Spurning um frelsi í báðar áttir.

Það er rétt hjá Kristni H. Gunnarssyni að svo virðist sem íslenskir stjórnmálamenn séu hræddir við lýðræði sem byggist á frelsi jafnt kjósenda sem frambjóðenda.

Alls konar mótbárur hafa alla tíð verið hafðar uppi gegn því að framboðum verði leyft að ráða því sjálf hvort þau raða sjálf á lista sína eða leyfa kjósendum að gera það í kjörklefanum.

Nú hafa þau færst í aukana.

Þessi hræðsluáróður stenst ekki þegar litið er til þeirra landa þar sem persónukjör hefur verið leyft og reynst vel.

Hvers vegna er það ekki í lagi að framboð fái sjálft að ráða því með hvaða aðferð er raðað á lista þess? Af hverju er það svona miklu hættulegra á Íslandi en í Finnlandi eða Írlandi?

Þetta er spurning um frelsi í báðar áttir, - frelsi framboðanna til að ráða sjálf hvernig raðað verði á lista og frelsi kjósendanna til að nýta sér rétt sinn, bæði til að velja á milli framboða og frambjóðenda á listunum.


mbl.is „Flokksræðið er krabbameinið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fólkið í landinu vildi sem sagt kjósa Kristin H. Gunnarsson en fékk það ekki.

Þorsteinn Briem, 29.9.2009 kl. 01:54

2 Smámynd: Offari

Sammála. Flokksræðið drepur niður framfarir hér. Þingmansstarfið er krefjandi en til að komast á þing þarftu að eiga pening eð einhvern velviljugugan peningamann til að komast á þing. Vonandi er hægt að breyta þessu.

Offari, 29.9.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband