álver er tekin trú,

það mun gæfu veita.

Hagnast hagur þjóðarbú,

lukku landsins veita.



Rauða Ljónið, 16.9.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Offari

Ég er líka álvers og stóriðjutrúaður. Alinn upp á Húsvík og vinn við álver Alcoa á Reyðarfirði.

Stóriðjur og veituver

vá frá getur fargað

Gufuafl úr heitum hver

helst oss getur bjargað.

Offari, 16.9.2009 kl. 12:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Húsvíkinga hálfa vit,
í haust það barst til Kína,
alveg hreint nú á því bit,
og inn í það vill rýna.

Þorsteinn Briem, 16.9.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í vöggu drekka Vallash,
og vitið fá úr Dallas,
svolgra húsvískt Sinalco,
og svangir éta þína skó.

Þorsteinn Briem, 16.9.2009 kl. 16:08

5 identicon

Úr ljóðinu Fylgd eftir Guðmund Böðvarsson:

Glitrar grund og vangur,

glóir sund og drangur.

Litli ferðalangur

láttu vakna nú

þína tryggð og trú.

-- Lind í lautu streymir,

lyng á heiði dreymir,

-- þetta land átt þú.

Hér bjó afi og amma

eins og pabbi og mamma.

Eina ævi og skamma

eignast hver um sig.

-- stundum þröngan stig.

En þú átt að muna

alla tilveruna,

að þetta land á þig.

Ef að illar vættir

inn um myrkragættir

bjóða svikasættir

svo sem löngum ber

við í heimi hér,

þá er ei þörf að velja:

þú mátt aldrei selja

það úr hendi þér.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband