Hlunnfarnasta tónskáld sögunnar.

Höfundur lagsins "Happy birthday to you" er vafalaust hlunnfarnasta tónskáld heimssögunnar því að líklega er þetta mest sungna lag veraldar og yfirleitt aldrei fært til bókar.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvílíkur milljarðamæringur hefði höfundurinn hefði getað orðið ef hann hefði fengið höfundarréttargjöld greidd í hvert sinn.

Sem aftur leiðir hugann að því hvort fólki hefði fundist það réttlátt fyrir lag og texta sem vafalaust hefur tekið lágmarkstíma að semja.

Það minnir mig á það sem ég heyrði Magnús heitinn Ingimarsson eitt sinn segja við konu í kvennakór sem spurði hvort hanan gæti útsett ákveðið lag fyrir sig.

"Jú", svaraði hann. "Og hvað þarf ég að borga mikið fyrir það?" spurði konan. "150 þúsund krónur", svaraði Magús. ´

"Ég trúi þér ekki," svaraði konan, að þú takir svona mikið fyrir að gera þetta", greinilega stórhneyksluð.

"Nei," svaraði Magnús. "Ég sagði aldrei að ég tæki 150 þúsund krónur fyrir að gera þetta, heldur aðeins hvað þetta kostaði."

"Hvað meinarðu?" spurði, konan, ringluð.

Það stóð ekki á svarinu hjá Magnúsi. "Ég tek 20 þúsund fyrir að gera þetta, en 130 þúsund fyrir að geta það."


mbl.is Obama söng afmælissönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Skemmtileg pæling. Hér er sagt frá tilurð lagsins.
Matthías

Ár & síð, 18.9.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Líklegt er að lagið sé að uppruna þjóðlag með engum sérstökum höfundi. En hér má lesa um þetta. Ýmis bestu lög heimsns hafa verið samin á örskotsstundu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.9.2009 kl. 14:03

3 identicon

Höfundurinn er Mildred J. Hill. Hér má lesa um hann: http://en.wikipedia.org/wiki/Mildred_J._Hill

Skorrdal (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband