17.9.2009 | 16:58
Skjóta fyrst og spyrja svo.
Enn blasir við okkur dæmi um það að í raun skipti mat á umhverfisáhrifum máli vegna þess að búið er að fara af stað án þess að spyrja allra spurninga um framkvæmdir.
Ég hef bent á gott eða öllu heldur vont dæmi um þetta varðandi tilraunarboranir við suðvesturenda Trölladyngju fyrir sunnan Hafnarfjörð þar sem þegar er búið að valda slíkum umhverfisspjöllum án nokkurs mats á umhverfisáhrifum, að slíkt mat á raunverulegri virkjun verður nánast formsatriði og breytir litlu.
Hugsanlega fer það svo að ekki verði einu sinni af framkvæmdum vegna þess hve lítil orka fannst.
Boranir, línulagnir, vegalagnir, mannvirki, stöðvarhús, álver og allur pakkinn, þar með talinn útblástur eitraðra lofttegunda og gróðurhúsalofttegunda frá virkjununum hefði átt að fara í heildstætt mat á umhverfisáhrifum áður en lagt var af stað en ekki eftir að stefnir í það að bygging risaálvers í Helguvík verði keyrt í gegn og þar með verði ekki aftur snúið eða neinu breytt.
Allt ætlaði vitlaust að verða þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir vildi fá eins heildstætt mat á framkvæmdum vegna álvers á Bakka og eðlilegt væri.
Það var vegna þess að menn vildu skjóta fyrst og spyrja svo, hefja framkvæmdir án þess að hafa gert sér grein fyrir áhrifum þeirra og afleiðingum.
Verulega neikvæð áhrif vegna lagningar Suðvesturlína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þótt ég sé stóriðjusinni viðurkenni ég vel að mér þykir raflínur ljótar. Stærðar raflínumöstur í byggð eru lýti á landslaginu og ekki vildi ég fá slíkt í gegn um túnið hjá mér.
Offari, 18.9.2009 kl. 13:59
Og svo trufla þessar línur lágflugið hjá frúni.
Offari, 18.9.2009 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.