Makalaus uppgangur í Kína.

Uppgangurinn í bílaframleiðslu Kínverja hefur verið ævintýralegur síðustu árin og á það sér naumast fordæmi.

Sem dæmi má nefna að á síðustu árum hefur framleiðslan þar aukist um eina milljón bíla á ári, en það eru fleiri bílar en Ítalir framleiða og hátt í það eins margir og Bretar framleiða.

Á árunum 2002-2007, fimm ára tímabili, jókst framleiðslan úr rúmri einni milljón bíla upp í rúmar fimm milljónir, fimmfaldaðist á fimm árum.

Þeir framleiða allar mögulegar stærðir og gerðir bíla, til dæmis fleiri Buick bíla en Bandaríkjamenn sjálfir.

Bandaríkjamenn og margar aðrar þjóðir skulda Kínverjum ævintýralegar fjárhæðir sem engum hefði komið í hug fyrir 10-20 árum að gæti gerst.

Að því leyti til eru Kínverjar í svipaðri stöðu og Bandaríkjamenn voru gagnvart bandamönnum sínum í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Þetta er orðin hættuleg staða fyrir báða aðila.

Fyrir margt löngu var sagt að Kína væri sofandi risi og eins gott að hann vaknaði ekki.

Svo liðu áratugirnir og þetta gerðist ekki, en risinn er svo sannarlega vaknaður.


mbl.is Verði stærstu bílasmiðjur veraldarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband