27.9.2009 | 12:51
Ætti frekar að stækka mörkin !
Þegar knattspyrnan mótaðist fyrir meira en hundrað árum var meðalhæð leikmanna líkast til um 10-15 sentimetrum lægri en nú er.
Leikaðferðir voru þannig að varnarmenn héldu sig á sínum vallarhelmingi en sóknarmenn sóttu einir fram.
Aðeins þrír leikmenn voru skilgreindir sem hreinir varnarmenn á velliknum og á móti voru þrír leikmenn eyrnamerktir sem sóknarmenn.
Þetta gaf til kynna leikaðferðina 3-4-3 og það var ekki fyrr en fyrir tæpri hálfri öld að fram komu leikaðferðir á borð við 4-2-4, 4-3-3, 5-3-2 o. s. frv., sem sýndu þá þróun að það voru æ fleiri menn við markteig þegar sótt var að mörkunum og yfirferð leikmanna var mun meiri en áður var.
Upp komu leikaðferðir þar sem bakverðir sóttu hvað eftir annað upp eftir köntunum í átt að marki andstæðinganna.
Af framangreindu leiðir að það gæti örvað spennu og komið í veg fyrir hin leiðinlegu markalausu jafntefli eða leiki, sem enda 1:0, að mörkin séu stækkuð, hækkuð um sem svarar hækkun meðalhæðar leikmanna og breikka um jafnmarga sentimetra í hvora átt.
Þetta yrði aðeins leiðrétting til samræmis við breyttar aðstæður. Atferli Kim Christensen ber vitni um að þetta skipti máli.
Sömuleiðis mætti íhuga hvort mörkin í kvennaboltanum ættu að vera áfram í núverandi mynd. Á tækniöld ætti að auðvelt að hanna mörk sem hægt er að stækka eða minnka eftir aðstæðum.
Markvörður svindlar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í árdaga fótboltans á Íslandi var yfirleitt talað um leikaðferðina 2-3-5, þar sem sóknarmennirnir voru fimm á móti tveimur skilgreindum varnarmönnum.
Þetta hljómar eins og ójafn leikur, en það einfaldaði þó aðeins hlutverk varnarinnar að knettinum var nær aldrei leikið aftur, heldur einungis fram á við eða í mesta lagi til hliðar. Þannig tóku sjaldnast nema 1-2 sóknarmenn þátt í hverri sókn.
Skemmtilegt er til þess að hugsa að lengi vel héldu menn sig við svipaða liðsuppstillingu í handboltanum. Þá var hluti leikmanna skilgreindur sem varnarmenn og tók ekki þátt í sóknarleiknum.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 13:55
Það er eins og mig minni að umræði hafi verið í gangi fyrir nokkrum árum að stækka mörkin, en verið hætt við það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 15:40
Burtséð frá meðalhæð markmanna, þá er ótrúlegt hve fótboltinn hefur breyst og þróast á stuttum tím.
maður getur td. séð þetta á yotube þar sem ma. eru leikir frá heimstmeistarakeppnum.
Nánast alltannar leikur þó ekki sé farið lengra aftur en 30 ár eða svo. Hraðinn svo miklu minni. Munar um að hægt var að senda boltann á markmann úr vörninni.
Svo td. þegar sókn fer útum þúfur hjá ákv. lið - þá er yfirleitt ekkert verið að æsa sig. Mótherjinn byggir upp sókn í rólegheitum og andstæðingurinn skipuleggur vörnina mest í aflöppuðu andrúmslofti o.s.frv.
Margir leikir td. í heimsmeistarakeppninni 1978 og 1982 eru ekki eins góðir og minningin sagði manni. Þ.e. ef miðað er við nútímastaðla.
Einnig áberandi hve meira var leyfilegt í brotum sem nú virka talsvert gróf. Skipir líka máli sko uppá hraðann. Það var miklu auðveldara að drepa niður hraðann í þá daga einfaldlega vegna þess að leyfilegt var að ganga miklu harðar að mönnum.
Að vísu man eg ekki eftir eldri dögum eins og þegar Ríkharður Jóns eða Albert Gumunds voru að raða inn mörkunum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 17:40
Finnst ykkur að mörkin í kvenna- og karlabolta eigi að vera jafn stór?
Ég er svolítið efins í þeim efnum.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.9.2009 kl. 00:44
Nei, þess vegna tala ég um það að mörkin eigi bara að stækka í karlaboltanum.
Ómar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.