27.9.2009 | 02:30
Fram úr björtustu vonum.
Ég hygg að afmælistónleikar Ragnars Bjarnasonar, sem voru tvíteknir í gær, hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra sem þangað komu.
Dagskráin í gær var stíf. Það var byrjað á að renna öllum tónleikunum í gegn klukkan tíu, sem tók hátt á þriðju klukkustund, síðan voru rúmlega tveggja stunda tónleikar klukkan 16:00 og öllu lengri aðaltónleikar klukkan 21:00.
Hinn 75 ára gamli afreksmaður hafði þá með lokalagi sínu, "Við bjóðum góða nótt," lagt að baki drjúgt dagsverk með stæl, tæplega þrettán klukkustundum eftir að hann söng fyrsta sönginn klukkan tíu um morguninn.
Þar með geirnegldi hann söngferil sem spannar nú 56 ár á eftirminnilegan og einstakan hátt. Það var mikill heiður fyrir okkur öll, sem fengum að vera með honum í sviðinu í kvöld, að verða þátttakendur og vitni að þessu afreki.
Fjölsóttir afmælistónleikar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar...
Þessir tónleikar voru með því flottara sem ég hef séð í höllinni, og þá hef ég verið á þeim nokkrum... Ég var að vinna þarna og sá því báða tónleikana, þ.e. Kl:1600 og svo seinni og var ég og er mjög ánægður að hafa fengið að koma svona að þessum viðburði...
Með þökkum fyrir góða skemtun
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 27.9.2009 kl. 04:19
Hún tengdamamma sem er 84 ára blessunin, var í símanum eins og ungpía á gelgjunni eitt kvöldið í vikunni. Hún var að fara í afmælið hans Ragga Bjarna í Höllinni daginn eftir. Hún fékk Ragga í heimsókn í afmælisgjöf á áttræðisafmælinu sínu og gladdist mjög. Afmælishaldið hans allt í gegn er bara tær snilld og hafið góða þökk fyrir sem unnuð þetta menningarafrek alþýðunnar með honum. Þið eruð öll frábær.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.9.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.