Skaðleg afneitun.

Frá því að Adolf Hitler ritaði bók sína "Mein Kamph" og þar til slökkt var á síðustu ofnunum í Auswitch liðu ríflega tuttugu ár. Allan þann tíma lá ljós fyrir sú fyrirætlun hans og hugsjón að hreinsa Evrópu af Gyðingum.

Í öllum löndum þar sem hann komst til valda var þetta opinbert og augljóst og það er aldeilis ótrúleg bífræfni hjá forseta Írans að mótmæla því sem allar þessar þjóðir upplifðu og reyndu af hendi þessa brjálæðings.

Þessi afneitun er skaðleg því hún kemur fyrst og fremst Írönum og skoðanabræðrum forsetans í koll og hleypir illu blóði í þær deilur sem nú eru hvað hættulegastar fyrir heimsfriðinn.

Hún er svona álíka trúverðug og að Bandaríkjamenn afneituðu því nú að hafa varpað kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki eða að Bretar afneituðu því að hafa gert loftárásina á Dresden.


mbl.is Evrópusambandið fordæmir ummæli Ahmadinejads
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kóranin og íslömsku hefðirnar eru trúartextar múslima og hafa verið til í 1100 ár. Þar kemur skýrt fram að takmark múslima skal vera að eyða öllum gyðingum og raunar kristnum og öllum öðrum en múslimum, nema þeir taki múhameðstrú. Þessi hatursáróður er hins vegar falinn undir trúarbrögðum og því vill fólk ekki trúa þessu. Góð lesning um þetta er á finna á http://prophetofdoom.net/.

Prophet of Doom

Brynjar (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 20:03

2 Smámynd: Páll Jónsson

Brynjar: Akkúrat í dag er Islam kannski þau trúarbrögð sem fráhverfust eru Gyðingum en það er tiltölulega nýtilkomið... síðustu árhundruðin hefur það ávallt verið Kristnin sem verið hefur verst í þessu.

Marteinn Lúther var t.a.m. svo svívirðilegur gyðingahatari að það er varla hægt að lýsa því með orðum.

Páll Jónsson, 20.9.2009 kl. 21:35

3 identicon

"Auswitch" er vitlaust stafsett hjá þér Ómar. Rétta stafsetningin er : Auschwitz

Margret Run (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:23

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Helfaraneitun er alls keki nýtt fyrirbæri  verið til í 40-50 ár

Alexander Kristófer Gústafsson, 23.9.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband