Æðibunuganginum verður að linna.

Jarðvarmavirkjanir eru frábrugðnar vatnsaflsvirkjunum að því leyti að hægt er fyrirfram að sjá hve mikil orka muni koma út úr virkjanakostum. Þar að auki er erfitt að áætla hve lengi orkan muni endast. 

Af þessum sökum lögðu frumkvöðlar um jarðvarmavirkjanir á Íslandi upp með verklag sem byggðist á því að tryggja öryggi orkuvinnslunnar í bráð og lengd.

Farið var á svig við þetta við Kröfluvirkjun og hefði Vilmundur Gylfason ekki lagt ofuráherslu á aðra og ósannaða þætti "Kröfluhneykslisins" eins og hann kallaði málið, hefði þetta staðið upp úr. 

Nú hefur þessi æðibunugangur náð nýjum hæðum bæði á Norðurlandi og Suðvesturlandi.

Anað er af stað með að selja alla orku viðkomandi landshluta til eins risastórs notanda í hvorum landshluta án þess að vita hve mikið af jarðvarmasvæðum verði notað til að uppfylla kröfur álveranna, hve lengi þessi svæði muni endast, eða hver umhverfisáhrifin verða í heild.

Verið er að dunda við athuganir á einstökum og stórum þáttum umhverfisáhrifa eftir að rokið hefur verið af stað. Þetta heitir að skjóta fyrst og spyrja svo.

Æðibunuganginum í vexti stóriðjuframkvæmda sem hefur stigmagnast með veldisáhrifum verður að linna.  

 


mbl.is Sigur fyrir náttúruvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Kröfluævintírið fór illa af stað því eldgoshrina breytti gangi gufunar. Þrátt fyrir erfiðleika í upphafi hefur kröfluvirkjun sannað sig og sýnt fram á að gufaflið er nýtanlegur orkukostur.  Það er að vísu alltaf áhætta að virjkja á eldvirkum svæðum því við vitum ekki hvað sú auðlind endist lengi.

Offari, 29.9.2009 kl. 18:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það á enn eftir að koma í ljós hve vel orkan við Kröflu endist. Ef hún endist aðeins í afskriftatíma mannvirkjanna verður ekki hægt að tala um endurnýjanlega orku og heldur ekki um sjálfbæra þróun.

Orkan verður þá lík kola- eða olíunámu sem er kláruð á ákveðnum tíma og hefur slíkt ráðslag ekki þótt til fyrirmyndar þegar tillit er tekið til kynslóða framtíðarinnar.

Enn meiri óvissa um þetta gildir um margar aðrar jarðvarmavirkjanir bæði hér syðra og nyrðra.

Ómar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ómar.

,,Af þessum sökum lögðu frumkvöðlar um jarðvarmavirkjanir á Íslandi upp með verklag sem byggðist á því að tryggja öryggi orkuvinnslunnar í bráð og lengd."

Geturðu útskýrt þetta nánar?

Sigurjón, 29.9.2009 kl. 23:23

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kröfluvirkjun nýtur mikillar virðingar meðal vísindamanna um allan heim fyrir það frumkvöðlastarf sem þar hefur farið fram. Sú fjárfesting sem þar átti sér stað í reynslu og þekkingu er ómetanleg.

Vilmundur og aðrir stóryrtir andstæðingar virkjunarinnar var skammsýnir í gagnrýni sinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2009 kl. 02:20

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og svívirðingarnar sem hreittar voru í Jón Sólnes vegna Kröflu, er svartur blettur á mannorði þeirra sem slíkt viðhöfðu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2009 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband